Fréttablaðið - 14.05.2004, Side 61

Fréttablaðið - 14.05.2004, Side 61
41FÖSTUDAGUR 14. maí 2004 Markús Máni Michaelson: Hefði viljað kveðja með titli HANDBOLTI Markús Máni Michaels- son Maute var að leika kveðjuleik sinn fyrir Val, í bili að minnsta kost, en hann er á förum í atvinnu- mennsku til Þýskalands. Hann stóð sig frábærlega í leikn- um og skoraði 11 mörk en hefði auð- vitað viljað enda á betri nótum: „Það hefði verið gaman að kveðja með titli en það bíður betri tíma – ég kem einhvern tímann aftur. Mín spilamennska var ekki nógu góð í tveimur fyrstu leikjun- um og er í raun ekki kominn í neitt sérstaklega gott form eftir þessi meiðsli. Það var stígandi í mínum leik en því miður var ég ekki tilbúinn í tveimur fyrstu leikjunum á móti Haukum. Við vorum á toppnum í allan vetur og því er það gríðarlega svekkjandi að missa þetta niður, bæði í deild- inni og svo nú. Við erum búnir að vera virki- lega óheppnir með meiðsli í vetur sem settu stórt strik í reikninginn og við eigum töluvert mikið inni og ég veit að Valsmenn koma sterkir til leiks á næsta keppnis- tímabili,“ sagði Markús Máni sem nú hverfur á braut. ■ Einfaldlega langbestir Haukar Íslandsmeistarar í handbolta annað árið í röð. Sópuðu Val í einvíginu um titilinn, 3-0. HANDBOLTI Það þarf enginn að efast um það lengur – Haukar eru með langbesta handboltaliðið á Íslandi í dag. Þeir urðu í gær fyrsta liðið í sögunni til að vinna úrslitaeinvíg- ið um Íslandsmeistaratitilinn, 3-0. Lokatölur í þriðja leik liðanna voru 33-31 en sigurinn var örugg- ari en lokatölurnar gefa til kynna. Haukar eru svo sannarlega verð- ugir meistarar því þeir bera öll karaktereinkenni sanns meistara- liðs. Leikurinn á Ásvöllum í gær var hin besta skemmtun. Valsmenn ætluðu greinilega að selja sig dýrt því þeir mættu vel stemmdir og náðu 2-0 forystu. Haukarnir voru fljótir að svara og liðin skiptust síðan á að halda forystunni fram að hlé. Þegar gengið var til bún- ingsherbergja höfðu heimamenn eins marks forystu, 16-15. Sama barátta var í byrjun síð- ari hálfleiks en þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálf- leik stigu Haukarnir á bensínið – skoruðu fjögur mörk í röð og náðu fjögurra marka forystu, 25-21. Þarna kláraðist leikurinn í raun því Valsmenn náðu aldrei að ógna Haukum eftir þessa rispu. Annað skiptið í röð hafði slæmur kafli í byrjun síðari hálfleiks fellt Vals- menn. Minnti reyndar um margt á íslenska landsliðið sem hefur tap- að ófáum leikjum vegna slæms kafla. Lið Hauka var frábært í þess- um leik, og reyndar allt einvígið. Vörnin var til mikils sóma þar sem turnarnir þrír – Shamkuts, Pauzuolis og Vignir – réðu ríkjum. Vignir átti einnig stórleik í sókn- inni – opnaði vel fyrir félaga sína og var duglegur að koma sér í færi. Ásgeir Örn var frábær enn eina ferðina. Sá strákur verður betri með hverjum leiknum og er leitun að betri leikmanni en hon- um á landinu. Ekki skemmir fyrir hversu mikið honum hefur farið fram sem varnarmanni. Allir aðr- ir stóðu vel fyrir sínu og það er þessi frábæra liðsheild sem hefur fleytt Haukum alla leið á toppinn. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu liði og hver einasti leikmaður skilar sínu til liðsins. Svo má ekki gleyma markverðin- um Birki Ívari sem hefur farið hamförum og engin breyting varð á því í gær. Það verður verulega erfitt fyrir Guðmund landsliðs- þjálfara að ganga fram hjá honum fyrir Ólympíuleikana. Allir voru sammála um að ef Valur ætti að eiga möguleika í þessum leik þá yrðu Heimir Örn og Markús Máni að rífa sig upp. Það gerðu þeir en því miður fyrir Valsmenn þá voru flestir félagar þeirra meðvitundarlausir á með- an. Heimir og Markús héldu sín- um mönnum á floti lengi vel, biðu eftir félögum sínum en þeir komu aldrei. Tvö mörk á aðra leikmenn utan af velli er einfaldlega of lítið þegar lið eru að keppa gegn Hauk- um um Íslandsmeistaratitilinn. henry@frettabladid.is Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, vann sinn fjórða Íslandsmeistaratitil á fimm árum í gærkvöld: Væri óneitanlega gaman að hætta á toppnum FÓTBOLTI Halldór Ingólfsson var að taka á móti Íslandsmeistaratitlin- um í fjórða skiptið á síðustu fimm árum og segist ekki kominn með leið á því: „Við vorum gríðarlega vel stemmdir í þessu einvígi og algjör- lega tilbúnir frá A til Ö í öllum leikjunum. Þetta var kvöldið sem mátti ekki klikka því þetta var í fyrsta skiptið sem lokaúrslit vinn- ast 3-0 og í fyrsta skipti sem við tökum á móti titlinum hér á Ásvöll- um og af þessu vildi ég alls ekki missa – það kom því ekki til greina neitt annað en sigur í þessum leik. Það er ekki leiðinlegt að taka á móti þessum titli en ég ætla að skoða mín mál í rólegheitunum. Þó að óneitanlega væri gaman að hætta á toppnum finnst mér ég ekki vera búinn sem leikmaður. Liðið verður án efa með þeim bestu á næstu árum og nóg af ung- um strákum sem eru tilbúnir í slaginn en ég ætla að sjá til,“ sagði Halldór, sem fór gríðarlega vax- andi í úrslitakeppninni eftir erfið nárameiðsl í vetur. Erum langbestir Andri Stefan er einn allra efni- legasti leikstjórnandinn sem við eigum og hann var brattur eftir leik enda varð honum að ósk sinni – Haukar komust í frí fyrir helgi: „Það er frábært að vera búinn að klára þetta og tilfinningin er ynd- isleg. Nú verður bara gott Júró- visjonpartí á laugardaginn en það hefði óneitanlega skemmt aðeins þá stemmningu að þurfa að spila við Valsmenn daginn eftir það,“ sagði Andri og hló dátt og bætti við: „Núna er þetta bara fullkomið, það gekk eftir það sem við ætluð- um en það var að verða fyrstir til að klára lokaúrslit 3-0 og við erum búnir að sanna hér í eitt skipti fyr- ir öll að við erum langbestir hér á Íslandi – ég ætla ekkert að segja meira,“ voru lokaorðin hjá Andra Stefan í sigurvímu. ■ MEISTARARNIR FAGNA Það var mikil gleði á Ásvöllum í gær þegar Halldór Ingólfsson lyfti bikarnum annað árið í röð. Halldór sést hér með markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni og hornamanninum Jóni Karli Björnssyni. Stefán Logi Magnússon: Samdi við Þrótt FÓTBOLTI Markvörðurinn Stefán Logi Magnússon skrifaði í gær- kvöld undir samning við 1. deildar lið Þróttara. Stefán Logi lék með Víkingum í fyrra en spilaði ekki einn einasta leik. Hann var á mála hjá enska 1. deildarliðinu Bradford veturinn á undan. Stefán Logi, sem er 24 ára gamall, á einnig að baki dvöl hjá þýska stórliðinu Bayern Münch- en. Hann lék þrettán leiki með U-19 ára landsliðinu og átta leiki með U-17 ára landsliði Íslands. ■ ANDRI STEFAN LYKILMAÐUR HAUKA Sáttur með sigurinn enda kemst hann í gott Júróvisjónpartí á laugardaginn. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 9 Halldór Ingólfsson 7/3 Þorkell Magnússon 5 Vignir Svavarsson 4 Þórir Ólafsson 3 Andri Stefan 3 Aliaksandr Shamkuts 1 Robertas Pauzuolis 1 Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 19/2 Mörk Vals: Markús Máni Michaelsson 11/1 Heimir Örn Árnason 7 Baldvin Þorsteinsson 5/3 Bjarki Sigurðsson 2 Hjalti Gylfason 2 Hjalti Pálmason 1 Freyr Brynjarsson 1 Sigurður Eggertsson 1 Brendan Þorvaldsson 1 Varin skot: Pálmar Pétursson 10 Örvar Rúdolfsson 5 Roland Eradze 1/1 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 60-61 (40-41) Sport 13.5.2004 22:22 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.