Fréttablaðið - 06.08.2004, Side 40

Fréttablaðið - 06.08.2004, Side 40
32 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR ■ MYNDLISTARSÝNING ■ ■ SAMKOMUR  13.00 Handverkshátíðin Handverk 2004 að Hrafnagili í Eyjafjarðar- sveit. ■ ■ LISTAOPNANIR  Ásta Björk Friðbertsdóttir sýnir í Listmunahorninu í Árbæjarsafni. Sýningin stendur til 13. ágúst. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Hljómsveitin Icelandic Sound Company (ISC) heldur tónleika á Hjalteyri.  21.00 Andrés Þór djassgítarleikari og Simon Jermyn spila á kaffi Nauthól.  21.30 Svare/Thoroddsen tríó leik- ur á Django Jazz Festival í Ketil- húsinu á Akureyri.  22.00 Gummi Jóns leikur og syng- ur á Hópinu, Tálknafirði.  23.00 Hölt hóra og Jan Mayen á Grand Rokk. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Rímnastríð 2004 verður haldið á Gauknum í kvöld.  23.00 Hljómsveitin Furstarnir leik- ur fyrir dansi á Kringlukránni.  Dúettinn Halli og Kalli skemmtir á Ara í Ögri.  Atli skemmtanalögga á Hressó.  Brimkló spilar á Players í Kópavogi.  DJ Ísi verður í búrinu á Nasa við Austurvöll.  DJ Andri á Hverfisbarnum.  Palli í Maus á Laugavegi 22.  Doktorinn á Felix.  Spilafíklarnir skemmta á Dubliner.  Strákarnir í Kung Fú lofa banastuði á Lundanum í Eyjum Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Leiðist barninu í bílnum? Splunkunýjar hljóðbækur á CD Lína langsokkur Hrói höttur Grimms-ævintýri Skemmtilegu smábarnabækurnar Verð frá kr. 1.790 Fást í bókabúðum og hjá Olís. Hægt að panta í síma 820-0782 eða á hljodbok.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Föstudagur ÁGÚST Myndlistartvíæringurinn Trommu- sóló B1 verður haldinn í húsakynn- um KlinK og BanK í dag og á morg- un. Að tvíæringnum stendur mynd- listardeild Lorts, en fyrir tveimur árum var myndlistarsýning Lorts haldin að Ránargötu 3a, og hét þá Trommusóló R3a. „Það var í heimahúsi þá og tölu- vert minna í sniðum,“ segir Ragnar Bragason, talsmaður Lorts. Á myndlistarsýningunni verða „myndlistarverk af öllum stærðum og gerðum, bæði málverk, innsetn- ingar, vídeólist, ljósmyndir, allt sem flóran tekur.“ Meðal sýnenda má nefna Davíð Örn Halldórsson Hamar, Bjarna Massa, Kristján Loðmfjörð, Val- garð Bragason, Huldu Vilhjálms- dóttur, Ólaf Egil Egilsson, Claus Nielsen og Stephan Felguth. Og er þá fátt eitt talið. „Þetta eru listamenn frá tveim- ur heimsálfum, flestir í yngri kant- inum,“ segir Ragnar. Í tengslum við myndlistarsýn- inguna verða haldin tónlistarkvöld, bæði í kvöld og annað kvöld, þar sem koma fram sjö hljómsveitir. Í kvöld spila Forhúð forsetans, Út- burðir, TZMP og Helmes og Dalle. Annað kvöld koma síðan fram Am- ina, Skakkamanage og Kimono. „Þarna spila bæði strengjakvar- tett og rappdúett, einhvers konar rokkhljómsveit og pönkhljómsveit líka. Alls konar tónlist.“ Á laugardag verða auk þess framdir þrír gjörningar. Gjörning- ana fremja þeir Davíð Þór Jónsson, sem er betur þekktur sem píanó- leikari, Gunnlaugur Egilsson, sem er dansari, og svo Baldur Björns- son, sem er eini myndlistarmaður- inn í þeim hópi. „Við verðum að hafa þetta með til þess að leyfa fólki að tjá sig,“ segir Ragnar, en tekur fram að sjálfum leiðist sér gjörningar. „Það liggur í eðli gjörningsins að vera fáviti og fara yfir strikið.“ Félagarnir í Lorti hafa verið að velta því fyrir sér hvers vegna þeir létu þessa hátíð sína heita Trommu- sóló, og komast helst að þeirri nið- urstöðu að þarna verði taumlaust sóló á öllum vígstöðvum. „Öllum finnst gaman að taka sóló. Þarna verður líka opið trommusett á milli tónlistaratriða þar sem fólk getur tekið sóló á eig- in ábyrgð.“ ■ AÐSTANDENDUR TVÍÆRINGSINS Mikill fjöldi listamanna stendur að myndlistartvíær- ingnum Trommusóló B1, sem haldinn verður í húsa- kynnum KlinK og BanK. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Taumlaus sóló í KlinK og BanK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.