Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2004, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 25.06.2004, Qupperneq 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Kíktu á n‡jan Vísi og skrá›u flig í opnunarpottinn. Glæsilegir vinningar í bo›i! Flug fer› inna nlan ds x2 x4 SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Boltalega séð Það er athyglisvert að hlusta áfótboltalýsingar þessa dagana. Margar afskaplega skrítnar setning- ar fá þar að fljúga í beinni útsend- ingu. Manni virðist stundum sem lýsendur hafi búið sér til sína eigin mállýsku, svo sérkennilega taka þeir til orða. ÉG hef ægilega gaman af þessu. Dæmin eru fjölmörg. „Hann er að geta gert þetta mjög vel,“ er eitt og sýnir hvað lýsendum er annt um að setningar innihaldi margar sagnir. „Hann er að vinna vinnuna sína mjög vel varnarlega séð,“ er annað dæmi. Besta dæmið var þó þegar til- tekinn kantspilari hljóp ákaflega hratt upp völlinn á HM árið 2002 og íþróttafréttamaðurinn tók af því til- efni svo til orða: „Sjáiði þetta! Það er ljóst að hann er að vinna vinnuna sína mjög vel hlaupalega séð.“ SUMIR hefðu einfaldlega sagt að þessi maður væri sprettharður, eða að hann hlypi mjög hratt. En svona er hægt að gera einfalt mál flókið. Ég hef kenningu um það af hverju þetta gerist. Sjáiði til. Fótbolti er í eðli sínu sáraeinfaldur leikur. Jafn- vel smákrakkar skilja um hvað málið snýst. Hins vegar er krafa um það á meðal fótboltaáhugamanna að íþróttafréttamenn reyni að hefja fót- boltann upp á stall þar sem hann er vísindalegri, eða fræðilegri. Af þessum sökum er ekki hægt að segja lengur: „Noh, svakalega skýtur hann fast,“ heldur verða menn að segja: „Já, það er ljóst að þessi leikmaður hefur verið að vinna vinnuna sína mjög vel skotlega séð.“ AÐ lokum þetta: Ljóst er að forseta- kosningar fara fram á morgun og að minnsta kosti tveir frambjóðendur hafa verið að vinna vinnuna sína kosningabaráttulega séð. Sá þriðji er nokkuð öruggur um að sigra kosn- ingaúrslitalega séð enda hefur hann verið að vinna vinnuna sína ágætlega forsetalega séð. Það rann upp fyrir mér ljós um daginn pælingalega séð. Hvað ef Ólafur Ragnar, þegar mestu lætin stóðu um hann stjórnmálalega séð á dögunum, hefði dregið framboð sitt til baka, eftir að framboðsfrestur var runninn út? Þá væru Ástþór og Baldur tveir einir í kjöri. Á dauðum köflum í fótboltanum spilamennsku- lega séð hef ég dottið niður í þessa pælingu. Með fullri virðingu, þá verð ég að viðurkenna að ég er að geta brosað þó nokkuð að þessari hugsun grínlega séð. ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR SMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKUR SMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKUR Sendu SMS skeytið og þú gætir unnið. BT FUT á númerið 1900 Við sendum þér spurningu. Þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. 99 kr. sms-ið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.