Fréttablaðið - 15.05.2004, Síða 55

Fréttablaðið - 15.05.2004, Síða 55
F í t o n / S Í A F I 0 0 9 4 2 7 1 meðalstórt lambalæri 4 hvítlauksgeirar, skornir í þrennt 2 msk. dijon-sinnep 4 timjangreinar salt og pipar pítubrauð Skerið raufar hér og þar í lærið og stingið hvítlauksbitum og timjangreinum í raufarnar. Smyrjið dijon-sinnepi vel á lærið og kryddið með salti og pipar. Setjið lambið í 200°C heitan ofn og bakið í 45–50 mín. (miðað við u.þ.b. 1,5 kg) Jógúrt-sósa 1 dós hrein jógúrt rifinn börkur af ½ sítrónu 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. kummin (ath. ekki kúmen) 1 tsk. hunang Meðlæti Iceberg eða lambhagasalat rauðlaukur tómatar steinlausar ólífur chiliolía, t.d. sambal oelek hummus Ristið pítubrauðin í brauðrist eða ofni. Stillið lærinu upp á fat eins og sýnt er á myndinni og skerið þunnar sneiðar utan af jafnóðum og fólk fær sér pítu. Raðið skálum með meðlæti í kring og hver og einn útbýr síðan sína pítu eftir húmor og smekk. Prófaðu þessa uppskrift að lambalæri næst þegar þú átt von á gestum. Nýjung sem kemur skemmtilega á óvart. Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is Eurovision lambalæri›: 12 stig! NÝ R BÆKLINGUR Í N Æ ST U V E R S L U N UPPSKRIFTIR LAUGARDAGUR 15. maí 2004 ■ SAGT OG SKRIFAÐ José María Aznar, fyrrum for-sætisráðherra Spánar, hefur gefið út endurminningar sínar, ör- fáum vikum eftir að hafa látið af embætti. Ævisaga eiginkonu hans kom út fyrir nokkrum vikum og er í fyrsta sæti metsölulista á Spáni. Ekki er talið víst að bók eigin- mannsins muni seljast jafn vel. Annar stjórnmálamaður, Bill Clint- on, fyrrum Bandaríkjaforseti, er nú að leggja lokahönd á endur- minningar sínar. Síðustu fréttir herma að ritstjóri bókarinnar, Ro- bert Gottlieb, hafi flutt inn til Clintons til að aðstoða hann og sofi þar um nætur. Útgefandinn er sagður örvænta um að það takist að ljúka bókinni fyrir tilskilinn tíma. Þeir sem lesið hafa handritið segja að Clinton víki sér í bókinni undan ábyrgð á ýmsum málum eins og þjóðarmorðunum í Rúanda. Hann er einnig sagður ráðast á fjölmiðla fyrir það sem hann kallar rangtúlk- un þeirra. Clinton mun vera tregur til að fjalla um Lewinsky-málið, sem komst nálægt því að kosta hann forsetastólinn. Það kann því vel að vera að bók Clintons muni ekki sæta tíðindum, nema þá fyrir skort á heiðarleika. Ævisögur stjórnmálamanna þurfa þó ekki að vera fullar af tíðindum til að selj- ast. Æviminningar Helmut Kohl hafa til dæmis selst vel í Þýska- landi þótt þar þyki ekki koma margt nýtt fram. ■ Yfirleitt er ég að lesa nokkrarbækur í einu, sem er auðvitað voðalegur siður,“ segir Bragi Ólafsson rithöfundur. „En á und- anförnum vikum hafa komið út nokkrar fínar bækur frá bókafor- laginu Bjarti, og þar eð höfundar skrifa einungis það sem útgefend- ur þeirra vilja – rétt eins og blaða- mönnum er stýrt af eigendum blaðanna – þá finnst mér öruggara að nefna fáeinar bækur frá útgef- anda mínum, Bjarti. Opnun kryppunnar eftir Oddnýju Eir og 39 þrep á leið til glötunar eftir Ei- rík Guðmundsson eru bráð- skemmtilegar bækur sem ég gæti vel trúað að opnuðu fyrir eitthvað nýtt í íslenskum bókmenntum. Svo var ég að lesa mjög skemmtilega litla skáldsögu eftir Frakkann Eric-Emmanuel Schmitt, Hr. Ibrahim og blóm Kóransins, fyrstu bókina í þríleik sem höfundur vill meina að fjalli um hlutverk trúarbragðanna. Þær þrjár bækur munu koma út í Neon bókaflokknum í sumar. Í augna- blikinu er ég líka að lesa formála Havelock Ellis að skáldsögunni A rebours (Against the grain) eftir J.K. Huysmans, en það er texti sem ég les alltaf öðru hverju. Vandamálið með þennan formála er hins vegar það að hann er svo endurnærandi og hvetjandi að þegar kemur að því að lesa sjálfa sögu Huysmans um dekadentinn des Esseintes hætti ég alltaf við af ótta við að bíða þess ekki bætur, að ég muni missa allt sjálfstæði sem höfundur. En sú bók sem ég hef líklega haft mest gagn og gaman af upp á síðkastið er Natasha’s Dance: A Cultural History of Russia, eftir enskan sagnfræðing, Orlando Figes. Bókin rekur menningar- sögu Rússa allt frá því að Pétur mikli skar út tvo móstrimla með byssustingnum sínum, lagði þá í kross á blauta jörðina þar sem nú stendur Pétursborg og sagði svo: „Hér skal rísa bær.“ Þegar ég klára þessa bók ætla ég að ná mér í nýju bókina eftir Árna Berg- mann – þó að hún sé ekki gefin út af forlaginu mínu.“ ■ Jay Leno á metsölulista Þáttastjórnandinn vinsæliJay Leno er með bók í efsta sæti barnabókalista New York Times. Bókin heitir If Roast Beef Could Fly. Leno byggir bókina á eigin minningum og segir frá fyndum fjölskyldu- atburðum sem áttu sér stað þegar hann var níu ára. Í þriðja sæti listans er bók eftir leikarann þekkta Billy Crystal. Hún heitir I Already Know I Love You og fjallar um sam- skipti barna við afa og ömmu. Báðar bækurnar eru ætlaðar yngri aldurshópum og eru ríkulega myndskreyttar - þó ekki af höfundunum. ■ Væntanlegar metsölubækur Þó nokkrar þeirra erlendubóka sem seljast best í kiljuformi þessa dagana eru annað hvort komnar út í ís- lenskri þýðingu eða væntan- legar. Spennusagan Da Vinci Code er á toppi metsölulistans yfir mest seldu erlendu kilj- urnar, en hún kom út fyrir jól- in hjá Bjarti og íslenska þýð- ingin er reyndar í efsta sæti metsölulistans þessa vikuna. Í öðru sæti er No. 1 Ladies Det- ective Agency eftir Alexander McCallsmith, glæpasaga sem væntanleg er á íslensku og í þriðja sæti er verðlaunabókin The Curious Incident of the Dog in the Night Time eftir Mark Haddon en hún kemur út í íslenskri þýðingu fyrir næstu jól hjá Máli og menningu. Í sjötta sæti er svo The Life of Pie eftir Yann Martell sem Bjartur gaf út síðastliðið haust. ■ BRAGI ÓLAFSSON „Opnun kryppunnar eftir Oddnýju Eir og 39 þrep á leið til glötunar eftir Eirík Guðmunds- son eru bráðskemmtilegar bækur sem ég gæti vel trúað að opnuðu fyrir eitthvað nýtt í ís- lenskum bókmenntum.“ Les nokkrar bækur í einu En sú bók sem ég hef líklega haft mest gagn og gaman af upp á síðkastið er Natasha’s Dance: A Cultural History of Russia, eftir enskan sagn- fræðing, Orlando Figes. ,, JOSÉ MARÍA AZNAR Gefur út endurminningar sínar á sama tíma og æviminningar eiginkonu hans eru á metsölulista. Stjórnmálamenn skrá sögu sína: Aznar og Clinton gefa út ævisögur JAY LENO Er með bók í efsta sæti barnabókalista New York Times. 54-55 (42-43) bækur 14.5.2004 19:38 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.