Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 31
Sunnudagur 11. febrúar. 1973
TÍMINN
31
loftiö með loftstraumum og þar
með lika gerlar. Vatnið mengast
þvi bæði við þéttingu gufunnar og
á leiðinni til jarðar. t upphafi
rigningar getur þvi regnvatnið
verið mjög mengað, en þegar frá
liður, minnkar mengunin og
vatnið getur orðið tiltölulega
hreint.
begar til jarðar kemur, þá fer
vatnið eftir tveimur leiðum.
Nokkur hluti þess streymir eftir
yfirborði jarðar og safnast saman
i ár og læki og stöðuvötn, en hinn
hlutinn sigur niður i jarðveginn
og safnast þar fyrir sem grunn-
vatn. Svo segir i Snorra Eddu:
,,Þat var eitt eðli at jörðin var
grafin i hám fjalltindum ok spratt
þar vatn upp, og þurfti þar eigi
lengra að grafa til vatns en i
djúpum dölum”. Þetta er nú að
visu heldur of mikið sagt, þvi að
yfirborðsflötur grunnvatnsins er
jafnan lengra undir yfirborði
jarðvegsins á fjalltindum en á
láglendi. Á láglendi getur yfir-
borðsflötur grunnvatnsins oft
orðið hærri en jarðvegsins, sbr.
mýrar og flóa.
A milli yfirborðsvatns og
grunnvatns er stöðugur
straumur. Frá yfirborðsvatninu
sigur stöðugt niður i grunnvatnið,
og grunnvatnið kemur upp á yfir-
borðið i uppsprettum og myndar
ár og læki og stöðuvötn og verður
þannig að yfirborðsvatni.
Jarðvegurinn er aðalheimkynni
gerlanna. Likamar jurta og dýra,
úrgangsefni frá þeim og efni
unnin úr þeim, safnast að lokum
öll fyrir i jarðveginum og rotna.
Svo er gerlunum fyrir að þakka.
Þvi meira sem verður af þessum
lifrænu efnum i jarðveginum, þvi
meiri verður gerlagróðurinn.
Frjósöm aukurmold eða gróður-
mold er þvi mjög gerlarik, og i
húsdýraáburði og sorpi er gerla-
fjöldinn oft svo þúsundum mill-
jóna skiptir i hverju grammi.
Sandur, möl og leir er aftur á
móti snauður af gerlum . Gerla-
gróður er alltaf mestur i efstu
jarðlögunum, en fer minnkandi,
þegar neðar dregur.
Yfirborösvatn
Yfirborðsvatn, sem rennur um
frjósaman jarðveg, um þéttbyggð
svæði, eða bithaga búpenings,
verður mjög gerlarikt. Blandist
vatnið frárennsli frá manna-
bústöðum, gripahúsum eða
vissum iðjuverum, verður gerla-
mengunin ennþá meiri. Renni
vatnið aftur á móti um gróðurlaus
svæði fjarri byggðum manna eða
dýra, verður það ekki eins gerla-
rikt. 1 vatnavöxtum af völdúm
rigninga og leysinga flytur yfir-
borðsvatnið með sér mikið af
jarðvegsefnum og þar með
ógrynni af gerlum. Um sumar-
timann via flugur i ár og vötn, og
berast þá lirfurnar með vatns-
straumnum. Hvort tveggja,
moldin og lirfurnar, berst svo alla
leið á fiskinn i fiskverkunar-
stöðvunum á rækjuna i pillunar-
vélunum og á snjóhvitan þvottinn
hjá húsmærðunum eða i þvotta-
húsunum. Það er þvi augljóst
mál, að yfirborðsvatn er alltaf
mjög varhugavert vegna
mengunar.
Grunnvatn
Um grunnvatnið gildir allt
annað, enda fer það aðra leið. Það
fer venjulega langa leið i gegnum
jarðveginn og þá sérstaklega
gegnum neðri lög hans, sem
venjulega eru snauð af gerlum.
Þvi þéttari og þykkari, sem þau
jarðlög eru, sem vatniö seytlar i
gegnum, þvi betur siast það.
Fingerður sandur og þéttur jarð-
vegur siar vel, grófur jarðvegur,
möl og urðir sia illa, og holótt og
sprungin jarðlög og hraun sia litið
eða ekki neitt. Grunnvatn, sem
siazt hefur vel i djúpum jarð-
lögum, getur orðið nær gerla-
laust. Það er slíkt vatn, sem fæst
úr uppsprettum og úr djúpum
brunnum og borholum.
Uppsprettúlind, sem flytur
grunnvatn úr djúpum jarðlögum,
er það bezta náttúrulegavatnsból,
sem til er. Með djúpum brunnum
og borholum má einnig ná i þetta
vatn. Einkum eru það bor-
holurnar, sem leysa þennan
vanda, og hafa Jarðboranir
rikisins náð hér viða ágætum
árangri. Svo er forsjóninni og
verkfræðingunum fyrir að þakka,
að stærstu kaupstaðir landsins,
þar sem búa 60% landsmanna,
taka grunnvatn i sinar vatns
Raiinsóknarstúlkur að störfum.
veitur. Er þetta á svæðinu
Reykjav., um Reykjanes til Vest
mannaeyja, og svo á Akureyri. t
nokkrum kauptúnum hefur
einnig tekizt að ná i grunnvatn, en
i langflestum verður að notast við
yfirborðsvatn. Svo er einnig i
kaupstöðunum Akranesi, tsafirði,
Sauðárkróki, Siglufirði, Norðfirði
og Seyðisfirði. Og vandamálið er
alls staðar það sama. Alls konar
rennsli af yfirborði þurrlendisins
lendir fyrr eða siðar i næsta læk, á
eða stöðuvatni. Þetta afrennsli
getur verið frá mannabústöðum,
gripahúsum, haugum, safnþróm
og rotþróm, frá görðum, túnum
bithöfum búpenings og varp-
stöðvum fugla, eða frá þjóð-
vegum, götum og torgum. Frá
öllum þessum stöðum má vænta
mengunar af iðragerlum, og sé
fólk eða skepnur i umhverfinu
haldnar smitandi iðraskjúk-
dómum eða smitberar, þá má bú-
ast við, að þarna séu einnig iðra-
syklar. Yfirborðsvatn er þvi
alltaf varasamt frá heilbrigðis-
legu sjónarmiði, auk þess sem
það ber með sér alls konar efnis-
leg óhreinindi’ i stórrígningum
og Ieysingum.
Kröfur um gæði neyzlu-
vatns
Það er augljóst mál, að þeir
gerlar, þar með taldir sýklar,
sem komast i neyzluvatn, berast
auðveldlega niður i maga bæði
mannaog dýra.Gerist það bæði á
þann hátt að vatnið er drukkið
eða það er notað við framleiðslu
matvæla, sem neytt er ósoðinna.
Baðvatn berst og auðveldlega
ofan i fólk, bæði i heimahúsum og
i sundlaugum. Þvi er það, að
strangar reglur eru settar um
gæði vatns bæði til heimilisnota, i
fiskverkpnarhúsum, miólkur-
búum, sláturhúsum og hvers
konar stöðum öðrum, þar sem
farið er með matvæli. Til
baðvatns eru nær gerðar sömu
kröfur og til neyzluvatns.
Smit af iðrasýklum, sem og
annarra sýkla, getur verið
misjafnlega viðtækt. Ef einn
einstaklingur ber smit á hendi sér
frá endaþarmi og i munninn, þá
er það hans mál, enda honum al-
gerlega skaðlaust. En berist
smitið i mat, sem öðrum er
ætlaður eða vatn, sem aðrir eiga
að nota, þá er hætta á ferðum.
Fólk, sem matreiðir fyrir
heimilisfölkið, fyrir mötuneyti
eða gesti veitingahúss, ber þvi
mikla ábyrgð og þvi meiri, sem
neytendurnir eru fleiri. Berist
iðrasýklar i vatnið á einu heimili,
sem er sér um vatnsveitu, er
aðeins heimilisfólkið i hættu, en
berist þeir i vatnsveitu heillar
borgar, er fjöldi manns i hættu.
Það er dreifing vatnsins eða mat-
vælanna frá einum og sama stað
til fjöldans, sem felur i sér
hættuna. Þegar svona er komið,
rná ekkert út af bregða. Smit frá
einu vatnsbóli getur sýkt heilt
bæjarfélag. Og ekki nóg með það.
Séu á staðnum framleidd matvæli
s.s. fiskur, kjöt eða mjólk, sem
dreift er innanlands eða utan,
getur smitið borizt ennþá viðar.
Mikilvægi góðrar vatns-
veitu
Það er augljóst mál, að ástand
vatnsveitu, sem flytur vatn til
fjölda heimila, eða i mjólkurbú,
sláturhús eða fiskverkunarstöð,
s.s. hraðfrystihús, rækjupillunar-
stöð eða niðurlagningarverk-
smiðju, hefur geysimikla heil-
brigðislega þýðingu. Það er þvi
ómetanlegur kostur i einu bæjar-
félagi, ef allir, bæði ibúarnir og
matvælaframleiðendur, geta
treyst vatninu i vatnsveitu
staðarins. Þetta er þvi miður ekki
alls staðar hægt hér á íslandi
ennþá, þvi eins og áður var sagt,
verða hér margir bæir og
byggðarlög að notast við yfir-
borðsvatn, eins og það kemur
fyrir.
Við skulum lita á, hvernig
ástandið er á svona stað. Vatnið
er tekið úr læk eða á i nágrenni
bæjarins. Sett er stifla i lækinn,
svo að myndast lón og úr þvi er
vatnið tekið beint inn iveitukerfið
og dreift þannig til notendanna.
Þegar frost er og snjór, er þetta
vatn oftast óaðfinnanlegt, en
þegar snjóa leysir, eða á öðrum
tímum árs, þegar mikið rignir,
verður vatnið kolmórautt af
óhreinindum, sem skolast af
vatnasvæðinu niður i vatnsbólið,
og þeim fylgir að sjálfsögðu fjöldi
gerla. Það er ekki ánægjulegt
fyrir húsmóðurina að fá svona
skolp úr krananum eða fyrir
fiskframleiðandann að fá það á
fiskflökin i flökunarvélinni eða á
rækjuna i pillunarvélinni. Það er
þó bót i máli, að hægt er að vara
sig á þessu vatni vegna útlitsins,
en vatn getur lika verið mengað
miklu af gerlum, þó að það sé
tært og fallegt útlits. Það er þvi
ekkert, sem getur hiálpað i
slikum tilfellum, nema hreinsun á
vatninu og gerileyðing og stöðugt
gerlafræðilegt eftirlit.
Hreinsun á vatni
Hreinsun á vatni er mjög af-
geng um allan heim, þar sem á
anna-borð eru viðhafðar nokkrar
heilbrigðisráðstafanir. Mun
leitun á þeirri borg i Evrópu og
N.-Ameriku, þar sem ekki þarf
að hreinsa vatnið, og mun
Reykjavik vera ein af þeim fáu,
þar sem það er ekki gert og þess
ekki börf.
Viða erlendis hagar svo til, aó
hreinsun á vatninu kostar mikið
fé, vegna þess, hversu mengun
yfirborðsvatnsins er mikil. Hér á
landi eru aðstæðurnar aftur á
móti tiltölulega góðar Hér þarf
aðeins að setja upp sandsiur, sem
taka burt föst óhreinindi, og
blanda siðan klóri i vatnið á eftir
til að drepa gerlana. Stofn-
kostnaður er talsverður, en
reksfrarkostnaður er litill. Af
klóri er venjulega notað um 0.5
p.p.m. ,þ.e hálft gramm i tonnið.
Þetta er það úrræði, sem tiltækt
er hér á landi, þar sem Jarð-
boranir rikisins geta ekki bjargað
málinu.
Gerlafræöilegt eftirlit meö
vatni
Gerlafræðilegt eftirlit með
neyzluvatni er i þvi fólgið, að
rannsakað er i fyrsta lagi, hversu
mikill fjöldi af gerlum er i
vatninu, og i örðu lagi hvort og
hversu mikið finnist i þvi af coli-
gerlum. Gerlafjöldinn er fundinn
með ræktun annars vegar við 37
gr. C og hins vegar við 22 gr. C.
Mikill gerlafjöldi við 37 gr. C
bendir á, að rnikið af rotnandi
leifum sé i vatninu og er það talið
slæmt, ef sá fjöldi fer yfir 100 i 1
rúmcm. Mikill gerlafjöldi við 22
gr. C bendir hins vegar á iblöndun
jarðvegs, þar sem litið er um
rotnandi leifar, eða þá, að vatnið
séstaðnað, þ.e. litil endurnýjun á
þvi. Er talið slæmt, ef sá fjöldi fer
yí'ir 1000 i 1 rúmcm. Finnist
coligerlar i vatninu, þarf að skera
úr þvi, hvort þeir eru af saur-upp-
runa eða ekki. Er hér gerð sú
krafa til neyzluvatns, að
coligerlar af saur-uppruna finnist
þar ekki i 100 rúmcm. Þessir
staðlar eru svipaðir og gerist i ná-
grannalöndum okkar, vestan
hafs og austan. Þeir hafa ekki
verið lögleiddir hér á landi, en
látnir gilda samt við mat á
neyzluvatni.
5000 sýnishorn rannsökuð
frá 1938
Gerlarannsóknir á vatni, eins
og hér var lýst, hef jast hér á landi
með stofnun Atvinnudeildar
Háskólans haustið 1937. Við
Iðnaðardeild Atvinnudeildar-
innar var þá sett upp rannsókna-
stofa fyrir almennar gerlarann-
sóknir á vatni, mjólk og öðrum
matvælum. Arið 1952 voru gerla-
rannsóknirnar fluttar i húsnæði
Rannsóknastofu Fiskifélags
islands og gerðar að sérstakri
deild hennar árið 1961. Nú er
gerladeildi hluti af Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins. A árunum
1938 til 1960 fékk gerladeildin til
rannsóknar að meðaltali 80 synis-
horn af vatni á ári, þar af nokkur
af sjó. A árunum 1961 til 1970 var
fjöldi sýnishorna af vatni og sjó
320 á ári að meðaltali. Þetta eru
Klórun vatns.
SKÝRINGAB—
© Klórgasgeymar
© Kiórgasgeymar,hugsanleg viðbót
© Klórgasleiðsla úr sveigjanlegu efni, koparleiðslo
© Sjálfvirkur klárgasgeymaskiptir, BA 0H
© Klörgastaekl, A.831.B
© Handstilling fyrir klórmatora
© Klórþrýstimœlir
© Vatnsþrýstimœlir
© Klórm'agnmœlir
© Lof tþrýstiplpa, \'Ceirpipa
@ Vatnsþrýstipipur, '/l'QÍrpipUr
© Þrýstibreytir
© Votnsdœla. ufkost 10/1 min, bakþr 2mvs ,framþr. 6 rr
© Finsia
© Valnslogn, < 20mm galv jórn.
© Vatnslogn fyrirklóraó vatn, <20mrn plastpipa.
© Vatnsveitupipa
© Vatnsronnslismaílir
'ISAFJAROARKAUPSTAOUR
Vatnsveita Isatjarðar Klórun vatns, tengimynd 68*20 2.01
mmcnnm siiuiai tiiiiiiseí sf.