Fréttablaðið - 06.08.2004, Qupperneq 15
15FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2004
Reiðskóli í Frakklandi:
Sjö táningar
létu lífið
CHAMBERY, AP Sjö táningar létu lífið
eftir eldsvoða í reiðskóla norðan
borgarinnar Chambery í austur-
hluta Frakklands í fyrrinótt. Eldur-
inn kom upp í hesthúsi þaðan sem
hann breiddist út til vistarvera
nemenda.
Fórnarlömb slyssins voru á
aldrinum þrettán til fimmtán ára.
Þá er tveggja kennara saknað en sá
þriðji var fluttur alvarlega slasað-
ur á sjúkrahús eftir eldsvoðann.
Tala látinna er því enn ekki kunn. ■
BREYTINGUNUM MÓTMÆLT
Aldraðir Rússar mótmæla fyrir framan
þinghúsið þegar frumvarp um að afnema
fríðindi þeirra var samþykkt.
Aldraðir og öryrkjar:
Fríðindin
afnumin
RÚSSLAND, AP Margvísleg fríðindi,
sem Rússar hafa átt rétt á frá því á
tímum Sovétríkjanna, heyra vænt-
anlega sögunni til innan skamms
eftir að neðri deild þingsins sam-
þykkti lagafrumvarp sem afnemur
þau.
Aldraðir og öryrkjar hafa átt
rétt á ókeypis almenningssam-
göngum, lyfjum og læknishjálp. Nú
hyggjast stjórnvöld einfalda bóta-
kerfið og hafa ákveðið að aldraðir
og öryrkjar fái peningagreiðslur í
stað annarra fríðinda. Andstæðing-
ar breytinganna hafa hins vegar
gagnrýnt að þær greiðslur dugi
engan veginn til að standa straum
af kostnaði sem fellur hér eftir á
aldraða og öryrkja. ■
Her Jemens:
Beint gegn
uppreisn
JEMEN, AP Her Jemens hefur
hleypt af stokkunum meiriháttar
aðgerðum sem beint er gegn upp-
reisnarmönnum í fjalllendi í norð-
urhluta landsins. Um það bil
fimmtíu hermenn og uppreisnar-
menn hafa látið lífið síðustu daga
í átökunum.
Herinn hefur fengið liðsstyrk
um tvö þúsund hermanna auk
vopnaðra meðlima ættbálka af
svæðinu. Hernum er beint gegn
áhangendum leiðtogans Hussein
Badr Eddin al-Houti sem lengi
hefur eldað grátt silfur við stjórn-
völd í landinu. ■
SKÓLAMÁL Fjöldatakmarkanir í Há-
skóla Íslands og Háskólann á Ak-
ureyri munu reynast íslensku
þjóðinni dýrkeyptar þar sem
hundruð einstaklinga er gert
ókleift að stunda æðri menntun,
að því er þingflokkur Samfylking-
arinnar heldur fram.
Þingflokkurinn skorar á stjórn-
völd að tryggja skólunum það
fjármagn sem nægir til að allir fái
þar tækifæri án takmarkana.
Segir í tilkynningu frá Sam-
fylkingunni að stjórnvöld hafi
svelt opinbera háskóla og þess
vegna standi þeir frammi fyrir af-
arkostum sem séu annaðhvort að
fá heimild til innheimtu skóla-
gjalda eða að taka upp fjöldatak-
markanir.
Fjöldi nemenda með stúdents-
próf af verknámsbrautum eða
með sambærilega menntun og
reynslu fái sem dæmi ekki inni í
Háskóla Íslands í ár og sé það
grundvallarbreyting frá því sem
tíðkast hefur. Skaði þjóðfélagsins
af slíku sé mikill og vinni beint
gegn markmiðum um hærra
menntunarstig þjóðarinnar. ■
Þingflokkur Samfylkingar mótmælir fjöldatakmörkunum við háskóla:
Dýrkeypt fyrir þjóðina
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Engar undanþágur fyrir aðra en þá sem hafa stúdentspróf af bóknámsbrautum.
Grænlandsmið:
Leggja til
veiðibann
SJÁVARÚTVEGUR Fiskifræðingar á
Grænlandi telja ástand stofna við
vesturhluta landsins svo slæmt að
lagt er til að veiðar á nokkrum mikil-
vægum tegundum verði hætt. Í frétt-
um Ríkisútvarpsins í gær kom fram
að fiskifræðingar leggi til að ekkert
verði veitt af þorski, steinbíti, karfa
og skötu á næsta ári.
Að sögn Sveins Sveinbjörnssonar
hjá Hafrannsóknastofnuninni er eng-
in ástæða til að óttast það að grípa
þurfi til slíkra aðgerða á Íslandsmið-
um. „Menn geta alveg verið vissir um
að miðað við núverandi vitneskju þá
er ekkert sem kallar á slík viðbrögð á
Íslandsmiðum,“ segir hann. ■
Hjúkrunarfræðingur:
Myrti tíu
sjúklinga
BERLÍN, AP Þýskur hjúkrunarfræð-
ingur hefur viðurkennt að hafa
myrt tíu aldraða sjúklinga á
þýsku sjúkrahúsi með því að gefa
þeim of stóra lyfjaskammta. Lát
sjötíu sjúklinga til viðbótar eru
einnig til rannsóknar.
Maðurinn, sem er 25 ára, sagði
lögreglumönnum í síðustu viku að
hann hefði gefið sjúklingunum tíu
of stóra skammta vegna þess að
hann hefði ekki getað horft upp á
að þeim hrakaði dag frá degi.
Ákveðið hefur verið að grafa
upp lík þriggja einstaklinga svo
hægt sé að kryfja þau. ■
H
im
in
n
o
g
h
af
-
9
04
04
84
– fyrir allt sem þú ert
Námskort SPRON er nýtt, gegnsætt debetkort sérstaklega ætlað
námsmönnum sextán ára og eldri. Með kortinu átt þú möguleika á:
• Hærri vöxtum á inneign
• Lægri vöxtum við lántökur*
• Námsstyrk
• Bókastyrk
• Bílprófsstyrk (fyrir þá sem verða 17 ára á árinu)
• Tölvukaupaláni*
• Námslokaláni*
• Sértilboðum hjá verslunum og þjónustufyrirtækjum
• Minniskubb með usb-tengi fyrir tölvur að gjöf
Kynntu þér málið á www.spron.is eða sláðu á þráðinn. Síminn er 550 1200.
– með nýju Námskorti SPRON
*Samkvæmt útlánareglum SPRON
Út í lífi›
Léttu þér námið