Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 11. febrúar. 1973 Hestar heilla suma —svo geta hreindýr heillaö aöra. Konan á myndinni er dönsk, en hreindýraeigandi eigi aö siöur. HVERT HREINDÝR HEF- UR SÍNA RÖDD — ÞAÐ ER LÍFTAUG STOFNSINS YNGVE ESPMARK heitir dósent i Stokk- hólmsháskóla. Hann hefur lagt stund á rann- sóknir á lifi og háttum hreindýra. Það vakti fyrst furðu hans, hvernig litlir kálfar fundu móður sina i stórri hreindýrahjörð. Rann- sóknir hans leiddu til þeirrar niðurstöðu, að hreindýr hafa mál, og málið veldur þvi, að móðir og afkvæmi týna ekki hvert öðru, þótt fjögur til fimm þúsund hreindýr séu saman komin i einni hjörð. HREINDÝRARÆKT er mikill atvinnuvegur i sumum noröur- héruöum Sviþjóöar og Noregs. Og nú hefur veriö gerö uppgötvun, sem getur skipt þá verulegu máli, er stunda hreindýrarækt. Upp- götvunin er fólgin i nýrri vit- neskju um þaö, hvernig sambúö hreindýra er háttaö. Nýjar rann- sóknir hafa leitt i Ijós, aö rödd hvers hreindýrs hefur sérkenni, og eina rödd læra hreinkálfarnir aö þekkja, jafnskjótt og þeir eru i heiminn bornir — rödd móöur sinnar. >*■ m *»* Hreindýrasleöi á flugvellinum I Rovaniemi, rétt sunnan heimsskauts baugar i Finnlandi. Þessi uppgötvun skýrir, hvernig móöir finnur kálf sinn og kálfur móður sina, þótt þau veröi viðskila í fjögur til fimm þúsund dýra hjörð. Allir tslendingar, sem einhvern tima hafa i sveit komið að haust- lagi, þegar afréttir eru smalaöir eða fjöllótt heimalönd, minnast þess, hvernig féð rennur niður hliðar og höll I stórum breiðum. Aörir hafa að minnsta kosti séö þetta á myndum — til dæmis frægri ljósmynd úr mynni Þjórs- árdals. A sama hátt er algeng sjón að sjá mörg þúsund hreindýr streyma eins og óstöðvandi fljót niður fjallshliðar i Norður-- Sviþjóð, þar sem mikil hrein- dýrarækt er stunduð. A undan fara forystudýr — hreindýr, sem hafa i sér eðli foringjans, likt og forystuféð islenzka, sem áður var mikils metið, en kannski deyr þó að mestu leyti út með nýjum bú- skaparháttum — lifir þó áfram, til dæmis i sögu Gunnars Gunnarssonar af Fjaka-Bensa og forystusauði hans. Hvað heldur hópnum saman? Hvers vegna týnir kálfurinn ekki móður sinni, og hvers vegna halda jafnvel margar mæðgur hópinn? Kálfurinn á lif sitt að öllu leyti undir móður sinni komið. Hann veslaðist upp, ef hann missti hennar. En svo er hamingjunni fyrir að þakka, að hann finnur hana aftur, þótt hann verði við-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.