Fréttablaðið - 14.05.2004, Side 62

Fréttablaðið - 14.05.2004, Side 62
42 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR AP /M YN D AP /M YN D AP /M YN D AP /M YN D Æsileg sviðsframkoma vakti athygli Undankeppni Eurovision-söngvakeppninn- ar fór fram í Abdi Apekci-höllinni í Istanbúl í fyrrakvöld. Tíu þjóðir af 22 komust áfram í lokakeppnina sem haldin verður annað kvöld. Frændur vorir Danir voru á meðal þeirra sem féllu úr keppni þrátt fyrir góða takta íslenskættaða flytjandans Tómasar Þórðarsonar. Kynnarnir Meltem Cumbul og Korhan Abay stóðu sig með prýði sem og þjóðirnar sem tóku þátt. Var öll umgjörð Tyrkjanna hin glæsilegasta og greinilegt að mikill metnaður hefur verið lagður í keppnina þar í landi. Sviðsframkoma margra kepp- enda vakti athygli og sérstaklega þótti söngatriði Deen frá Bosníu og Herse- góvínu vera í svæsnari kantinum. Það virk- aði engu að síður alveg eins og til var ætlast því hann var einn hinna lukkulegu sem komust áfram í lokakeppnina. Þar mun hann meðal annars etja kappi við Jónsa okkar, sem stígur á svið á eftir gríska goðinu Sakis Rouvas sem einnig komst áfram úr undankeppninni. ■ ÞJÓÐIRNAR SEM KOMUST ÁFRAM Serbía Svartfjallaland Malta Holland Albanía Úkraína Króatía Bosnía-Hersegóvína Makedónía Grikkland Kýpur GRÍSKA GOÐIÐ Grikkinn Sakis Rouvas var goði lík- astur þegar hann söng lagið Shake It, eða Hristu það. Aðstoðarkonur hans létu hann ekki í friði á sviðinu og rifu hann úr fötunum. MARGAR HENDUR Hendur virtust vaxa á Tose Proeski frá Makedóníu þegar hann söng lagið Angel Si Ti af mikilli innlifun. SVALIR HOLLENDINGAR Hollenski dúettinn Re-union söng lagið Without You og fórst það vel úr hendi. SVÆSNAR STELLINGAR Deen frá Bosníu-Herzegóvínu syngur lagið In the Disco í Abdi Ipekci-höllinni í fyrrakvöld. Eins og sjá má var sviðsframkoma hans æsileg svo ekki sé meira sagt. ■ JÚRÓVISJÓN 62-63 (42-43) Fólk 13.5.2004 20:32 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.