Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 34
SJÓNARHORN SVIPMYND RAUFARHÖFN: Á AUSTANVERÐRI MELRAKKASLÉTTU, ÚTI VIÐ ÞISTILFJÖRÐINN NAFNIÐ: Dregið af rauf milli hólmans og höfðans þar sem vitinn stendur. ÍBÚAFJÖLDI: 254. AÐALATVINNUVEGUR: Sjósókn. Höfnin er örugg frá náttúrunnar hendi og á tímabili var hún ein stærsta löndunar- og útflutningshöfn síldar á landinu. ÞEKKTASTA NÚLIFANDI SKÁLD: Jónas Friðrik sem hefur ort marga hnyttna texta fyrir Ríó tríóið. GOTT AÐ VITA: Félagsheimilið heitir Hnitbjörg. Bar sem þar er heitir Félaginn. Laxar, bleikjur og hrygnur um allt land Hilmar Hansson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, myndi að sjálfsögðu vilja eyða draumahelginni standandi í vatni upp að mitti. „Á föstudagsmorgni myndi ég bruna norður í land og áður en ég vissi af væri ég staddur í Laxá í Aðaldal sem er ein fallegasta á landsins og náttúrufegurðin al- veg sérstök. Æðarfossar, Hólmavatnsstíflan og Brúarflúð eru allt saman miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Á þessum tíma er fuglalífið alveg stórkostlegt, allir fugl- ar sem ég get látið mér detta í hug og mikið líf. Í fyrra var ég í Aðaldalnum að veiða og konan mín hringdi, og þegar smáþögn kom í símtalið hélt hún að ég væri farinn að liggja á eggjum, slíkur var söngurinn. Á laugardagsmorguninn myndi ég svo vera kominn í Norðurá og byrja að veiða á Eyrinni þar kl. 7 árdegis. Ég myndi svo taka Eyrina, Myrkhyl, Laugakvörn og áfram eftir ánni og enda niðri í Stekk. Ég myndi borða í Veiðihúsinu á Rjúpnaási hjá Guðmundi Viðarssyni kokki þar. Ég myndi borða víkingasteikina hans Guðmundar og eplaköku í eftirrétt. Ég fékk þetta um daginn hjá honum og væri alveg til í að borða það aftur.“ Hvað myndirðu veiða? „Í Aðaldalnum myndi ég vilja veiða stóra fallega laxa, draumurinn væri að fá stór- lax þar. Ef ég fengi stóra hrygnu myndi ég sleppa henni og leggja inn fyrir góðri hrygningu í haust. Ég myndi hinsvegar vilja lenda í ævintýri á Eyrinni í Norðurá,“ segir Hilmar leyndardómsfullur. Hann vill ekki láta of mikið uppi um ævintýrin sem gerast þar. „Eyrin býður upp á töfrastundir og það væri gaman að lenda á einni svoleiðis þegar laxarnir stökkva næstum því á mann. Laxinn úr Norðurá myndi ég grilla með fjölskyldunni. Á sunnudaginn færi ég svo á Þingvöll og veiddi feitar og fallegar kuðungableikjur sem eru gráðugar á þessum tíma. Nú eru þær komnar upp að landi til að háma í sig æti og veiðimaðurinn nýtir sér það.“ Og hvernig verður veðrið? „Um þessa helgi verður sól alls staðar þar sem ég er á landinu.“ Hvernig verður helgin svo hjá Hilmari í alvörunni? „Á laugardaginn fer ég að veiða í Iðunni þar sem Stóra-Laxá rennur í Hvítá í Ár- nessýslu og á sunnudaginn fer ég á Veiðidag fjölskyldunnar á Þingvöllum og nýti mér boð Landssambands stangveiðifélaga. Þá fá allir að veiða án endurgjalds í mörgum helstu veiðivötnum landsins og ég missi að sjálfsögðu ekki af því.“ -BB HILMAR HANSSON DRAUMAHELGIN 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR12 Skjótt skipast veður í lofti. Einungis eru fáir dagar síðan landsmenn nutu blíðu um allt land. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða að kuldakastinu ljúki og sumarið taki völdin að nýju. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Blómið: Ljónslappi Ljónslappinn er af rósaætt. Blöð hans eru fingruð en blómin í smáskúfum. Ljóns- lappinn vex í þurrlendi um landið allt og blómgast í júní en fyrrum höfðu bændur trú á því að þegar blöð ljónslappans væru farin að breiða úr sér mætti sleppa fé af húsi. Eins og svo margar aðrar ís- lenskar jurtir þykir ljónslappi góður til að græða mein. Annað nafn á honum er kverkagras, sem kemur til af því að seyði af blöðunum þykir gott til að skola hálsinn með. ■ VISSIR ÞÚ ... ...að karamella er búin til með því að bræða saman púðursykur, smjör og edik? ...að Júpíter er miklu minni en sólin? ...að flest háhýsi í heiminum er í New York borg, eða 140 talsins? ...að Lassí er vinsælasti sjónvarps- hundur allra tíma? ...að árið 1571 var hægt að sekta menn í Englandi fyrir að vera ekki með ullarhúfu? ...að það eru fleiri en fjörutíu þús- und tákn í kínverskri skrift? ...að William Henry Harrison var fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að deyja með- an hann var enn í embætti? ...að golf var bannað í Englandi og Skotlandi árið 1457 því James II konungur taldi það trufla fólk í bog- fimi? ...að leikkonan Liv Tyler var skírð í höfuðið á leikkonuninni Liv Ullmann því Ullmann var framan á sjónvarps- dagskránni þegar Tyler fæddist? ...að í Bandaríkjunum er ekki ólög- legt að vera fíkniefnaneytandi? ...að í Gallup-könnun sem gerð var 1991 í Bandaríkjunum vissi tæplega helmingur svarenda ekki að frans- brauð væri búið til úr hveiti? ...að hlátur styrkir ónæmiskerfið? ...að í London er ólöglegt að keyra bíl án þess að sitja í framsætinu? - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM hin hliðin á bílum stærsti bílamarkaður landsins auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.