Fréttablaðið - 15.05.2004, Síða 50

Fréttablaðið - 15.05.2004, Síða 50
38 15. maí 2004 LAUGARDAGUR Myndlistarmönnum er margttil lista lagt og margir þeirra hafa leitað út fyrir strigann til að fá sköpunarkrafti sínum svalað. Hermt er að grátt svæði sé á milli myndlistar og hönnunar og eftir samræður við hönnuði og myndlistarmenn leiddi Aðalsteinn Ingólfsson, forstöðumaður Hönn- unarsafns Íslands, hugann að hús- gögnum og öðrum húsbúnaði sem hann hafði séð í fórum íslenskra myndlistarmanna eða ættingja þeirra. Einnig varð honum hugsað til myndverka eftir nokkra hönn- uði. Sérstök eftirgrennslan hans leiddi svo í ljós að hátt í fjörutíu myndlistarmenn höfðu hannað húsbúnað og má berja þrjátíu og níu hluti eftir þrjátíu og einn lista- mann augum í Hönnunarsafninu frá og með deginum í dag og fram eftir miðjum júní. Blankheit, vinna, list „Myndlistarmenn sem á annað borð hafa hannað húsbúnað hafa leyst ákveðin hönnunarvandamál býsna vel,“ segir Aðalsteinn. „Þá á ég ekki endilega við vandamál sem varða almannahagi en þeim hefur tekist vel upp við að hanna hluti fyrir sitt eigið umhverfi og eigin þarfir.“ Í því sambandi nefn- ir hann sérstaklega stól Sigurjóns Ólafssonar sem bæði er til þess fallinn að sitja á og er um leið klifurgrind fyrir börn. Ólíkar forsendur eru fyrir því að myndlistarmenn hafa lagst í húsgagnahönnun. „Til að byrja með smíðuðu listamenn húsgögn, eða létu vini og kunningja smíða fyrir sig, þar sem þeir höfðu hreinlega ekki efni á að kaupa sér mublur. Þar lágu sumsé að baki hreinar hagkvæmnisástæður. Um miðja öldina komu fram myndlist- armenn sem beinlínis hönnuðu húsgöng til að selja, ég nefni þá bræður Guðmund og Jón Benediktssyni í því sambandi. Þeir sýndu skúlptúra á listsýning- um og hönnuðu húsgögn og seldu á Laufásveginum. Síðar hefur þetta svo orðið bein framlenging á myndlistinni.“ Þægindin ekki alltaf í fyrir- rúmi Í sýningarskrá segir Aðal- steinn að list og þægindi fari ekki alltaf saman. Hann neitar því hinsvegar aðspurður að betur sé heima setið en af stað farið þegar sú er raunin. „Margir fínir hönn- unarhlutir eru ofboðslega flottir að sjá en alveg ferlegir í notkun. Þetta getur samt verið nauðsyn- legt fyrsta skref í einhverju ferli. Sá sem tekur við finnur svo leið til að samræma fallegt útlit og nýtingu þess. Hann gerir það þá þægilegra.“ Aðalsteinn segir fátt til sölu af því sem sjá má á sýningunni en nefnir þó að Daníel Magnússon vinni samkvæmt pöntunum. Þó eigi sumir munanna erindi í fjöldaframleiðslu. „Ég held að sumt af þessu eigi slíkt erindi, þó ekki væri nema vegna útlitsins.“ bjorn@frettabladid.is (TEXTAR MEÐ MYNDUM ERU ÚR SÝNINGARSKRÁ) Eins og mörgum er kunnugt er listræn vídd ekki alltaf ávísun á þægindi, til dæmis er stóll Dieters Roth í hæsta máta stílhrein og listræn smíð, en fjarskalega óþægileg til brúks. Á hinn bóginn geta mörg óárennileg húsgöng af listrænum toga verið þægileg. (AI í sýningarskrá) ,, Sólveig Sveinbjörnsdóttir „Fyrir tilviljun prófaði ég að að nota dömubindi með vængi sem grunn að stólamódeli og varð hrif- in af útkomunni. Þarna var skýjaformið loks komið; með vængjum sem hentuðu vel sem stuðningur fyrir arma. Ég hafði lengi verið að vinna með „dís- arheim“ í húsgagnalínu minni og sérstaklega hug- myndina um ský. Ég var búin að gera stólamódel í mörg efni og nú var skýjaformið loks komið; hvítt, himneskt og fallegt. Næsta ferli var svo að stækka dömubindið upp í legubekkjastærð og gera legu- bekkinn ergónómískan, líkamsvænan.“ (S.S.) Ásgrímur Jónsson Talið er sennilegt að Ásgrímur hafi teiknað þennan skáp handa sjálfum sér snemma á tuttugustu öld, ef marka má skissubækur hans frá þeim tíma. Er hann ekki ósvipaður stöllum sem Einar Jónsson lét smíða undir höggmyndir sínar, enda var vinfengi með þess- um tveimur listamönnum. Að öðru leyti sver skápur- inn sig í ætt við ýmislegt danskt og þýskt handverk frá því um aldamótin 1900. Skápurinn hefur lengst- um verið á heimili Ásgríms að Bergstaðastræti 74. Magnús Kjartansson Handverkið hefur alla tíð verið Magnúsi Kjartanssyni jafn hugstætt og hugmyndavinnan, ef ekki hugstæð- ari. Í þessu stofuborði, gert fyrir heimili listamanns- ins á Laugarnestanga, mætist gott handverk og ærslafullt ímyndunarafl. Að stofni er borðið einfalt, en leynir þó á sér. Sérkennilegan útskurð er að finna á fótum, þar sem fáir koma auga á hann og sjálf borðeiningin sem ber glerið er í rauninni sjálfstætt þrívíddarverk með margbreytilegri áferð. Sömu áferð er að finna í fjölda myndverka listamannsins frá svipuðum tíma. Punkturinn yfir „i-ið“ – bókstaflega – er svo útskorið fuglshöfuð upp úr borðinu miðju, sem einnig gegnir hlutverki glerfestingar. Jón Axel Björnsson „Ég hef alltaf heillast af fúnksjónalismanum, nýtilegum hlutum með sterka formræna nærveru. Þessi sófi spratt upp úr neyð; því við hjónin áttum ekki fyrir húsgögnum. Því brá ég á það ráð að teikna eigin sófa og smíða hann; stálgrindin er alfarið mitt verk en Ragnar Björnsson sá um bólstrun. Hlutföll sófans miðuðust við það að á honum mætti sitja, liggja, flatmaga og allt þar á milli. Ein- hver kann að sjá í strangri byggingu sófans og svörtu leðrinu skyldleika við málverkin sem ég var að gera á sama tíma.“ (J.A.B.) Stóll sem er eins og dömubindi Húsgöng og húsmunir eftir íslenska myndlistarmenn eru til sýnis í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í Garðabæ. Athugun leiddi í ljós að margir myndlistar- menn hafa fengist við hönnun í gegnum árin. 50-51 (38-39) húsgögn og myndl 14.5.2004 15:11 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.