Fréttablaðið - 15.05.2004, Page 6

Fréttablaðið - 15.05.2004, Page 6
6 15. maí 2004 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 74.2 -0.13% Sterlingspund 130.9 -0.56% Dönsk króna 11.78 -0.50% Evra 87.83 -0.33% Gengisvístala krónu 123,65 -0,33% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 378 Velta 10.557 milljónir ICEX-15 2.689 0,46% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 337.685 Síldarvinnslan hf. 229.885 Marel hf. 167.825 Mesta hækkun Marel hf. 2,58% Burðarás hf. 2,00% Straumur Fjárfestingarbanki hf 1,57% Mesta lækkun Össur hf. -1,74% Flugleiðir hf. -1,33% Landsbanki Íslands hf. -0,62% Erlendar vísitölur DJ * 10.000,6 -0,4% Nasdaq * 1.921,6 -0,2% FTSE 4.453,8 0,9% DAX 3.824,9 1,3% NK50 1.356,6 -0,1% S&P * 1.092,4 -0,5% * Bandarískar vísitölur kl. 17. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir hin nýja eiginkonaFriðriks krónprins? 2Hver ber ábyrgð á aftöku NicolasBerg í Írak samkvæmt bandarísku leyniþjónustunni? 3Hvar úti á landi er Íslenska óperanað setja upp óperuna Carmen? Svörin eru á bls. 58 Steingrímur J. sagði forsætisráðherra ekki þora: Kallaði Davíð gungu og druslu STJÓRNMÁL Í umræðum um fjöl- miðlafrumvarpið á Alþingi í gær óskaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, eftir því að forsætisráðherra kæmi í þing- sal. Hann þyrfti að spyrja forsæt- isráðherra út í frumvarpið. Davíð lét sig ekki sjá sig í salnum og brást Steingrímur J. við með því að senda honum tóninn. „Bráðfrískur maðurinn var á vappi hérna í kringum salinn áðan,“ sagði Steingrímur J. í ræðu- stól Alþingis. „Hann getur ekki haft nein lögmæt forföll. Ég hlýt að líta svo á að hann þori ekki – hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig. Ég hlýt að líta svo á. Það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.“ Við orðaleit í þingræðum á vef Alþingis fannst að árið 1992 kallaði Steingrímur ríkisstjórnina tvisvar gungu. Þá kallaði hann þingmenn stjórnarflokkanna á landsbyggð- inni gungur. Orðið drusla hefur heyrst oftar í umræðum á Alþingi en er þá oftast átt við bíldruslur fremur en duglausa menn. Halldór Ásgrímsson, árið 1995, kallað fjár- málaráðuneytið druslu vegna þess hversu seint skattalækkanir voru settar fram. Ári síðar sagði Össur Skarphéðinsson Framsóknarflokk- inn liggja eins og druslu undir Sjálfstæðisflokknum þegar rætt var um ráðstafanir í ríkisfjármál- um. ■ Hefur skipt sér af þingstörfum Þingmenn innan Sjálfstæðisflokks segja forseta nú þegar farinn að skipta sér af störfum Alþingis. Meðal þingmanna er óánægja með að forseti Íslands skuli ekki hafa verið við brúðkaup Danakrónprins. Forsætisráðherra segist skulda dönsku þjóðinni skýringu. STJÓRNMÁL Innan Alþingis er margskonar skilningur lagður í þá ákvörðun forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vera ekki við brúðkaup Danaprins vegna ástands mála á Alþingi. Þeir stjórnarsinnar sem rætt var við eru undrandi á forsetanum og telja að hann hefði átt að vera í Kaupmannahöfn í gær. Það hafi verið hans helsta skylduverk. Mjög óvíst er um framgang mála á þingi eða hvenær tekst að ljúka störfum. „Það eru að minnsta kosti tvær til þrjár vikur eftir af þingstörfum að óbreyttu,“ sagði Halldór Blöndal, forseti þingsins, þegar hann var spurður hvenær hann telji að þingstörfum ljúki. Bæði Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson höfðu, eftir því sem best er vitað, orð á að vegna ákvörðunar forseta, um að vera heima en ekki við brúðkaupið, verði að reyna að skýra þessa stöðu fyrir dönskum yfirvöldum. „Ég hef ekki tíma til að ræða þetta,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra þegar hann var spurður hvort heimaseta forseta hafi eftirmála milli okkar og Dana. Þingmenn innan Sjálfstæðis- flokksins, sem Fréttablaðið ræddi við, sögðust ekki telja forseta hafa heimild til þess samkvæmt stjórnarskránni að synja lögunum staðfestingar. Nú þegar væri for- setinn orðinn fyrsti í sögunni til þess að skipta sér af störfum Al- þingis. Það hafi hann gert með því að segjast ekki ætla að yfirgefa landið vegna óvissu um hvenær Alþingi lyki afgreiðslu mikil- vægra mála. Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar töldu ómögulegt annað en að forseti láti til sín taka í afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins eftir það sem á undan er gengið. Hann hafi leikið leik í stöðunni og ómögulegt sé að hann hætti án þess að hafa einhver afskipti af málinu. Fleiri mál bíða afgreiðslu Alþingis. Þeirra á meðal er frum- varp um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Ögmundur Jónasson alþingismaður, sem jafnframt er formaður BSRB, segir að margt sé órætt í því máli. sda@frettabladid.is STEINGRÍMUR J. LAGÐI ÁHERSLU Á ORÐ SÍN Steingrímur J. gaf forsætisráðherra tóninn og sagðist þurfa að líta svo á að Davíð þorði ekki að eiga við hann orðastað. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Sjálfstæðismenn segja hann þegar hafa haft afskipti af störfum Alþingis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 06-07 14.5.2004 22:14 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.