Fréttablaðið - 14.05.2004, Side 6

Fréttablaðið - 14.05.2004, Side 6
6 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 74,2 -0,13% Sterlingspund 130,9 -0,56% Dönsk króna 11,78 -0,50% Evra 87,83 -0,33% Gengisvístala krónu 123,65 -0,33% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 378 Velta 10.557 milljónir ICEX-15 2.689 0,46% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 337.685 Síldarvinnslan hf. 229.885 Marel hf. 167.825 Mesta hækkun Marel hf. 2,58% Burðarás hf. 2,00% Straumur fjárfestingarbanki hf. 1,57% Mesta lækkun Össur hf -1,74% Flugleiðir hf. -1,33% Landsbanki Íslands hf. -0,62% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.000,6 -0,4% Nasdaq* 1.921,6 -0,2% FTSE 4.453,8 0,9% DAX 3.824,9 1,3% NK50 1.356,6 -0,1% S&P* 1.092,4 -0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hver er formaður Landssambands líf-eyrissjóða? 2Ein af stofnunum borgarinnar braut ádögunum jafnréttislög. Hvaða stofnun var það? 3Hvaða verslunarkeðju keypti Baugurí vikunni í félagi við aðra? Svörin eru á bls. 50 Kristinn H. Gunnarsson segist vinna með Framsókn- arflokknum: Geta flokksmenn treyst viðskiptaráðherra ALÞINGI Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, vísar því alger- lega á bug að flokkurinn geti ekki lengur treyst á hann í erfiðum mál- um, eins og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra fullyrti í blaðinu í gær, en Kristinn var gagnrýndur fyrir að standa ekki með flokknum í veigamiklum málum. Hann segir engin dæmi þess að hann hafi greitt atkvæði gegn ákvæðum stjórnar- sáttmála eða flokkssamþykktar. „Hins vegar tel ég að fjölmiðla- frumvarpið brjóti í bága við stjórn- arskrána. Ég tel líka að ákvæði í hlerunarfrumvarpi dómsmálaráð- herra og ákvæði um aldursmörk í útlendingalögum séu mjög slæm. Valgerður getur ekki treyst því að ég samþykki allt það sem hún sam- þykkir í ríkisstjórn og mér finnst spurningar hafa vaknað um hvort flokksmenn og stuðningsmenn Framsóknarflokksins geti treyst því að ráðherra fylgi fram þeim sjónarmiðum sem flokkurinn styð- ur,“ segir Kristinn. „Ég vinn með Framsóknar- flokknum, samþykktum flokksins og sjónarmiðum flokksmanna, sem hverjir af fætur öðrum hafa ályktað um að fjölmiðlafrumvarpinu eigi að frestað,“ bætir hann við.■ VIÐSKIPTI „Mér finnast áhyggjur af hringamyndun ekki raunhæfar. Við erum ný sloppin út úr ástandi, sem varði næstum í heila öld, þar sem voru tvö viðskiptaveldi,“ seg- ir Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs Landsbanka Íslands, en Félag við- skipta- og hagfræðinga hélt há- degisverðarfund í gær um hringa- myndun, viðskiptablokkir og sam- þjöppun. Yngvi segir að á síðustu tíu til fimmtán árum hafi mynd- ast um fimmtán fjárfestahópar, ekki einungis Baugur og Sam- son. Hóparnir hafi ekki sýnt neina tilburði til að mynda auð- hringi þó að vissulega séu þetta auðugir menn. Hann seg- ir að áður hafi verið mikið lagt upp úr völdum og stjórnmála- legum tengslum en í dag sé það ekki eins ríkt í mönnum og var þá. „Áherslan er meira lögð á rekstr- arárangur, kannski vegna þess að fjárfestingahóparnir hafa horft um öxl og séð það sem varð gömlu viðskiptaveldunum að falli. Þegar meira var hugsað um völd en ár- angur.“ Yngvi segir íslensku fjárfesta- hópana vera tiltölulega marga. Að vísu séu ákveðnir markaðir þar sem er fákeppni og menn hafi markaðsráðandi stöðu en það sé líka raunin í okkar nágrannalönd- um. Hann segir markaðshlutfall þriggja stærstu fyrirtækjanna í matvæladreifingu í Skandinavíu vera jafn stórt og á Íslandi. „Lög- gjöfin sem tekin hefur verið upp á grundvelli Evrópska efnahags- svæðisins er sniðin að þessum að- stæðum og Ísland hefur enga raunverulega sérstöðu. Ef lög- gjöfin er talin virka þar ætti hún líka að virka hér.“ Yngvi segir að ekki sé þörf á að breyta sam- keppnislögum en það mætti jafn- vel efla Samkeppnisstofnun. Yngvi segir sína niðurstöðu vera að ástand viðskiptalífsins á Íslandi sé harla gott í augnablik- inu. Hér séu um fimmtán kraft- miklir og áhugasamir hópar sem eru duglegir að leita að tækifær- um. Þeir breyti gömlum fyrir- tækjum og snúi við fyrirtækjum sem lent hafa í rekstrarerfiðleik- um. „Mér finnst þetta vera að- stæður sem ættu áfram að geta skapað þá stöðu að hér séu góð lífskjör og hér skapist skemmti- leg atvinnutækifæri fyrir mennt- að vinnuafl. hrs@frettabladid.is Ný vísitala: Verð fram- leiðslu lækkar VÍSITÖLUR Verð sjávarafurða hefur lækkað um 3,9 prósent milli árs- fjórðunga, samkvæmt vísitölu framleiðsluverðs sem Hagstofa Íslands hefur birt. Þetta er í fyrst- a skiptið sem vísitala er birt sem mælir breytingar á verði sem framleiðendur fá fyrir fram- leiðslu sína. Í heild lækkar verð innlendrar framleiðslu um 1,9 prósent á tímabilinu. Lækkun sjávarafurða skýrist að mestu af styrkingu krónunnar. Verð sjávar- afurða hefur lítið sem ekkert breyst í erlendum myntum. Fram- leiðsluvísitalan verður birt árs- fjórðungslega. ■ CARMEN Á ESKIFIRÐI Íslenska óperan setur upp Carmen eftir Bizet á Eskifirði í samvinnu við Óperustúd- íó Austurlands. Fjarðabyggð: Carmen á Eskifirði AUSTURLAND Einhver þekktasta ópera sem skrifuð hefur verið, Carmen, eftir franska tónskáldið Georges Bizet, verður sýnd á Eski- firði í kvöld. Það er Íslenska óperan í samstarfi við Óperustúdíó Austur- lands sem stendur að uppfærslunni. Undanfarna daga hefur kirkjunni og menningarmiðstöðinni á Eskifirði verið breytt í sögusvið óperunnar. Æfingar hafa staðið yfir undan- farnar vikur, bæði eystra og í Reykjavík. Fyrsta sameiginlega æf- ingin á sviði var á þriðjudagskvöldið. Með einsöngshlutverk fara Sesselja Kristjánsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Hulda Björk Garð- arsdóttir, frá Íslensku óperunni og Keith Reed, Þóra Guðmannsdóttir, og Margrét Lára Þórarinsdóttir, frá Óperustúdíói Austurlands. Sextán manna kór Óperustúdíósins og fjög- urra manna hljómsveit taka enn- fremur þátt í sýningunni. ■ BÓKASAFN ALEXANDRÍU FUNDIÐ Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið hið merka bókasafn Alex- andríu, hinnar fornu höfuðborgar Egyptalands. Við uppgröft hafa fundist minjar sem benda til stórra lestrarsala en samkvæmt gömlum sögnum var bókasafnið eitt hið fyrsta og merkasta í sög- unni. VIÐSNÚNINGUR Velta Opinna kerfa óx um 62 prósent á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins nam 58 milljónum króna, en tæplega 40 milljón króna tap var fyrir sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrir af- skriftir nam rúmum 160 milljónum króna og jókst um 40 prósent. For- svarsmenn fyrirtækisins vænta þess að markaður félagsins á Norð- urlöndum taki við sér á árinu. SÖLUHAGNAÐUR Rekstur Trygg- ingamiðstöðvarinnar skilaði rúm- um milljarði í hagnað eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið við 160 milljón króna hagnað fyrir sama tímabil í fyrra. Afkomubati félagsins skýrist að mestu af söluhagnaði fjárfestinga á tímabilinu. ■ VIÐSKIPTI Forsætisráðherra hótaði umboðs- manni Alþingis – hefur þú séð DV í dag? DEILT UM TRAUST Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, vísar því á bug að flokkurinn geti ekki leng- ur treyst á hann í erfiðum málum, eins og viðskiptaráðherra fullyrðir. „Valgerður getur ekki treyst því að ég samþykki allt það sem hún samþykkir í ríkisstjórn,“ segir hann. FUNDUR HJÁ FÉLAGI VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Á fundinum voru fyrirlesarar sammála um að ekki þyrfti að breyta samkeppnislögum, ef eitthvað væri þyrfti að efla Samkeppnisstofnun þar sem hún væri fáliðuð. „Löggjöfin sem tekin hefur verið upp á grund- velli Evrópska efnahags- svæðisins er sniðin að þessum að- stæðum og Ísland hefur enga raun- verulega sér- stöðu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ VÍSINDI Áhyggjur af hringa- myndun óraunhæfar Yngvi Örn Kristinsson, hjá Landsbanka Íslands, segir áhyggjur af hringamyndun ekki raunhæfar. Þjóðin sé nýsloppin út úr ástandi, sem varði næstum í heila öld, þar sem voru tvö viðskiptaveldi. 06-07 13.5.2004 22:11 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.