Fréttablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 15. maí 2004 33
Gunnlaugur Jónsson, fyrirliðiÍA, hefur staðið í eldlínunni
mörg undanfarin ár og á nokkuð
á annað hundrað meistara-
flokksleiki að baki. Hann er
vitaskuld spenntur fyrir Ís-
landsmótinu. „Jújú, hjá mér
ríkir mikil eftirvænting, langt
og strangt undirbúningstímabil
er að baki og við hlökkum allir
til.“ Gunnlaugur segir þennan
árstíma alltaf skemmtilegan.
„Ég held að þetta verði bara
skemmtilegra eftir því sem árin
líða. Við höfum æft vel og liðið
lítur vel út þannig að við erum
vel stemmdir.“
Skagamönnum er spáð góðu
gengi í sumar, flestir spámiðlar
búast við að þeir verði í topp-
baráttunni. „Ég býst við að sum-
arið verði gott hjá okkur. Hópur-
inn er breiðari en oft áður og
býr að töluverðri reynslu. Helsti
mínusinn er að okkur vantar
fleiri unga leikmenn til að banka
á dyrnar en engu að síður hef ég
fína tilfinningu fyrir sumrinu og
vonandi verður gengið ágætt.“
Gunnlaugur segir aðspurður
að sigurtilfinningin sé það besta
við fótboltann. „Ég hef fengið
hana nokkrum sinnum á ferlin-
um. Hún er ólýsanleg og það er
ekkert sem kemst nálægt henni.
Ég er í þessu til að vinna.“ En
hvað er þá verst? „Það er þegar
maður leggur heilmikið á sig
allan veturinn og uppsker ekki
eins og maður sáir. Það er ansi
sárt.“
Hið ljúfa líf verður að víkja
hjá knattspyrnumönnum ætli
þeir sér að ná árangri. Þeir
verða að gæta vel að mataræði
og hollustuháttum almennt og
varast ýmsar freistingar. Gunn-
laugur telur þetta þess virði.
„Tvímælalaust. Vissulega þurf-
um við að fórna miklu og menn
sem eru í knattspyrnu á Íslandi
fá ekki sumarfrí nema þeir
meiðist. En auðvitað er þetta
þess virði. Ef maður hefði ekki
gaman af þessu þá væri maður
ekkert að standa í þessu. Þá
væri maður frekar á Spáni.“ ■
Dómarinn
Leikmaðurinn
Dregið hefur
úr kjaftbrúki
Kristinn Jakobsson dómarihefur marga fjöruna sopið og
á ófáa leikina að baki. Hann er
klár fyrir sumarið. „Hjá mér rík-
ir mjög mikil eftirvænting og
stemningin er frábær.“ Hann hef-
ur búið sig af kappi undir átökin,
bæði líkamlega og andlega. „Ég
hef verið að dæma marga af
þessum vorleikjum í höllunum og
svo hef ég dæmt nokkra grasleiki
til að komast í snertingu við það.
Ég hef svo hvílt mig vel allra síð-
ustu daga til að gera mig
hungraðan fyrir fyrsta leik.“
Kristinn er þeirrar skoðunar
að íslenskir dómarar séu almennt
góðir. „Ég tel að við séum klárir í
slaginn og að við höfum sjaldan
verið betri. Við erum komnir til
að standa okkur og sýna að við
séum tilbúnir rétt eins og liðin.“
Dómarar eru oftar en ekki
óvinsælustu menn vallarins og fá
gjarnan að heyra það frá leik-
mönnum og áhorfendum. Hvað
fær Kristin til að standa í
dómgæslu? „Ætli það sé ekki bara
einskær gleði og mikill áhugi á
fótbolta. Svo hefur maður metnað
til að standa sig vel og fá í staðinn
verkefni á erlendri grundu.“
Eins og gengur hefur hann
fengið að heyra ýmislegt á vellin-
um. „Æi, maður vill helst ekki
leggja þetta á minnið,“ svarar
hann spurður hvað sé það versta
sem hann hafi heyrt. „En ég man
þó að einu sinni veittist forráða-
maður eins félagsins að mér eftir
leik í efstu deild og kallaði mig
öllum illum nöfnum. Ég gerði um
það skýrslu og sendi KSÍ og þar á
bæ var séð um restina.“ Kristinn
er sjálfur fyrrum leikmaður og
hefur því ríkan skilning á hátt-
erni manna. „Það gerist margt í
hita leiksins en maður skynjar oft
hvað maður á skilið og hvað ekki.
Auðvitað koma upp atvik í leikj-
um þar sem menn æsa sig og
stundum er það bara skiljanlegt.
Það er þá bara í nösunum á mönn-
um.“ Hann er annars þeirrar
skoðunar að dregið hafi úr kjaft-
brúki með árunum. „Þetta hefur
batnað til muna. Menn sýna al-
mennt kurteisi og skynjun manna
á mikilvægi háttvísinnar verður
alltaf meiri. Allir eru að leggja
sig fram við að gera þessa
skemmtilegu íþrótt enn skemmti-
legri og þar hjálpast að leikmenn,
forráðamenn, dómarar og áhorf-
endur.
Kristinn viðurkennir að finna
fyrir stressi fyrir leiki og segir
mikilvægt að finna fiðring í mag-
anum. „Ég er alltaf stressaður. Ef
ég væri ekki stressaður þá gæti
ég alveg eins sleppt þessu,“ segir
hann.
Fyrsta verkefni hans á leik-
tíðinni nú er norður á Akureyri á
morgun þar sem hann dæmir
viðureign KA og Keflavíkur. ■
KRISTINN JAKOBSSON DÓMARI
„Ég er alltaf stressaður. Ef ég væri ekki stress-
aður þá gæti ég alveg eins sleppt þessu.“
FYRIRLIÐINN OG FORSÆTISRÁÐHERRANN
Gunnlaugur Jónsson tekur á móti bikarnum úr hendi Davíðs Oddssonar á Laugardalsvelli í fyrra.
Sigurtilfinning er ólýsanleg
HART BARIST
Úr leik KR og KA í Landsbankadeildinni í fyrra. KR-ingar fóru með sigur af hólmi.
einnig grátt silfur í bikarkeppni.
Leikurinn hefst klukkan 17 í dag
og verður vonandi í senn drengi-
legur og spennandi. Sama ósk á
auðvitað við um leiki morgun-
dagsins er klukkan 14 hefjast þrír
leikir. Grindavík fær ÍBV í heim-
sókn, Keflavík sækir KA heim og
ÍA og Fylkir eigast við á Skagan-
um. Annað kvöld, klukkan korter
yfir sjö mætast svo hinir fornu
fjendur Fram og Víkingur á
Laugardalsvellinum.
bjorn@frettabladid.is
44-45 (32-33) fótbolti 14.5.2004 15:40 Page 3