Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2004, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 25.06.2004, Qupperneq 53
41FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 ■ KVIKMYNDIR FRÉTTIR AF FÓLKI Ástarsamband leikarans Ben Af-fleck og sölukonunnar Enza Sambataro gengur víst eins og í sögu. Sambataro, sem er 26 ára, hefur sagt vinum sínum að um sanna ást sé að ræða og ekki verði aftur snúið úr þessu. Parið, sem hefur fengið viðurnefnið Benza af bandarísk- um fjölmiðlum, hittist þann 26. maí á hafnaboltaleik hjá Boston Red Sox og fóru á nokkur stefnumót í fram- haldinu. Breski leikarinn Gary Oldman munleika skæðasta illmennið í sögu Star Wars í lokamynd bálksins, Epis- ode Three, sem kemur út næsta sumar. Oldman mun ljá persónunni General Grievous rödd sína, en hún er blanda af geim- veru og vélmenni. Mun hún etja kappi við Anakin Skywalker og Obi- wan Kenobi í mynd- inni. Það var leikstjór- inn George Lucas sem valdi Oldman sjálfur í hlutverkið, enda mikill aðdáandi þessa virta leikara. Hjartaknúsarinn Brad Pitt á það tilað nota andlitsfarða og naglalakk. Þetta segir systir hans, Julie Neal. Þegar Pitt kemur í heimsókn til tveggja sex ára frænka sinna leyfir hann þeim að bera á sig farðann og blása á sér hárið, þeim til mikillar skemmtunar. Mun hann fyrir vikið vera uppá- haldsfrændi þeirra. Tommy Lee, fyrrverandi trommariMötley Crüe, hefur fallið í barátt- unni við Bakkus og er farinn að drekka á ný. Var hon- um víst fleygt ofurölvi út af næturklúbbi í Las Vegas á dögun- um, þar sem hann var plötusnúður. Lee, sem er fyrrum eigin- maður Pamelu And- erson, hefur lengi átt í vandræðum vegna ofnotkunar vímuefna. Leikkonan Denise Richards er aðíhuga að fletta sig klæðum fyrir jólaútgáfu tímaritsins Playboy. Rich- ards mun hafa nokkurn áhuga á að monta sig af fínum vexti sínum þrátt fyrir að hafa nýlega eignast barn. Hún vill aftur á móti ekki fara úr hverri einustu spjör. Jack Irons, fyrrum trommari PearlJam og Red Hot Chili Peppers, fékk góða aðstoð frá fyrrum félögum sín- um á sólóplötu sinni sem kemur út í ágúst. Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, syng- ur útgáfu Irons á laginu Shine On, You Crazy Dia- mond eftir Pink Floyd og Flea, b a s s a l e i k a r i Peppers, kemur við sögu í lögunum Suluhiana og Water Song. Í síðar- nefnda laginu er Stone Gossard, gít- arleikari Pearl Jam, einnig í gesta- hlutverki. Diaz í framhaldsmynd Leikkonan Cameron Diaz ætlar að leika í framhaldi myndarinnar Starsky and Hutch. Ben Stiller, góðvinur Diaz síðan þau léku sam- an í There’s Something About Mary, lék Starsky í fyrri mynd- inni og vildi ólmur fá hana til að leika í framhaldinu. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Diaz leikur í mynd sem byggð er á vinsælum sjónvarpsþætti, því hún hefur áður leikið í tveimur Charlie’s Angels-myndum. Þrátt fyrir að hafa tekið að sér þetta hlut- verk ætlar Diaz að hafa hægt um sig á næstunni og eyða meiri tíma með kærasta sínum, popparanum Justin Timberlake. ■ Skráning í Idol að hefjast Skráning í áheyrnarpróf fyrir næstu Idol-stjörnuleit hefst 1. júlí á heima- síðu Stöðvar 2. Fyrsta áheyrnarpróf- ið verður svo haldið 29. ágúst. Að þessu sinni verður sönghetjum á landsbyggðinni gert auðveldara fyr- ir því áheyrnarprufurnar fara fram um land allt. Fyrst í Reykjavík 28. ágúst, þá í Vestmannaeyjum 3. sept- ember, á Ísafirði 14. september, Ak- ureyri 17. september og svo loks á Egilsstöðum 19. september. Um 1.400 manns skráðu sig í inntöku- prófin í fyrra, og vonast umsjónar- menn eftir fleiri þátttakendum í ár. Dómararnir verða hinir sömu, og þurfa Bubbi, Þorvaldur Bjarni og Sigga Beinteins því að æfa sig í æðruleysinu til þess að vera undir- búin fyrir langar og strangar áheyrnarprufur. Fyrsti þátturinn í nýrri seríu fer í loftið 1. október með breyttu sniði frá því síðast. Stóra stundin rennur svo upp hinn 11. mars 2005, þegar þjóðin eignast nýja Idol-stjörnu. Sem fyrr fara herleigheitin fram í vetrar- garðinum í Smáralind. Simmi og Jói verða áfram kynnar Idol-stjörnuleitar. ■ CAMERON DIAZ Diaz ætlar að leika í framhaldi Starsky and Hutch ásamt góðvini sínum Ben Stiller. DÓMNEFNDIN Undirbýr nú langar og strangar áheyrnarprufur. Skráning hefst á fimmtudaginn í næstu viku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.