Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 62

Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 62
50 15. maí 2004 LAUGARDAGUR ■ LISTSÝNING Miðasala sími: 662-5000 • www.100hitt.com A›eins 1  s‡ning  eftir í  Rvk. Í tónlistarhúsinu †mi, Skógarhlí› 20  me› Helgu Brögu Næstu s‡ningar: BANNAÐINNAN 16 Sýningin hefst kl. 20:00 fös. 21. maí. Rvk. Ýmir SÍÐASTA SÝNING Landsbyggðin Reykjavík mið. 19. maí. Selfoss lau. 29. maí. Blönduós lau. 12. jún. Flúðir SÍÐASTA SÝNING Örfá sæti eftir 21.maí  (Engar aukas‡ningar) STUNDIN ER RUNNIN UPP Sýning á Kenjunum, frægri koparstunguröð eftir Francisco de Goya, verður opnuð í Lista- safninu á Akureyri í dag. Maður getur séð það svolítið áviðbrögðum fólks við þess- um verkum Goya hvar það er statt í lífinu,“ segir Javier Blas, sem er yfirmaður svartlista- safnsins Calcografia Nacional í Madríd. Hann er hingað kominn til að fylgja eftir sýningu á Kenj- unum, eða Los Caprichos, eftir spænska listamanninn Francisco de Goya. Þær verða til sýnis í Listasafninu á Akureyri fram í júlímánuð. „Sumum finnst þessi verk greinilega óþægileg enn þann dag í dag, og það sýnir betur en nokkuð annað að þetta er list sem á erindi á öllum tímum. Þau vekja enn hörð viðbrögð.“ Myndröðin Kenjarnar, sem samanstendur af áttatíu kopar- stungum frá árinu 1799, er eitt frægasta listaverk Goya. Hann gerði þessar myndir í einangrun á efri árum, bitur út í samfélagið og hafði algerlega misst trú sína á mannkynið. Verkin endurspegla þessa sýn hans á umheiminn með afar áhrifaríkum hætti. Aðeins örfá frumþrykk eru til í heiminum af þessari þekktu myndröð. Þau eru vandlega geymd og sárasjaldan lánuð út, þótt eftirgerðir þeirra séu víða til. „Við ákváðum að koma með frumþrykkin hingað til lands vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem við komum hingað og þegar maður heimsækir ein- hvern í fyrsta sinn langar mann til að sýna það besta sem maður á.“ Auk frumþrykkjanna verða til sýnis flennistórar andlits- myndir úr Kenjunum, sem stækkaðar hafa verið stafrænt upp í næstum fjóra fermetra og þrykkt á eðalpappír. „Þetta eru litlar andlitsmynd- ir, sem sumar eru ekki stærri en mannsnögl í verkum Goyas. Þessar stækkuðu myndir hafa verið sýndar víða en við höfum aldrei sýnt þær með frum- þrykkjunum fyrr en núna. Sjálf- ur er ég mjög spenntur að sjá þetta tvennt saman.“ Sýningin verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag. Á sýningunni mun spænski flam- encodansarinn Minerva Iglesias stíga á stokk, en klukkan 13 heldur Guðbergur Bergsson fyrirlestur um Kenjarnar í Deiglunni. ■ Goya vekur enn hörð viðbrögð 62-63 (50-51) Slanga 14.5.2004 19:39 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.