Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 32
Nýr bíll ítölsku lögreglunnar er greinilega hannaður til þess eins að glæpa-
menn komist ekki undan. Bíllinn, sem er af gerðinni Lamborghini
Gallardo, er með tíu strokka V-vél sem er 500 hestöfl. Hann kemst upp
í rúmlega 300 km hraða á klukkustund. Lögreglan fékk hann að gjöf frá
verksmiðjunni og hyggst nota hann á Suður-Ítalíu.
DAEWOO lyftarar
Rafmagnslyftarar frá 1,3t - 3,0t
Dísellyftarar frá 1,5t - 15t.
Partur - Spyrnan - Lyftarar
Eldshöfða 10, 110 Reykjavík, sími 585 2500
Næsta námskeið hefst 13. maí
Það er orðin sjaldgæf sjón að sjá
farangur heillar fjölskyldu ólaðan
niður með snærum á topp-
grindum bifreiða í Ártúns-
drekkunni, en þannig var það nú
reyndar fyrir nokkrum árum
þegar stórfjölskyldan lagði af
stað í sumarfrí. Nú er öldin önnur,
en þrátt fyrir að bílar verði sífellt
flottari hefur farangursrými
heldur minnkað og margir þurfa
að hlaða farangrinum sínum á
toppinn. „Það er líka það að fólk
tekur meira með sér í ferðalög nú
en áður,“ segir Pétur Halldórsson,
innkaupastjóri hjá Stillingu, en
Stilling selur farangurshólf fyrir
allar tegundir af bílum. „Það geta
allir fengið sér svona hólf á bílinn
sinn, það sem til þarf eru
sérstakir burðarbogar. Flestir
nýrri bílar koma þannig frá
verksmiðjunni, en ef um eldri bíla
er að ræða er hægt að kaupa
burðarbogana,“ segir Pétur.
„Sumir bílar eru einungis með
langbogana, en þá er til sett með
þverbogum og öllu sem til þarf í
viðbót. „Það kostar um það bil
14.000 krónur. Ef bílinn hins
vegar er ekki með langboga þur-
fum við að vita hvaða árgerð
bílinn er og kaupa sérstakar fest-
ingar fyrir þann bíl. Við eigum
slíkar festingar á lager fyrir
flesta bíla, en þær eru á mismun-
andi verði eftir bílategundum.
Algengast er að þær kosti frá
13.000 og upp í 20.000. Hólfin sjálf
eru til í ýmsum stærðum og
gerðum, þau algengustu eru frá
310 lítrum upp í 600 lítra. Þau
kosta frá 29.000 krónum og upp
úr, eftir stærð og gerð.
Pétur segir vinsældir hólfanna
hafa aukist mjög á undanförnum
árum. „Fólk er farið að átta sig á
að það er betra að nota svona hólf
en að yfirfylla bílinn og skyggja á
útsýni. Hólfin eru líka mjög
örugg og hættulaus og flest hön-
nuð miðað við vindmótstöðu. Þá
er ekkert mál að taka þau af, bara
fjögur handtök,“ segir Pétur.
edda@frettabladid.is
„Tengdamömmubox“ fyrir farangurinn:
Fyrir allar gerðir af bílum
Pétur Halldórsson segir farangursboxin hafa
komið í staðinn fyrir gömlu toppgrindurnar.
Flestar nýskráðar bifreiðar í apríl voru
af gerðinni Toyota. Topp tíu listinn var
eftirfarandi:
1. Toyota 276
2. Ford 109
3. Volkswagen 80
4. Subaru 64
5. Skoda 58
6. Hyundai 50
7. Mitsubishi 49
8. Honda 46
9. Suzuki 40
10. Renault 32
[ NÝSKRÁNINGAR ]
Toyota
vinsælastur
Farangurshólf á bílinn eru til í mörgum stærðum og gerðum og hægt að fá þær á allar tegundir bíla.
Góð ráð
JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON BENDIR Á ÓDÝRA LAUSN ÞEGAR LJÓSIÐ
BROTNAR Á BÍLNUM.
Brotin ljós
Það er frekar fúlt þegar aðalljósin á bílnum
brotna af einhverjum ástæðum. Aðalljós geta
verið mjög dýr. Flestir telja að ljósin séu ónýt ef
glerið brotnar, en í mörgum bílum er hægt er að
skipta um glerið með smá lagni. Fyrst þarf að
fjarlægja smellurnar sem halda glerinu föstu við
botninn. Hita síðan ljósið með hitablásara eða
heitu vatni þar til kíttið er orðið mjúkt og auðvelt
að ná ljósinu í sundur. Nota þarf sömu aðferð við
að koma ljósinu saman aftur með nýja glerinu.
Hita ljósið og setja svo smellurnar á aftur.
Vandamálið við þetta er að það er ekki hægt að
kaupa glerið eitt og sér í varahlutaverslunum,
nema kannski í sumar gerðir af Benz-bílum. Oft
er hægt að fá gler á partasölum eða á réttinga-
verkstæðum, því oft skemmist botninn bara
þegar bílar lenda í árekstrum.
Vantar þig góð ráð? Sendu póst á bilar@frettabladid.is
32-33 (02-03) Allt bílar 14.5.2004 15:38 Page 2