Fréttablaðið - 15.05.2004, Page 58

Fréttablaðið - 15.05.2004, Page 58
46 15. maí LAUGARDAGUR GREG NORMAN Hvíti hákarlinn frá Ástralíu er ekki dauður úr öllum æðum og sést hér slá í annarri umferð á opna Asíska BMW-mótinu sem fram fer þessa dagana í Shanghai, Kína. GOLF Aston Villa yngir upp: Ronny og Dublin á haugana FÓTBOLTI Aston Villa hefur tilkynnt þeim Ronny Johnsen og Dion Dublin að samningar þeirra verði ekki endurnýjaðir í sumar. Dion Dublin er orðinn 35 ára og hefur verið í her- búðum Villa í fimm ár en hinn 34 ára Norðmaður, Ronny Johnsen, hefur verið þar í tvö ár. David O’Leary, framkvæmda- stjóri Aston Villa, staðfesti þetta og bætti við. „Þeir eru stórkostlegir leik- menn en eru báðir við það að komast á aldur. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir þessum tveimur leikmönnum og það gerir þessa ákvörðun virkilega erfiða. Dublin var alveg frábær á því tímabili þegar okkur vantaði sem mest stóran og sterkan framherja sem léti finna vel fyrir sér. Hann hefur reynst okkur frábær á þessu tímabili og með gríðarlega miklum baráttuanda lagði hann mikið af mörkum í umsnúningi liðsins. Bæði hans og Ronny mun verða sárt saknað á Villa Park en þeir munu án efa finna nýtt félag og standa sig áfram vel,“ sagði nánast grátklökkur David O’Leary. ■ Ole Gunnar Solskjær ætlar að berjast fyrir sæti sínu: Fer ekki til Celtic FÓTBOLTI „Ole Gunnar Solskjær fer hvergi,“ segir umboðsmaður hans, Jim Solbakken, en undan- farið hefur verið á kreiki sterk- ur orðrómur þess efnis að Ole Gunnar, hinn frábæri framherji Manchester United, væri á leið- inni til skosku meistaranna Glasgow Celtic fyrir þrjár millj- ónir punda. Solbakken bætti þessu við. „Þessar sögusagnir eru bara bull og vitleysa og þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann er orðaður við Celtic. Við neituðum því þá og neitum því nú. Við höfum ekkert frá Celtic heyrt og ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þessa vitleysu.“ Tímabilinu sem nú er að ljúka er búið að vera Solskjær erfitt, eins og Manchester United reyndar líka. Hann fór í hnéupp- skurð í september og hefur að- eins spilað 17 leiki með liðinu á yfirstandandi tímabili og verið töluvert langt frá sínu besta formi. Á meðan Solskjær var meiddur var Louis Saha keyptur til félagsins og sögur herma að Alan Smith sé einnig á leiðinni á Old Trafford. Staða Solskjærs virðist því ekki ýkja vænleg en hann vill greinilega hvergi ann- ars staðar vera og mun án efa berjast hatrammlega fyrir stöðu sinni á næsta tímabili. ■ Intersportdeildin í körfubolta: Stóru mennirnir áfram í Njarðvík KÖRFUBOLTI Intersportlið Njarðvík- inga hefur samið við stóru menn- ina sína um að þeir spili áfram með liðinu næsta vetur en Njarð- vík varð Hópbílabikarmeistari, komst í bikarúrslitaleikinn og undanúrslit Íslandsmótsins á síð- asta tímabili. Á heimasíðu félags- ins kemur fram að Friðrik Stefánsson muni áfram vera í her- búðum Njarðvíkur en á heima- síðunni stendur. „Miklar vanga- veltur voru um hvort Friðrik færi í annað lið enda voru nokkur lið að bera víurnar í hann meðal annars litli bróðir hinumegin í bæjar- félaginu.“ Njarðvíkingar halda einnig Páli Kristinssyni og Halldóri Rúnari Karlssyni en þessir þrír eiga mikinn þátt í styrk Njarðvíkurliðsins inn í teig. Friðrik skoraði 15,4 stig og tók 9,7 fráköst að meðaltali í deildinni í fyrra, Páll bætti við 16,9 stigum og 8,5 fráköstum og Halldór kom sterkur af bekknum með 5,7 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik. Einar Árni Jóhannsson mun þjálfa liðið næsta vetur og Brenton Birmingham verður spilandi aðstoðarþjálfari. ■ Hringdu í fljónustudeild DHL í síma 535-1122. Öl til Egilssta›a. DHL sendir ekki bara hra›sendingar og frakt milli landa. Me› jafn glö›u ge›i fljótum vi› me› sendinguna flína flvert yfir landi› e›a til næsta bæjar. fiú n‡tur flví árei›anlegrar fljónustu lei›andi alfljó›legs flutningsfyrirtækis og flæginda innanlandsflutninga. www.dhl.is Meiri flutningsmöguleikar innanlands. Allt frá léttskjölum til bílfarma. Leeds byrjað að selja leikmenn: Paul Robin- son til Tottenham FÓTBOLTI Markvörðurinn, Paul Robinson, hefur skrifað undir fjög- urra ára samning við enska úrvals- deildarfélagið Tottenham Hotspur. Kappinn hefur undanfarin tíu ár dvalið í herbúðum Leedsara sem, eins og flestum knattspyrnuáhuga- mönnum ætti að vera kunnugt um, féllu úr ensku úrvalsdeildinni á dög- unum. Robinson sagði við þetta tækifæri að þessi ákvörðun hefði langt í frá verið auðveld en hún hefði hins vegar verið óumflýjan- leg. „Nú tekur við verkefni á nýjum stað og ég hlakka til að takast á við það. Þetta var eitthvað sem menn gátu búist við því stjórn Leeds var búin að tilkynna að liðið þyrfti að selja marga leikmenn.“ ■ DAVID O’LEARY Endyrnýjar ekki samninga við Ronny Johnsen og Dion Dublin. FRIÐRIK OG PÁLL ÁFRAM GRÆNIR Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson verða áfram í herbúðum Njarðvíkinga á næsta tímabili. 58-59 (46-47) Sport 14.5.2004 20:48 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.