Fréttablaðið - 25.06.2004, Side 46

Fréttablaðið - 25.06.2004, Side 46
Rokksveitin Jane’s Addiction er að hætta, tveimur árum eftir að hún kom saman á ný eftir tíu ára pásu. Lítið hefur spurst til sveit- arinnar á þessu ári en á því síðasta gaf hún út plötuna Strays. Meðlimir sveitarinnar, fyrir utan söngvarann Perry Farrell, hafa gefið út yfirlýsingu á netinu þar sem þeir segjast ekki geta haldið lengur út. Samstarfið hafi einfaldlega ekki gengið upp. „Í raun og veru höfum við hætt og byrjað aftur um það bil fjórum sinnum á síðastliðnum árum,“ sagði í yfirlýsingunni. „Kannski sýnir það okkur hvar við erum staddir núna. Við vitum að við gerðum allt sem við gátum í þetta skiptið og náðum að gera mjög góða plötu eftir tíu ára þögn.“ Jane’s Addiction er talin ein áhrifamesta rokksveit síðustu tutt- ugu ára. Plötur hennar Nothing’s Shocking og Ritual de lo Habitual eru orðnar sígildar og hafa haft áhrif á sveitir eins og Red Hot Chili Peppers og The Music. ■ 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR ■ KVIKMYNDIR ■ TÓNLIST■ TÓNLIST Ármúla 31 • S. 588 7332 • www.i-t.is Veri› velkomin í glæn‡ja verslun okkar a› Ármúla 31 Ba›innréttingar - fjölbreyttasta úrval landsins w w w .d es ig n. is @ 2 00 4 Til afgrei›slu af lager 25-40% afsláttur JANE’S ADDICTION Þessi áhrifamikla rokksveit er að hætta, tveimur árum eftir að hún kom saman á ný. SINATRA Í SVISS Bandaríska söngkonan Nancy Sinatra, dóttir goðsagnarinnar Franks Sinatra, var brosmild á tónleikum sínum í Zurich í Sviss fyrir skömmu. Sýndi hún takta sem faðir hennar hefði verið stoltur af. Jane´s Addiction að hætta AP /M YN D Það var á miðvikudagskvöldið sem ég rölti upp í Laugardalshöll til að berja sjálfa Deep Purple augum. Ian Gillan og félagar hafa lengi verið í uppáhaldi og þá sérstaklega plötur af áttunda áratugnum, eins og Burn, In Rock og Fireball. Það var þétt setinn bekkurinn er ég mætti upp í höll, enda Mánar væntanlegir á svið eftir þó nokkurt hlé. Andrúmsloftið í höllinni var mjög afslappað, fannst ég meira að segja finna lyktina af henni Maríu Jónu þarna einhvers staðar. Mánar voru frábærir, hreint út sagt. Byrjuðu sterkt með laginu Frelsi og léku síðan nokkur lög af „Svörtu plötunni“. Fyrir sveitinni fór Labbi í Glóru, hefur greinilega verið öflugur „frontmaður“ á sín- um tíma og er enn. Ég er ákveðinn í að setja mig í hlutverk mold- vörpunnar og grafa upp gamalt efni með þeim, slík var hrifningin. Mánar voru með hljómborðs-, slagverks- og fiðluleikara sem og bakraddasöngkonur, sem gerðu út- komuna enn sterkari. Gaman var að sjá þá taka Easy Liviní eftir Uri- ah Heep við góðar undirtektir við- staddra. Liðsmenn Mána höfðu á orði að þrátt fyrir aldurinn væru þeir ennþá jafn reiðir og það tæki jafn mikið á að syngja um við- fangsefni þeirra frá gullaldarárum hljómsveitarinnar. Fyrir tón- leikana þekkti ég Mána nánast ekk- ert en get dregið þá ályktun af þessum tónleikum að þeir séu ein besta rokksveit sem við höfum átt. Myndi vilja eignast endurútgáfu af þeirra gamla efni, eðalrokk þar á ferð. Mánar áttu kvöldið í mínum huga. Deep Purple steig á svið og hóf dagskrána á nýju lagi. Átti von á að þeir myndu reyna að keyra upp stemninguna strax í byrjun. Reyndar saknaði ég strax hljóm- borðsleikarans Jon Lord og þó svo að Don Airey (hefur m.a. leikið með Ozzy Osbourne og Jethro Tull) hafi staðið sig með ágætum þá hefur hann ekki sömu útgeislun og Lord. Woman From Tokyo féll í betri jarðveg en nýju lögin og Knockiní At Your Back Door af plötunni Perfect Strangers gladdi eyrun. Alltaf grunaði mig að hljómsveitin gæti gert betur og fannst í rauninni aldrei kvikna almennilega í Purple. Þetta var eins og fyrir fótboltaunn- endur að sjá lið sitt leika heilan leik án þess að hlaupa. En sem aðdáandi sveitarinnar, og þá sérstaklega Ian Paice, sem var á sínum tíma einn allra skemmtilegasti trommari rokksins, bar ég þá von í brjósti að trompin undir lok prógrammsins myndu koma betur út. Rétt er að minnast á Steve Morse, sem hefur væntanlega glatt sólóþyrsta gítarunnendur í salnum. Þar er á ferð tæknilegur gítar- leikari sem fer frekar pent með hlutina milli þess sem hann varpar á mann öflugum sprengjum. Hann hefur samt ekki sama karakter og Blackmore, sem er öllu snyrtilegri gítarleikari. Þó að slagarar á borð við Black Night og Smoke On the Water hafi endað ágætis dagskrá hjá Purple fóru þessir tónleikar aldrei á flug. Kannski er standardinn orðinn svo hár hjá mér eftir að hafa séð u.þ.b. 400 erlend bönd á tónleikum. Engu að síður minnti þetta á gott tímabil sem er, því miður, löngu liðið. SMÁRI JÓSEPSSON TÓNLEIKAR DEEP PURPLE Í LAUGARDALS- HÖLL MIÐVIKUDAGINN 23. JÚNÍ. Mánar stálu kvöldinu IAN GILLAN Á líklegast eftir að rokka fram í rauðan dauðann. UPP MEÐ HENDUR Stemningin var frekar róleg að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins, en þetta fólk virtist þó skemmta sér vel. STRENGJAPARIÐ Gagnrýnanda Fréttablaðsins fannst Deep Purple aldrei ná almennilegu flugi og var hrifnari af Mánum. Damon leið- ur á hasar- myndum Leikarinn Matt Damon er orðinn leiður á að leika í hasarmyndum. Hann er tilbúinn að hætta alfarið að leika í þeim og einbeita sér í staðinn að myndum sem bjóða upp á meira skapandi hlutverk. „Flestar hasarmyndir njörva mig of mikið niður vegna þess hve lítið er hægt að láta persónuna njóta sín,“ sagði Damon í nýlegu viðtali. „Það sem vakti áhuga minn á leiklist var að fá að vinna með fólki á skapandi hátt.“ Damon sést næst á hvíta tjald- inu í hasarmyndinni The Bourne Supremacy, sem er framhald myndarinnar The Bourne Iden- tity. Hann segist hafa ákveðið að leika í myndunum tveimur vegna þess að handritin voru lagfærð verulega áður en tökur hófust. „Jafnvel þótt það séu frábær hasaratriði í myndunum byggja þær báðar á vel skrifuðum persónum,“ sagði hann. ■ MATT DAMON Damon, sem sló í gegn í myndinni Good Will Hunting, er orðinn þreyttur á að leika hasarmyndahetjur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.