Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 70

Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 70
58 15. maí 2004 LAUGARDAGUR ■ FÓLK Í FRÉTTUM Árni Johnsen er á hvínandi siglinguþessa dagana og lyftir grettis- tökum, í bókstaflegum skilningi á listasviðinu en í óeiginlegri merkingu í ferðamálum. Hann hefur nú lokið vinnu sinni við uppbyggingu ferða- þjónustu og atvinnumála fyrir Vest- urbyggð en hefur þegar verið ráðinn til að endurtaka leikinn í Tálknafirði. Þá hafa grjótlistaverk Árna vakið mikla athygli en 384 þúsund manns sáu sýningu hans í Smáralind. Sýn- ingunni er nú lokið en hún stóð í sjö vikur og á þeim tíma var 20% meira rennsli af fólki í gegnum Smáralind- ina en á sama tíma í fyrra þannig að það er ekki nema von að menn spyrji sig hvort Árni og verk hans hafi trekkt svona hressilega að og versl- unarmenn vildu að sjálfsögðu hafa sýninguna lengur. Árni hefur þó ekki ráðrúm til að helga sig listinni eingöngu þar sem hann ætlar að halda áfram að virkja krafta sína fyrir ferðaþjónustu úti á landsbyggðinni. „Það er gaman að því hversu fólk hefur haft gaman að sýningunni,“ segir Árni, sem hefur nú flutt verk sín á Stokkseyri þar sem þau verða sett upp í tengslum við Lista- og menningarhátíð í bænum. Aðalhluti sýningarinnar verður á Bryggjunni en það er hið margrómaða Hrútavina- félag, menningarfélagið á Stokkseyri, sem stendur fyrir sýningunni. Listaverkin verða sett upp í dag og sýningin opnar strax í kjölfarið. Við þetta má bæta að Árni hefur verið kosinn í stjórn RARIK á ný þannig að það eru mörg járn í eldinum hjá þingmanninum fyrrverandi. ■ Árni í jötunmóð FRAMKVÆMDAGLEÐI ÁRNI JOHNSEN ■ hefur lokið starfi sínu við ferða- þjónustu í Vesturbyggð en hefur nú þegar verið ráðinn til að endurtaka leikinn á Tálknafirði. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Mary Donaldson. Abu Musab al-Zarqawi. Á Eskifirði. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 1210 5 Lárétt: 1 forn, 6 beljaka, 7 tveir eins, 8 keyrði, 9 bíltegund, 10 land, 12 málmur, 14 kraftur, 15 komast, 16 tímamælir, 17 skítur, 18 siðar. Lóðrétt: 1 ruddaleg, 2 umfram, 3 tveir eins, 4 veginn, 5 biblíunafn, 9 glöð, 11 veiðiaðferð, 13 gefa upp sakir, 14 ávíta, 17 félag, sk.st. Lausn: Lárétt: 1gamall, 6rum, 7ee, 8ók, 9kia, 10láð, 12tin, 14þor, 15ná, 16úr, 17tað, 18agar. Lóðrétt: 1gróf, 2auk, 3mm, 4leiðina, 5 lea, 9kát, 11dorg, 13náða, 14þúa, 17tr. ÁRNI JOHNSEN Hefur flutt risavaxin listaverk sín úr Smáralind á Stokkseyri þar sem þau verða höfð til sýnis á Bryggjunni. Tónlistarmanninum Rúnari ÞórPéturssyni brá heldur betur í brún þegar hann sá sjálfan sig tala um vin sinn og náfrænda Sverri Stormsker í meintri heimildarmynd um þann síðarnefnda í Sjónvarpinu á sunnu- daginn. Rúnar hafði fyrir það fyrsta gleymt öllu um þátt- töku sína í myndinni sem var gerð fyrir sjö árum síðan og er óhress með að hvorki kvikmyndargerðarmaðurinn né RÚV hafi haft samband við sig og leyft sér að sjá afraksturinn áður en myndin fór í loftið. Rúnari svíður þó mest undan því að öll ummæli hans voru klippt úr samhengi og þannig lítur út fyrir að hann hafi eitthvað á móti Sverri frænda sínum. Rúnar segir að þannig hafi móður Sverris krossbrugðið við ósköpin og ekkert skilið í hvað væri hlaupið í Rúnar að tala svona um góðfrænda sinn. Það leiðréttist því hér með að Rúnar Þór og Sverrir eru hinir mestu mátar og frændur góðir en Rúnar telur ljóst að tilgangur Jónasar hafi verið í meira lagi annarlegur þar sem hann svaraði loðnum spurningum hans af fullum heiðarleika en var síðan klipptur úr samhengi. Steingrímur J. Sigfússon, formaðurVinstri grænna, fór mikinn í ræðustóli á Alþingi í gær og kallaði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, „gungu og druslu“ fyrir að spígspora um ganga þinghússins í stað þess að sitja í sal og eiga við sig orðastað um fjölmiðlafrumvarpið umdeilda. Þeir sem hafa fylgst lengi með pólitíkinni eru á einu máli um að annarri eins sprengju hafi ekki verið varpað úr ræðupúlti Alþingis síðan Ólafur Ragnar Grímsson, þá þingmaður, sagði „skítlegt eðli“ einkenna Sósuð dýna Undanfarnar vikur hef ég verið áferðalagi með landsliði Íslands í eðlisfræði. Ég er ekki mikill eðlis- fræðingur sjálfur en ég aðstoða þá við þvott og gef þeim ráðleggingar varðandi hreinlæti. Ég þarf ekki að taka fram að þeim gekk hræðilega á öllum mótum sem þeir tóku þátt í, ég held að þeir hafi einfaldlega mis- reiknað sig frá byrjun og þá er erfitt að halda áfram baráttunni. Þetta skilaði sér í gríðarlegu þunglyndi. Ég var því bæði þreyttur og úttaugaður þegar ég kom heim til Íslands. Það eina sem ég þráði var að leggjast upp í sófa, borða popp og horfa á íslenska bíómynd í sjón- varpinu eða hlusta á Múm í steríó- græjunum og gráta úr mér þreytu- na. En það átti ekki fyrir mér að liggja. Ég skildi við konuna mína fyrir um sjö mánuðum og ég hef ekki fengið að hitta börnin vegna æðiskasts sem ég tók óvart fyrir framan tengdaforeldra mína, ég viðurkenni þau mistök (er ég ekki meiri maður fyrir vikið). Mér var vísað út af heimilinu og hef búið í lítilli íbúð á Miklubraut síðan. En þegar ég sneri heim greip ég í tómt. Á meðan ég var á keppnis- ferðalagi með eðlisfræðilandsliðinu hafði vegamálastjóri eða einhver snillingurinn hjá gatnamálastjóra rifið húsið með íbúðinni minni, jafnað það algjörlega við jörðu þannig að það er ekkert eftir nema nokkrir myglaðir steypuklumpar og sósuð dýna. Þetta er dýnan mín. Ég tók dýnuna mína og nú sef ég undir stóru veröndinni á Kjarvalsstöðum. Ég óttast það mest að nú fái ég ekki einu sinni að starfa fyrir landsliðið í eðlisfræði lengur. Þeir fyrirlíta þá sem sofa úti eins og ég. Greining: myndlíkingar í þessari grein, líkt í og öðrum greinum eftir sama höfund, eru á reiki. Þó má telja víst að eðlisfræðilandsliðið standi fyrir góða skynsemi, Miklabraut 16 standi fyrir tón- listarsmekk þjóðarinnar og dýnan standi fyrir höfundinn sjálfan. ■ ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON ■ pælir í lífinu og tilverunni. persónu Davíðs. Frjóir kenninga- smiðir telja að í fríunarorðum Steingríms hafi ekki síður falist skilaboð til Ólafs en Davíðs þar sem þarna toppaði Skalla-Grímur forse- tann í kjafthætti og nú sé boltinn hjá Ólafi sem hafi gullið tækifæri til að koma stöðunni í 2-1 sér í vil gegn Steingrími með því að neita að skrifa undir fjölmiðlafrumvarið verði það að lögum. 70-71 (58-59) Fólk 14.5.2004 21:35 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.