Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 1
\\om miEiÐiR VEITINGABÚÐ „Hótel Loftleiöir" er nýjung I hótel- rekstri hérlendis, sem hefur náð skjót- um vinsældum. Góðar veitingar, lipur þjónusta, lágt verð —og opið fyrir allar aldir! BÝÐUR NOKKUR BETUR! Vísir að tæknisafni — björgun og varðveizla tækja frá upphafi vélaaldar — MADUH LÆTUR sig dreyma um aö koma upp tæknisafni, sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður við Timann i gær. En kann að eiga langt i land, að sá draumur rætist, og gegnir mestu að bjarga þvi, sem enn er til, og koma þvi i sæmilega geymslu, unz þvi hiotn- ast sinn scss i fyllingu timans. Með þetta i huga er hann tekinn að viða að sér ýmsu frá upphafi vélaaldar á landi hér — bátavél- um, vélknúnum samgöngutækj- um, landbúnaðarvélum og öðru af þvi tagi, er margt hefur lengi leg- ið i óhirðu. Sumt af þessu er byrj- að að dubba upp, svo að það fái notið sin sæmilega. Kom ári of seint á Skagann — Það er orðið býsna margt, sem við vildum nú eiga, er farið hefur forgörðum, og stundum hefur ekki vantað nema herzlu- muninn, að það bjargaðist, sagði Þór. Hugsum okkur til dæmis fyrstu dráttarvélina, sem kom hingað til lands — dráttarvél Þórðar Ásmundssonar á Akra- nesi. Henni var tortimt árið áður en séra Jón Guðjónsson kom á Akranes — maður, sem áreiðan- lega hefði skorizt i leikinn, ef hann hefði verið þangað kominn. Já, þannig varð séra Jón ári of seint prestur á Skaganum. Bifreiöir og gamlar landbúnaðarvélar Meðal þess, sem Þór hefur komizt yfir, er svo nefndur Viði- staðabill frá árinu 1917 og elzti slökkvibill landsins, sem fenginn var til Akureyrar 1930, en er þó af árgerð 1923. Báða þessa bila er nú verið að dubba upp, og er það mikið verk, en i góðum höndum. Sláttuvél frá árinu 1910 hefur hann fengið frá Grund i Villinga- holtshreppi og dráttarvél frá 1927 á hann i vonum að Grænuhlið i Torfalækjarhreppi, er áður hét Smyrlaberg, svo að nefnd séu landbúnaðartæki. — Einu sinni stóð til að koma á stofn búvélasafni á Hvanneyri, sagði Þór, og talsvert mun þar tií af ýmsu tagi, meöal annars þúfnabani. En ég veit ekki, hve mikil rækt hefur verið lögð við varðveizlu þessara véla, enda i sjálfu sér allt annað hlutverk, sem Hvanneyrarskólinn á að gegna, en geymsla gamalia minja. Sjóminjum einnig borg- ið undan tímans sjó — Alfavél frá árinu 1913 höfum við eignazt, hélt Þór áfram. Hún var á sinum tima i Nirði frá Seyðisfirði. Tvær gamlar gufu- vélar fengum við úr vélskólanum. önnur þeirra er frá árinu 1889 og var lengi notuð til þess að knýja blásara i fiskhúsi Alliance. Hin er aflvél Siriusar frá Siglufirði, ár- sett 1917. Sirius var upphaflega norksur linuveiðari, er hérlendis varð þetta skip frægt að fengsæld á þeim uppgripaárum, er sildin var eins og krap i sjávarskorp- unni. Ekki var það samt i eigu Is- lands-Bersa, en eigi að siöur góð- ur að þvi nauturinn. Margt týnt, og margt i óreiðu — Maður gleðst yfir hverjum góðum grip, sem bjargast, hvort sem hann hefur verið notaður á sjó eða þurru landi, sagði Þór að lokum, en horfir blóðugum aug- um eftir öllu, sem i súginn hefur farið. Það er svo margt eiliflega glatað. Aftur er svo sumt hér og þar, ýmist liggjandi i óreiðu eða i vörzlum fólks, sem veit eða grun- ar, hvað það hefur undir höndum. Hérna úti i örfirisey liggur til dæmis önnur eimreiðin — hin er i Arbæ ásamt götuvaltaranum Bri- etu — og þar er einn gripur, sem sem höfum augastað á. En það kostar bæði fémuni og húsrými að bjarga þessu og varðveita það. —JH Þór Magnússon þjóðininjavörður. Loðnufrysting í Borgarnesi — Nýtt verkefni þar vegna takmörkunar á skelfiskveiðunum á Breiðafirði Erl-Ileykjavik.— i sambandi við frétt sem birtist i blaðinu i gær um loðnusöltun bænda, og æskilega upplöku þess múls hjá kaupfclögunum, átti Tíminn saintal við Olaf Sverrisson, kaupféiagsstjóra i Borgarnesi, og spurðist fyrir um, livort kaupfélag Borgfirðinga hygðist gera eitthvað i þeim málum. Ólafur sagðist ekki geta gefið neitt út um slikt, það hefði verið minnst á þetta, en ekkert ákveðið enáþessu væru ýmis vandkvæði, svo að sér litist ekki að öllu leyti vel á hugmyndina. Hins vegar sagði Ólafur að Kaupfélag Borgfirðinga myndi i vetur, svo framarlega sem nokkur loðna bærist á land á Akranesi, taka hana til frystingar fyrir utanlandsmarkað. Það sem það er aðeins kvenloönan, sem fryst er gengur um helmingur magnsins af, og hann ættu bændur auðveldlega að geta fengið, vildu þeir hagnýta sér hann til skepnufóðurs. Ólafur sagði, að undanfarna vetur hefði slátur- og frystihúsið verið hagnýtl til vinnslu á hörpu- diski vestan frá Breiöafirði, en sökum takmarkana á veiðunum nú, hefðu þeir misst þann spón úr askinum sinum og þá farið aö svipast um eftir öðrum verkefn- um. Þá hefðu þeim fundizt þetta liggja einna bezt við, en að sjálf- sögðu væri það háð þvi, að loðna bærist á land við Faxaflóa. Á sliku ætti ekki að verða mis- brestur eins og viðhorfið er i dag. Þeir Borgnesingar þurfa liklega bara að biða um hrið eftir þvi, að loðnan færi sig vestar með suður- ströndinni. 45 VETRA KOM HANN í Mosfellssveitina m. . **• Gráni gamli var alisprækur og upp meö sér, þegar hann var myndaður I Þormóösdal fyrir nokkrum ilöguin. — Tímamynd: GE. LÍTII.L VAb’I leikur á að Gráni frá Kothúsum cr clzti hesturinn á landinu. Hann mun nú vera um 45 vetra gamall, cn ckki er vitað með vissu um fæöingarár hans. Gráni er frá Kothúsum i Garði, en hann hcfur aiið allan sinn aldur á Miðnesi, þar til i vctur, að hann er i húsi hjá Guðmundi Þorgeirs- syni, hónda I Þormóðsdal i Mos- fellssveit. Gráni gamli er I umsjá Vilhjálms Lúövikssonar, efna- verkfræðings, en liann var lengst- um i eigu afa hans og ömmu á Hafurbjarnarstöðum, eða að minnsta kosti frá árinu 1936, til 1969 og eftir það hjá frænda Vilhjálms á Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi, sem þá fluttist til Ástrallu og skildi hestinn eftir i umsjá Árna Jónssonar á Flanka- . stöðum, þar til nú fyrir skemmstu að Vilhjálmur kom honum fyrir hjá Guðmundi i Þormóðsdal. Þegar Timamenn komu að Þor- móðsdal til að fá að mynda þann gamla, lét Guðmundur bóndi i ljósi nokkra vantrú á að Gráni vildi fara úr húsi, en hann hefur nú verið i rúma viku í Þormóðs- dal. Þegar Guðmundur kom inn i hesthúsið létu þeir vel hvor að öðrum, Gráni og hann og kunnu auðsjáanlega vel við skaplyndi hvors annars þótt kynnin væru ekki orðin löng. „öldungurinn” gekk á eftir bónda út i frostkalda vetrarstilluna og fór þegar að rölta um, skoða sig um i hinum nýju heimkynnum upp til dala, en eins og komið hefur fram hefur Gráni ávallt átt heima við sjóinn á Suðurnesjum. Bóndinn fylgdist ánægður með rölti Grána á freð- inni jörðinni og hafði á orði, að enn væri nokkur dugur i þeim gamla, þótt ekki væri hann beinlinis fjörugur, en bæri ellina vel. Að vonum eru tennur Grána Framhald á bls 39

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.