Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2004, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 06.08.2004, Qupperneq 30
Sigurbjörg Ágústsdóttir, Ágúst Sveinsson, Guðríður Sveinsdóttir, Guðjón Böðvarsson, Böðvar Eggert Guðjónsson, Hendrikka Waage, Jóhann Pétur Guðjónsson, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Ágúst Begsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Bergur Elías Ágústsson, Bryndís Sigurðardóttir. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur sveinn sigurðsson Lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar F.S.A. fyrir einstaka umönnun. SigURLÍNU RUTAR ÓLAFSDÓTTUR Stekkjargerði 10, Akureyri Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu Stefán Bragi Bragason, María Stefánsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Sveinn Ásgeirsson, María Stefánsdóttir, Þorgeir Smári Jónsson, Bragi Stefánsson, Guðný Stefánsdóttir, Magnús Árnason, Sigurlaug Stefánsdóttir, Helgi Garðarsson, ömmubörn, langömmubörn og systkini hinnar látnu. „Ég er í óðaönn að koma mér fyrir í hinum stóra heimi,“ segir Jón Ólafsson en hann er 50 ára í dag. Hann segir aldurinn ekkert þvælast fyrir sér heldur þvert á móti sé hann sí ungur. „Ég er tutt- ugu ára gamall með þrjátíu ára reynslu,“ segir Jón. Athafnamað- urinn hefur ekki setið auðum höndum undanfarna mánuði frek- ar en áður. „Ég er að takast á við mörg skemmtileg verkefni og vonast til að þau beri árangur næstu mánuði. Síðan ég byrjaði hef ég sífellt verið að byggja eitt- hvað upp og það eldist ekkert af mér. Það er líka svo ótrúlega gaman að hjálpa ungu fólki að koma hugmyndum sínum út fyrir landsteinana.“ Í tilefni dagsins ætla Jón og fjölskylda hans að taka á móti gestum á Hótel Borg. „Það er búið að plata mig til að halda upp á afmælið með glæsibrag. Ég ætl- aði nú reyndar bara að fara í ferðalag á afmælisdaginn en var talaður til og úr varð að halda veislu.“ Jón býst við þó nokkrum fjölda í kvöld enda hefur hann kynnst mörgum í gegnum árin. „Við ætl- um að taka á móti samstarfsfólki, vinum og fjölskyldu en það má segja að veislan sé öllum opin.“ Afmælisbarnið biður þó gesti sína um að láta gjafir eiga sig og hvetur þá frekar til að styrkja gott málefni. „Ég á einfaldlega allt og þarf ekkert. Mér finnst betra að sjá fólk veita góðu mál- efni stuðning sinn fremur en mér.“ Málefni fólks sem þjáist af þunglyndi eru ofarlega í huga Jóns þessa dagana. „Ég hef óskað eftir því að fólk styrki frekar samtök sem nefnast „Einn af fimm“ en ég setti þau á laggirnar fyrir skömmu. Samtökin hafa það hlutverk að styðja við bakið á fólki sem þjáist af þunglyndi. Mér er sá sjúkdómur mjög hug- leikinn enda hin ýmsu vandræði og voðaverk sem geta leitt af hon- um. Fólk verður oft ekki alveg með sjálfu sér og afleiðingar þess geta orðið mjög alvarlegar. Mér finnst full ástæða til að hugsa til þess enda þurfum við ekki annað en að minnast þess harmleiks sem átti sér stað í Vesturbænum fyrr í sumar til að sjá hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins.“ Veislan á Hótel Borg hefst klukkan 21 í kvöld. ■ 20 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR ROBERT MITCHUM Konungur svörtu myndanna fæddist þennan dag árið 1917. ANDLÁT Bjarni Sigurðsson, til heimilis á Hlíðar- vegi 45, Siglufirði, lést mánudaginn 2. ágúst. Gísli Sigurtryggvason bifreiðastjóri, Skjóli, (áður Steinagerði 2), lést mánu- daginn 2. ágúst. Guðmundur Eiríksson, frá Þingeyri, Engi- hjalla 3, Kópavogi, er látinn. Guðríður Bergmann Crowley, frá Fugla- vík á Miðnesi, lést í Bandaríkjunum mið- vikudaginn 28. júlí. Útför hefur farið fram. Jens Hinriksson vélstjóri, Langholtsvegi 8, lést mánudaginn 2. ágúst. JARÐARFARIR 13.30 Eiríkur Jónsson múrarameistari, Rauðhömrum 12, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 14.00 Helgi Kr. Einarsson, Hjarðarlandi, Biskupstungum, verður jarðsung- inn frá Skálholtsdómkirkju. 14.00 Magnús Jónsson, Sunnubraut 5, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Sigríður Ellertsdóttir, dvalarheimil- inu Ási, Hveragerði, áður Engihjalla 1, Kópavogi, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju. 15.00 Snorri G. Guðmundsson, Traðar- landi 2, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Þorsteinn Björnsson, frá Karls- skála, verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík. Þennan dag árið 1890 var William Kemmler tekinn af lífi í raf- magnsstól í Auburn-fangelsinu í New York. Þetta var í fyrsta skip- ti sem rafmagnsstóll var notaður til þess að framfylgja dauðadómi. Kemmler var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt ástkonu sína, Matildu Ziegler, með exi. Fram að því höfðu menn eink- um verið líflátnir með hengingu, en það var tannlæknirinn Albert Southwick sem fyrstur kom fram með þá hugmynd að „mannúð- legra“ gæti verið að taka fólk af lífi með rafmagni. Mörgum þótti erfitt að horfa upp á hengda glæpamenn tóra í allt að hálftíma hálsbrotnir í snörunni, þar til þeir loks köfnuðu. Hugmyndina að rafmagns- stólnum fékk Southwick árið 1881 við að sjá aldraðan drykkjumann láta lífið „sársaukalaust“ þegar hann rak sig utan í rafal. Þegar þessi nýja aðferð var reynd í fyrsta sinn streymdu um 700 volt í líkama Kemmlers í 17 sekúndur, en þá rofnaði straumur- inn. Brunalykt fyllti herbergið, en Kemmler var hreint ekki látinn. Því var gerð önnur tilraun, að þessu sinni með 1.030 volt sem streymdu í tvær mínútur. Reykur steig upp af höfði Kemmlers, og hann var greinilega látinn. ■ ÞETTA GERÐIST FYRSTA AFTAKAN Í RAFMAGNSSTÓL 6. ágúst 1890 „Mér leiðast bíómyndir, sérstaklega mínar eigin.“ Þetta sagði leikarinn magnaði, Robert Mitchum, þegar talið barst einhverju sinni að bíómyndum. Átti að vera mannúðlegra Tvítugur með þrjátíu ára reynslu JÓN ÓLAFSSON: ER 50 ÁRA Í DAG Það var glatt á hjalla í Hafnarfirði þegar vinningar voru afhentir í ratleik bæjarins sem nefndist „Flugléttur leikur“ og var flug- miði fyrir tvo innanlands í fyrstu verðlaun. Systkinin Davíð og Júlía Auð- unsbörn voru að vonum ánægð þegar þau tóku við flugmiðunum úr hendi Lúðvíks Geirssonar, bæj- arstjóra. Seinni ratleikurinn hefur þegar verið útbúinn í útjaðri bæj- arins í Stekkkjarhrauni og Lækj- arbotnum. Ratleikskortið má fá í þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. ■ Leikgleði ráðandi í Hafnarfirði AFMÆLI Þann 28. júlí varð Þorsteinn Þór Gunn- arsson 50 ára. Af því tilefni bjóða hann og kona hans, Sigrún Jó- hannsdóttir, vinum og vandamönnum að fagna þessum tíma- mótum með þeim í dag, klukkan 19-22 í Álftamýri 1, 2. hæð. Bjarnfríður Leósdóttir verkalýðsleiðtogi er 80 ára. JÓN ÓLAFSSON Nýtur þess að lifa og hrærast í hinum stóra heimi þessa dagana. Hann mun þó halda fimmtugs afmælisveisluna í Reykjavík. RAFMAGNSSTÓLL Í FLÓRÍDA Þessi stóll var tekinn í notkun árið 1999. VINNINGSHAFARNIR Lúðvík Geirsson afhenti systkinunum Davíð og Júlíu Auðunsbörnum fyrstu verðlaun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.