Tíminn - 11.02.1973, Síða 14

Tíminn - 11.02.1973, Síða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 11. febrúar. 1973 ag OMEGA / Ursmíöi er okkar fag Niuada ©I rOAMEr PtERPODT URVALS „Pillan" veldur málaferlum NTB, Stokkhólmi — Sænskur málaflutningsmaður flytur í þessum mánuði fyrir rétti mál gegn fimm sænskum og tveim öðrum framleiðendum á get- naðarvarnatöflum. t stefnunni eru talin upp nöfn meira en 50 sænskra kvenna, sem takið hafa getnaðarvarnatöflur. Helmingur þeirra eru nú látnar og málaflutningsmaðurinn telur að banamein þeirra hafi verið aukaáhrif, sem getnaðarvarna- töflurnar hafa. Hinar konurnar hafa veikzt meira eða minna, nokkrar fengið blóðtappa i heilann og orðið 100% öryrkjar. Fyrirtækin, sem mál þetta er höfðað gegn eru, Pharmacia, Astra-syntex, Astra, Novo, Lövens kjemiska fabriker og Erco — öll sænsk — vesturþýzka fyrirtækið Schering og Seale, bandariskt fyrirtæki. ur verzlunarstaður, en hér voru ekki neinar byggingar, eða yfir- leitt nokkur skapaður hlutur, sem til þurfti. — Svo við rekjum ekki þróun- ina liö fyrir lið: Hvað eru félagsmenn margir núna? — Núna eru þeir rétt um hálft fjóðra hundrað, en áður voru þeir að visu miklu fleiri, þvi að þá var Kaupíélag Itaufarhafnar og Kaupfélag Norður-Þingeyinga eitt og sama félagið. — Er einhver útgerð hér, eða styðst félagið eingöngu við sveitabúskapinn? — Það hefur verið sagt um Kópasker, að það væri eina sjávarþorpið á tslandi, þar sem ekki er nein útgerð. Það má segja, að þetta hafi eingöngu byggzt upp sem þjónustumiðstöð fyrir bændurna hér við Öxar- fjörðinn. Ilólsf jallahangikjötið — Já, bændurnir við öxar- fjörðinn segirðu. Hverjir eiga verið svo, siðan ég kom hingað, að þetta hafa ekki neinir vetur verið, svo að ekki hefur komið til neinna teljandi óþæginda með þessa hluti. — Þeir eiga auðvitað þyngstu dilkana á hverju hausti, Hóls- fjallamenn? — Jú, yfirleitt er það nú. I haust var bóndi af Fjöllunum með hæstu meðalvigtina hér, eitthvað rúm nitján kíló, ef ég man rétt. Þynsti dilkurinn, sem hér var lóg- að, var lika af Hólsfjöllum. Hann vóg tæp tuttugu og niu kiló. Hóls- fjallahangikjöt er viðfrægt orð, og við njótum góðs af þvi nafni, þótt að sjálfsögðu sé kjötið þaðan ekki nema brot af innlegginu hérna. — Er ekki annars vænt fé i sveitunum hér i kring? — Jú, það er það vissulega. Hér er líka eingöngu stundaður sauð- fjárbúskapur, enda er aðstaða til sliks frábærlega góð, þar sem beitiland er bæði kjarnmikið og rúmgott. — Er hér ekki nein kjólkur- framleiðsla? — Nei, hún er ekki til hér. I Kelduhverfi eru örfáir bændur, sem framleiða mjólk og selja hana til Húsavikur. Hér er það ekki til. Útgerð má heita engin — Þú sagðir áðan, að Kópasker væri eina sjávarþorpið á tslandi, þar sem ekki væri nein útgerð. Er hún i raun og veru alveg engin? — Það er ekki hægt að segja, að nún sé nokkur. Að visu eiga menn hér trillur og það hefur verið gert út á grásleppu á vorin, en meira er það heldur ekki. Siðast liðið sumar ætluðum við að hrista þetta af okkur og fara að stunda sjóinn svolitið meira. Hér var tekið á móti fiski og hann verk- aður i salt. Þetta var nánast til- raun, sem gerð var á vegum hreppsfélagsins, kaupfélagsins og verkalýðsfélagsins. Þessi félög stóðu sem sagt öll að tilrauninni, og ég held,að óhætt sé að segja, að hún hafi tekizt mjög vel, enda var upp úr henni stofnað hlutafélag hér i haust um fiskverkun og út- gerð. — Ætlið þið kannski að fara að kaupa stærri fiskiskip? — Ekki býst ég við að lagt verði i skuttogarakaup núna, þótt nóg sé til af þeim. Það hafa verið gerðir út bátar frá Leirhöfn á Sléttu, en þeir hafa ekki getað losnað við sinn afla hér, og það er greinilegt, að menn vilja gjarna gera út héðan, enda ekkert þvi til fyrirstöðu, þótt við förum hægt i sakirnar i byrjun. Þaí) er alls ekki neitt lengra i fiskinn héðan en frá stöðunum hér i kring, til dæmis Húsavik og Raufarhöfn. — En hvernig er höfnin og að- staðan i landi? — Höfnin er nú okkar stærsta vandamál,og hefur löngum verið það. En sem smábátahöfn er hún Kristján Armannsson, kaup- félagsstjóri á Kópaskeri. Ávallt nýbrennt Söluafgreiösla: Vatnsstig 3, Reykjavik Við erum stödd norður á Kópa- skeri á þorranum árið 1973. Þótt nú sé hávetur, má jörð heita sumarauð og vegir færir, allt austur til Vopnafjarðar, en þó þvi aöeins, að þrædd sé strandlengj- an. Axarfjarðarheiði ^er ófær, hvaö þá Fjöllin. Við höfðum kom- ið til Kópaskers i gærkvöld, þreyttir eftir langt ferðalag og lit- inn svefn, en kaupfélagsstjórinn á staðnum, Kristján Armannsson, tók okkur tveim höndum og sá okkur fyrir góðri næturhvild. Gömul verzlun — ungur maður A Kópaskeri hagar svo til, að kaupfélagið er gamalt, en kaup- félagsstjórinn ungur. Og til þess nú að fá það staðfest, að ég hafi ekki skrökvað alltol' miklu langar mig að byrja á að spyrja um ald- ur kaupfélagsins: — Er það ekki rétt hjá mér, Kristján, að kaupfélagið sé komið nokkuð til ára sinna? — Jú, vist er það rétt, að félag- ið er búið að slita barnsskónum. Það er stofnað árið 1894, og á þvi áttræðisafmæli á næsta ári. — Hver eða hverjir áttu mest- an hlut að þvi að koma þvi á lagg- irnar? — Jón Jónsson á Gautlöndum kom hingað og kynnti þennan fé- lagsskap og var helzti forvigis- maður að stofnun félagsins og fyrsti framkvæmdastjóri þess. Jafnframt var hann formaður fé- lagsstjórnar til ársins 1916. — Félagsskapurinn hefur auð- vitað fljótt orðið vinsæll meðal bændanna hér í kring? — Þegar Kaupfélag Þingey- inga var stofnað, voru strax nokkrir i Kelduhverfi, sem gengu i það félag, en litið var um það austan við Jökulsá. — Það hefur þá komið sér vel fyrir menn, hér austan viö ána, að fá verzlunaraðstöðu? — Já, vissulega var það. Kópa- sker var þá að visu orðinn löggilt- lengst að sækja i kaupstað til ykk- ar? — Tvimælalaust eru það Hóls- fjöllungar, sem eiga lengst að sækja hingað, og reyndar er það ákaflega erfitt fyrir þá að sækja hingað verzlun, nema rétt yfir blásumarið. Á Hólsfjöllum höfum við vörugeymslu, til þess að þeir geti birgt sig upp á haustin og þurfi ekki leita i kaupstað fyrr en orðið er sæmilega fært á vorin. — Er ekki slátrunin á' haustin nokkurt vandamál fyrir þá, sem búa T svo mikilli fjarlægð frá kaupstað? — Hólsfjallabændur hafa að jafnaði slátrað hér tvisvar á hverju hausti, en að sjálfsögðu hefur verið reynt að hliðra til með lógunardaga, eftir þvi sem þurft hefur og hægt hefur verið. Þótt það væri að sumu leyti þægilegra fyrir þá, sem langt eiga að sækja, að þurfa ekki að slátra nema einu sinni á hverju hausti, þá er á þvi sá galli, að ekki heimtist allt fé i fyrstu smölun, og þvi getur verið nauðsynlegt að slátra oftar en einu sinni. En annars hefur það „ÞAÐ ER AAIKLU EÐLILEGRA OG HEILBRIGÐARA LÍF, SEM HÉR ER LIFAÐ"

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.