Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 64
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
9
1
3
8
52 15. maí 2004 LAUGARDAGUR
Rýmingarsala á Laugaveginum 15.-19. maí
30-50% afsláttur af öllum vörum
Bjóðum viðskiptavini velkomna í Drangey - Smáralind
Drangey flytur alfarið í Smáralind
Opið virka daga 11-19
laugardaga 11-18
og sunnudaga 13-18
Líttu á www.drangey.is
NÝTAST VETRARFÖTIN
BETUR Í AFGANISTAN?
Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka við fatnaði á Lækjartorgi í
dag milli kl. 10 og 16.
Einnig er tekið við fatnaði í fataflokkunarstöð Rauða krossins að
Gjótuhrauni 7, Hafnarfirði í dag og á morgun milli 10 og 16.
Okkur vantar:
• á fullorðna: hlýjar yfirhafnir og flíspeysur.
• á börn: hlýjar yfirhafnir, peysur, galla,
húfur og vettlinga.
Rauði krossinn safnar hlýjum fatnaði um helgina.
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
0
5
/0
4
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
Í SUMARFRÍIÐ
STUTTBUXUR, KVARTBUXUR,
BOLIR OG TOPPAR
Listahátíð í dag - litríkur laugardagur
■ LISTAHÁTÍÐ ■ TÓNLIST
Á hádegi í dag hefst miðasala átónleika Metallica sem verða
haldnir í Egilshöll 4. júlí næst-
komandi. Strax í gærmorgun
voru komin nokkur tjöld fyrir
utan verslun OgVodafone í Síðu-
múla og röð farin að myndast.
Aðspurður sagði starfsmaður
verslunarinnar að rosaleg eftir-
spurn væri eftir miðunum og
reiknaði hann með að röðin
myndi stækka talsvert þegar
liði á daginn. 15.000 miðar eru í
boði og hefur Egilshöll verið
skipt í tvö svæði. Annars vegar
svæði A, sem er beint fyrir
framan sviðið og tekur 5000
manns, og hins vegar svæði B,
sem byrjar u.þ.b. 15–20 metrum
frá sviðinu.
Þess skal geta að tónleikarnir
í Egilshöll verða þeir síðustu hjá
Metallica á St Anger tónleika-
ferð þeirra. Sögusagnir herma
að Metallica ætli að taka sér
langt sumarfrí og að meðlimir
hljómsveitarinnar ætli að verja
hluta af því fríi hér á Íslandi. ■
Harðkjarnarokksenan er bráð-merkilegt fyrirbæri. Þar
virðist fólk varla skilja hugtakið
„samkeppni“ og þeir sem tileinka
sér þennan lífsstíl eru reiðubúnir
til þess að rétta öðrum á sömu
bylgjulengd hjálparhönd skilyrð-
islaust. Sama þó það þýði að
bjóða fjórum rokkurum frá öðru
landi að gista á stofugólfinu
heima hjá sér.
Vegna þessa hefur myndast
net um allan heim sem gefur
harðkjarnasveitum færi á að
ferðast á milli landa og spila út
um allt, án þess að háar peninga-
upphæðir spilli neinu.
„Við erum ekki með mann í
því að bóka tónleika fyrir okkur,
við gerum allt sjálfir,“ segir
Paul, trommuleikari Tragedy frá
Oregon í Bandaríkjunum, sem
spilar ásamt dönsku sveitinni
Gorilla Angreb, Hryðjuverk og
Forgarði Helvítis á Grand Rokk í
kvöld. „Það er í gegnum svona
persónuleg samskipti sem við
náum að halda tónleika í öllum
þessum löndum.“
Tradegy hefur starfað í fjögur
ár, gefið út tvær breiðskífur sem
selst í tugþúsundum eintaka um
allan heim. Svo hefur sveitin
ferðast um allan heim á eigin
spýtur og skapað sér þannig nafn
í neðanjarðarrokksenum nokk-
urra landa, þar á meðal í Japan,
Bretlandi, Þýskalandi, Austuríki,
Póllandi og hér á Íslandi.
„Stundum þurfum við bara að
setja flugmiðana á kreditkort og
fara út í þeirri von um að við
náum inn nægum peningum til
þess að komast heim aftur. Núna
erum við aðeins byrjaðir að þéna
á þeim höfundarlaunum sem við
fáum fyrir plöturnar. Sveitin sér
um sjálfa sig á meðan við erum á
tónleikaferðalögum en heima
fyrir erum við allir í öðrum.
Þetta er gert fyrir lífsstílinn og
svona fáum við að kynnast fullt
af fólki, kynnast nýjum menn-
ingarheimum og ferðast frítt um
heiminn. Ég hef örugglega heim-
sótt um 30 lönd með hljómsveit-
inni sem ég hefði annars aldrei
farið til,“ segir Paul að lokum.
Hér á landi hafa nokkrar
sveitir tengt sig við þetta net.
Þar má nefna I Adapt, Forgarðs
Helvítis, Andlát og Changer sem
fá plötum sínum dreift í fáum
eintökum um allan heim.
Tragedy leikur í kvöld á
Grand Rokk, tónleikarnir hefj-
ast klukkan 22. Aldurstakmark
er 20 ár og aðgangseyrir 1000
krónur. ■
11.00 Aðrar víddir, Laugavegsganga
arkitekta, grunn- og listaskóla-
nema hefst á Stjörnubíósreitnum.
13.00 Fágæti, stuttir tónleikar á 20 mín.
fresti í Hljómskálanum.
14.00 Lifandi líkneski, 200 nemendur
úr grunnskólum Reykjavíkur bera
risavaxið naut í Hljómskála-
garðinn.
14.00 Útskriftarsýning nema úr Lista-
háskóla Íslands opnar í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
14.30 Loftfimleikaflokkur Vesturports og
Artbox í Austurstræti.
15.00 Gabríela Friðriksdóttir opnar
einkasýningu sína, Kaþaris í
Galleríi i8.
15.00 Kenjarnar eftir Francisco de Goya
opnuð í Listasafninu á Akureyri.
16.00 Trúnaður innsetning og uppá-
koma Ragnars Kjartanssonar og
Magnúsar Sigurðarsonar í Lista-
safni ASÍ.
16.00 Einleikstónleikar með Marc-
André Hamelin, píanóleikara frá
Kanada, í Háskólabíói. Fyrri
tónleikar.
17.00 Karlakór St Basil dómkirkjunnar
í Moskvu í Hallgrímskirkju. Fyrri
tónleikar.
20.00 Þrettándakvöld Rustaveli-leik-
hússins í Þjóðleikhúsinu. Seinni
sýning.
23.00 Karlakór St Basil dómkirkjunnar.
Ókeypis Harmleik-
ur um allan heim
Biðröð eftir mið-
um á Metallica
BIÐRÖÐ
Strax í gærmorgun var farin að myndast
biðröð vegna miðasölunnar,
sem hefst í dag.
TRAGEDY
Ferðast frítt um heiminn og boða pönkfagnaðarerindið sem víðast.
■ TÓNLIST
64-65 (52-53) Fólk 14.5.2004 19:41 Page 2