Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 2

Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 2
2 15. maí 2004 LAUGARDAGUR “Nei, ég þarf að drusla mér í ýmis verk sem bíða mín næstu daga og það verður ekkert legið á melt- unni.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fór mikinn á Alþingi í gær og kallaði forsætisráð- herra gungu og druslu þar sem ráðherra sýndi engan áhuga á að hlusta á rök minnihlutans gegn fjölmiðlafrumvarpinu. SPURNING DAGSINS Steingrímur, á svo bara að druslast heima um helgina? Algjörlega vanhæfur Davíð Oddsson forsætisráðherra segir forseta Íslands vanhæfan til að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið vegna tengsla sinna við forstjóra Norður- ljósa og þar sem dóttir hans starfi fyrir Baug. STJÓRNMÁL „Það er augljóst að Ólafur Ragnar Grímsson er for- seti allrar þjóðarinnar og getur ekki gengið er- inda eins auð- hrings,“ sagði Davíð Oddsson f o r s æ t i s r á ð - herra í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjalta- dóttur, frétta- mann Sjón- varpsins, í gær- kvöld en áður hafði hann neit- að öðrum fjöl- miðlum um við- tal. Aðspurður hvort hann teldi ólíklegt að Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, staðfesti lög þau um eignarhald á fjölmiðlum sem liggur fyrir Alþingi sagðist hann enga hug- mynd um það hafa. „En í mínum huga er það klárt að það getur hann ekki af tveim- ur ástæðum. Vegna þess að lög- menn deila um það hvort synjun sé á valdi forsetans eða ráðherra. Ef hin túlkunin er rétt þá er þetta í eina skiptið miðað við stjórnar- skrána sem þetta er persónulegt vald forsetans að geta synjað og þá vakna allar vanhæfisreglur sem við búum við í þessu landi og ef einhver er vanhæfur til að taka á þessu máli þá er það Ólaf- ur Ragnar Grímsson.“ Forsætisráðherra færði þau rök fyrir máli sínu að forstjóri Norðurljósa væri jafnframt for- maður stuðningsmannafélags Ólafs Ragnars og að forsetinn hafi ítrekað boðið til veislu í hvert sinn sem Stöð 2 hafi fengið lán hjá erlendum lánastofnunum og þar fyrir utan ynni dótt- ir forsetans hjá Baugi. „Ef einhver er algjör- lega vanhæfur til að synja þessum lögum þá er það forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son. Þannig að hvoru megin sem lögfræðitúlk- unin liggur þá er algjör- lega ljóst að hann getur ekki synjað þessum lögum.“ Forsætisráðherra gagnrýndi ennfremur skyndilega heimkomu forsetans og sagði óskiljanlegt hvaða erindi Ólafur ætti hér á landi sem væru merkilegri en brúðkaup danska prinsins. „Það verða engin mál afgreidd hér í þessari eða næstu viku en brúð- kaupið stendur ekki lengi og þar hafði hann lofað komu sinni. Við þurfum að útskýra fyrir dönsku ríkisstjórninni og konungsfjöl- skyldunni hvað hafi bjátað á og það botnar enginn neitt í þessu.“ Davíð vildi þó ekki meina að um einhverja togstreitu væri að ræða milli forsetaembættisins og Alþingis. „Það er engin tog- streita í gangi og hefur aldrei verið í 60 ár.“ Ekki náðist í Halldór Ás- grímsson utanríkis- ráðherra né heldur Davíð Oddsson f o r s æ t i s r á ð - herra. Hjá skrif- stofu forseta Ís- lands fengust þær upplýsingar að forsetinn vildi ekki tjá sig um ummæli forsætis- ráðherra. albert@frettabladid.is ÍRAK, AP Harðir bardagar geysuðu í írösku borginni Najaf þegar Bandaríkjaher réðist gegn vígjum andspyrnumanna í borginni. Bar- dagarnir stóðu yfir klukkustund- um saman og bárust víða um borgina. Stór hluti átakanna átti sér stað í grafreit borgarinnar sem er tal- inn vera sá stærsti í heimi. Þar úir og grúir af legsteinum og graf- hýsum sem veita hermönnum og andspyrnumönnum gott skjól. Bandaríkjaher sendi skriðdreka sína inn í grafreitinn til að berjast við andspyrnumenn en reykjar- mökkur lagðist yfir grafreitinn. Að sögn lækna á sjúkrahúsi borgarinnar féllu fjórir Írakar í bardögunum í gær og 26 særðust, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Musteri Imam Ali, einn helgasti staður sjíamúslima, varð fyrir skemmdum í bardögunum. Bæði Bandaríkjamenn og and- spyrnumenn sem fylgja klerknum Muqtada al-Sadr kenndu hvor öðr- um um. ■ Eldur að Stóruvöllum: Annar brun- inn á árinu BRUNI Í annað skiptið á tæpum fjórum mánuðum kom upp eldur í kerta- og tólgaverksmiðjunni við bæinn Stóruvelli í Bárðadal í gær. Engan sakaði. Að sögn lögreglu brunnu tveir gámar sem innréttaðir höfðu ver- ið og notaðir til bráðabirgða undir kerta- og tólgaframleiðsluna síð- an útihúsin við bæinn brunnu í lok janúar. Tilkynnt var um eldinn um klukkan átta í gærmorgun og fór slökkviliðið í Þingeyjarsveit og slökkvilið Húsavíkur strax á stað- inn. Slökkvistarfið gekk vel en lík- legt er talið að upptök eldsins megi rekja til rafmagnshellu sem búið var að kveikja á. Þegar eldur kom upp í útihús- unum 25. janúar varð mikið eignatjón á framleiðslutækjum og húsunum sjálfum. Þá urðu smávægilegar reykskemmdir á íbúðarhúsnæði við útihúsin og bílum sem stóðu við þau. Tjónið nú er metið á milljónir króna en allur nýi vélbúnaðurinn og tæki sem keypt voru eftir fyrri brun- ann eru ónýt. ■ Steingrímur J. Sigfússon: Þetta gengur ekki STJÓRNMÁL „Þetta voru gríðarlega föst skot,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um orð forsætisráðherra um forseta Íslands. „Þegar á orrahríð forsætisráð- herra og forsetans stóð fyrr í vet- ur taldi ég mig tala fyrir munn stórs hluta þjóðarinnar þegar bað mennina um að vinsamlegast hætta þessu. Þeir ættu að gjöra svo vel að koma samskiptum sín- um í eðlilegt horf. Það sama gildir áfram. Ég segi bara ósköp einfald- lega – þetta gengur ekki.“ ■ FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ R-listinn er á móti fjölmiðlafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar í núverandi mynd og hyggst leggja fram tillögu að bókun á borgarráðsfundi á þriðju- daginn þar sem þess verður kraf- ist að ríkisstjórnin stofni ekki rekstri fjölmiðlafyrirtækja og at- vinnuöryggi starfsfólks þeirra í hættu. „Vegna umræðu um starfsum- hverfi fjölmiðla vill borgarráð vekja athygli þingmanna á nauð- syn þess að fjölmiðlar búi við stöðugleika og öruggt lagaum- hverfi ekki síður en önnur at- vinnustarfsemi í Reykjavík,“ seg- ir meðal annars í tillögu R-listans. „Fjölmiðlarekstur og útgáfa er mikilvæg atvinnugrein í Reykja- vík. Nægir að nefna að milli tvö til þrjú þúsund einstaklingar starfa við fjölmiðla og þar með eiga jafn- margar fjölskyldur lífsafkomu sína að hluta eða heild undir blóm- legum rekstri fjölmiðla. Gera verður þá kröfu að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar stofni ekki rekstri fjölmiðlafyrirtækja og atvinnuör- yggi starfsfólks í hættu nema brýna nauðsyn beri til og ljóst sé að mildari úrræði nái ekki sömu markmiðum. Borgarráð hvetur því til vandaðrar og ítarlegrar umræðu um málið og að málið verði ekki afgreitt með hraði.“ Alfreð Þorsteinsson segir að á sama tíma og borgaryfirvöld séu að reyna að efla atvinnulífið með virkjunarframkvæmdum og öðru slíku ætli ríkisstjórnin með einni lagasetningu að skapa at- vinnuleysi hjá jafnvel enn meiri fjölda en borgin sé að reyna að skapa atvinnu fyrir. Það gangi ekki. ■ „Þannig að hvoru megin sem lögfræði- túlkunin ligg- ur þá er al- gjörlega ljóst að hann get- ur ekki synjað þessum lög- um. ALFREÐ ÞORSTEINS- SON Formaður borgarráðs segir að það gangi ekki að ríkisstjórnin sé að setja lög sem valdi fjöldi fólks í borginni eigi á hættu að missa atvinn- una. R-listinn er á móti fjölmiðlafrumvarpinu í núverandi mynd: Atvinnuöryggi starfsfólks verði ekki stofnað í hættu Harðir bardagar í Írak: Barist innan um legsteina Najaf REYKUR YFIR GRAFREITNUM Bandarískir skriðdrekar héldu inn í grafreit- inn þar sem fylgismenn Muqtada al-Sadr höfðust við. Össur Skarphéðinsson: Biðjist af- sökunar STJÓRNMÁL „Forsætisráðherra ætti tafarlaust á morgun að biðja for- seta lýðveldisins og þjóðina alla afsökunar á því orðbragði sem hann notaði gagnvart forseta lýð- veldisins,“ segir Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingar- innar, um þau ummæli sem for- sætisráðherra lét falla um forseta Íslands í Sjónvarpinu í gær. „Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt af þvílíkri framkomu gagnvart þjóðhöfð- ingjanum. Nú er það svo að við sem stöndum í eldlínu stjórnmál- anna lendum oft í orrahríð en menn verða að geta hafið sig upp úr persónulegu skaki og það er grundvallarkrafa að börn okkar séu friðhelg. Mér brá þegar ég heyrði forsætisráðherra ráðast með þessum hætti á persónu og fjölskyldu forsetans. Það er ósæmilegt og með tillti til þess að forsætisráðherra er alþingismað- ur þá er það mín skoðun að hann hafi orðið Alþingi til skammar. Það var líka einstaklega fróð- legt að heyra forsætisráðherrann tala um vanhæfi forsetans, því það eru ekki giska margir dagar frá því að sá góði maður skrifaði sjálfur undir staðfestingu á því að frændi hans væri skipaður í emb- ætti hæstaréttardómara. Maður, líttu þér nær. ■ Hjálmar Árnason: Er hugsi STJÓRNMÁL „Ég er hugsi yfir þessu,“ sagði Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsókn- arflokks, um orð forsætisráð- herra um forseta Íslands. „Það stóð til að þingflokkur- inn kæmi saman í dag, ekki af þessu tilefni. En mér finnst ekki óeðlilegt að við ræðum þetta.“ ■ Magnús Þór Hafsteinsson: Ómakleg ummæli STJÓRNMÁL „Ummæli forsætisráð- herra eru ómakleg í meira lagi og ég styð forseta vor fullkom- lega vegna ákvörðunar hans að vera hér heima á Íslandi meðan þetta gengur yfir,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksfor- maður Frjálslynda flokksins. „Þetta er hans fyrsta og fremsta embættisskylda gagnvart þegn- um sínum hér heima og allt ann- að verður að koma seinna. Hans skyldur eru ekki gagnvart dönskum aðli við konungleg brúðkaup heldur við íslenskan almenning og tal um allt annað er út í hött.“ ■ FORSETI OG FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson harðlega í viðtali við ríkissjón- varpið í gærkvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S AM SE TT M YN D 02-03 14.5.2004 22:38 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.