Fréttablaðið - 06.08.2004, Page 14

Fréttablaðið - 06.08.2004, Page 14
14 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR VART SVIPUR HJÁ SJÓN Trevi-gosbrunnurinn í Róm er talsvert frá- brugðinn því sem ferðamenn og heima- menn eiga að venjast. Unnið er að hreins- un gosbrunnsins fræga og því til lítils að leita sér svölunar í honum eins og leikkon- an Anita Ekberg gerði í mynd Federico Fellini La Dolce Vita. Ísraelsmenn vilja tengja landnemabyggðir við Jerúsalem: Brýtur í bága við friðaráætlanir VESTURBAKKINN, AP Ísraelsmenn áætla að byggja þúsundir húsa í landnemabyggðinni Maaleh Adumim á Vesturbakkanum. Áfram var unnið að gerð vegar sem tengja á fyrirhugaða byggð Jerúsalem í gær. Framkvæmdir Ísraelsmanna á svæðinu brjóta í bága við friðará- ætlanir þar sem þess er krafist að Ísraelsmenn láti af landtöku á Vesturbakkanum. Bygging hús- anna hefur enn ekki verið sam- þykkt en hún þarf að fara um fjöl- da ráðuneyta áður en hægt er að hefja framkvæmdir. Bandaríkjamenn fordæmdu fyrri áætlanir Ísraelsmanna um stækkun Maaleh Adumim fyrr í þessari viku. Nýjar hugmyndir um landtöku eru mun umfangs- meiri en hinar fyrri. Ísraelsmenn hafa lýst því yfir að samráð verði haft við Bandaríkin og leitað verði eftir samþykki fyrir þessu verk- efni og öðrum af sama toga. Ísraelar hafa sætt vaxandi gag- nrýni á alþjóða vettvangi. Þeir hafa enn sem komið er ekki látið það hafa áhrif á sig. ■ MAALEH ADUMIM Ísraelsmenn héldu áfram að byggja veg sem tengja á landnemabyggðina við Jer- úsalem. Auk þess á að reisa þúsundir húsa á svæðinu. AP M YN D ■ EVRÓPA SPRENGT Í AÞENU Heimatilbúin sprengja sprakk nærri rafmagns- stöð í útjaðri Aþenu í gær. Nokkr- ar skemmdir urðu á stöðinni en enginn slasaðist. Ekki er vitað hvort tengja beri sprenginguna við Ólympíuleikana sem haldnir verða í borginni síðar í mánuðin- um. Mikill öryggisviðbúnaður er í Grikklandi vegna leikanna og hleypur kostnaður á tugum mill- jarða króna. ■ ÍRAK BARIST Á NÝ Í NAJAF Tveir létust í átökum í írösku borginni Najaf í gær. Átökin blossuðu upp milli vígamanna hliðhollum róttæka sjíaklerkinum Muqtada al-Sadr og bandarískra hermanna í kjöl- far árásar vígamannanna á lög- reglustöð í bænum. SPRENGDU RÚTU VIÐ LÖGREGLU- STÖÐ Þrír vígamenn sprengdu í loft upp litla rútu við lögreglu- stöð í þorpi skammt sunnan Bagdad í gær. Fimm týndu lífi og 27 særðust í árásinni sem hófst með því að tveir mannanna skutu að öryggisvörðum meðan sá þriðji keyrði rútuna upp að lög- reglustöðinni. VILJA VIÐRÆÐUR UM MÚSLIMA- HER Stjórnvöld í Malasíu telja að stofna eigi til formlegra við- ræðna um möguleika þess að senda her skipaðan múslimum til Íraks. Hugmyndin hefur verið rædd við fjölda múslimaríkja án niðurstöðu en hún kom upphaf- lega frá Sádi-Aröbum. LEIKARNIR UNDIRBÚNIR Sjúkraliðar og ökumenn sjúkraliða eru hættir við að fara í verkfall meðan á ólympíuleikunum stendur. Ólympíuleikarnir: Hættu við verkfall AÞENA, AP Sjúkraliðar og ökumenn sjúkrabíla afboðuðu verkfall eftir að stjórnvöld sögðu að þeir fengju greitt fyrir þá yfirvinnu sem þeir vinna meðan á ólympíuleikunum stendur. Verkalýðsfélög sjúkraliða og ökumanna sjúkrabíla boðuðu verkfall eftir að stjórnvöld neit- uðu þeim um jafn mikla kaupauka og lögreglumenn og öryggisverð- ir fengu. Þeim var lofað allt að 200.000 króna kaupauka. Sjúkra- liðum og ökumönnum sjúkrabíla bauðst einungis 3.000 króna launahækkun á mánuði og það gátu þeir ekki sætt sig við. Málið leystist eftir að stjórn- völd lofuðu að greiða yfirvinnu- kaup fyrir alla aukavinnu meðan á ólympíuleikunum stendur. ■ ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Sjöunda stærsta álverið innan Alcan. Alcan: Tapi snúið í hagnað KANADA, AP Alcan Incorporated, móðurfélag Alcan á Íslandi, hagn- aðist um nær 24 þúsund milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er mikil breyting frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið tapaði hálf- um sjöunda milljarði króna. Helstu ástæðurnar fyrir bættri afkomu eru kaupin á franska ál- framleiðandanum Pechiney SA og hærra álverð. Við kaupin á Pechin- ey varð Alcan næststærsti álfram- leiðandi heims. Fyrirtækið er með starfsemi í 62 löndum auk Íslands og veitir 88.000 manns atvinnu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.