Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 11. febrúar. 1973
Menntaskólinn á Akureyri. Gagnmerk stofnun meö langa sögu aö baki
HIÐ HAGNÝTA
og það,
sem ekki verður metið til fjár
Eins og flestum mun kunnugt,
uröu þau tiöindi á siðast liðnu
hausti, að nýr skólameistari kom
að Menntaskólanum á Akureyri.
Við stöðunni tók maður, sem
mörgum var að góðu kunnur,
Tryggvi Gislason. Hann var sótt-
ur heim einn góðan veðurdag,
ekki alls fyrir löngu, og fyrsta
spurningin, sem lögö var fyrir
skólameistarann, var ekki frum-
legri en þetta:
Ánægjulegt að
koma hingað
— Hvernig verkaði það á þig,
þegar þú varst allt i einu orðinn
skólameistari hér i þessari forn-
frægu stofnun?
— Ég verð að segja, að það var
mér mikil ánægja að koma til
starfa hér við þennan gamla
skóla minn. Þvi að ég er bundinn
honum gömlum böndum. Sjálfur
stundaði ég hér nám og var bú-
settur á Akureyri um árabil og
fylgdist allnáið með nemendum
skólans og starfsemi hans reynd-
ar lika. Mjög ungur kynntist ég
Þórarni Björnssyni, sem þá var
kennari hér, og seinna varð hann
skólameistari minn. Það var mér
þvi, eins og ég sagði, mikil
ánægja að koma hingað, en hins
vegar geri ég mér ljósa grein fyr-
ir þvi, að þessu starfi fylgir mikill
og margvislegur vandi. Eins og
ég lief bent á áður, veltur á miklu,
að starfsemi skóla okkar verði
efld með skynsamlegum hætti.
Það er ekki sjálfgert, að við höld-
um núverandi sjáifstæði okkar og
til þess að standa vörð um þjóð-
félag og menningu, verður að
taka tillit til þess i skólastarfinu.
Ég hef látið mig dreyma um það
að geta eflt þennan skóla og þá
unnið að eflingu annarra skóla-
stiga, einkum með það fyrir aug-
um, að tryggja hina gömlu menn-
ingu þjóöarinnar, en jafnframt að
horfast i augu við ný og aðkall-
andi verkefni.
Fornfræg stofnun
— Hér kann að þykja ófróðlega
spurt, en er ekki þessi skóli arf-
taki gamla Möðruvallaskólans?
— Jú, það er alveg rétt. Möðru-
vallaskóli hóf starf sitt haustið
1880, og við fylgjum þvi timatali,
þannig að skólinn var i haust sett-
ur i nitugasta og þriðja sinn. Og
að sjö árum liðnum, verður
Menntaskólinn á Akureyri hundr-
að ára, að okkar tali. t rauninni er
þaö ekki fyrren árið 1927, að skól-
inn fær réttindi til þess að braut-
skrá stúdenta, en til þess tima
starfaði hann sem gagnfræða-
skóli.
Raunar er það nú svo, að við
rekjum starfsemi þessa skóla allt
til stólsskólans á Hólum, enda er
Jón helgi Ogmundarson verndar-
dýrlingur skólans og inni á
kennarastofu stendur likneski af
Jóni helga i minningu þessa.
— Stendur ekki til aö gera sér
dagamun i tilefni af hundrað ára
afmæli skólans?
— Ég veit ekki, hvort við leggj-
um svo mjög mikla áherzlu á að
gera okkur dagamun, en að sjálf-
sögðu veröur afmælisins minnzt á
viðeigandi hátt. Sjálfur hef ég hug
á þvi, að unnin verði einhver þau
verk, i tengslum við þetta afmæli,
sem geta markað þessi merku
timamót. Dagamunur verður þá
gerður með þeim hætti að minn-
ast sögu skólahalds á Norður-
landi, vona ég.
— Fóru nemendur héðan þá til
Reykjavikur, áður en skólinn
fékk réttindi til þess að útskrifa
stúdenta?
— Já. Nemendur af Norður- og
Austurlandi, sem sótt höfðu skól-
ann sem gagnfræðaskóla, urðu að
ljúka námi sinu og taka stúdents-
próf i Menntaskólanum i
Reykjavik, sem þá var eini skóli
landsins, sem réttindi hafði til
þess að brautskrá stúdenta.
Svo var það vorið 1927, að suður
til Reykjavikur fór hópur nem-
enda héöan til þess að ganga þar
undir stúdentspróf, en þessir
nemendur höfðu allir hlotið sinn
undirbúning hérna. Hópurinn stóö
sig með miklum ágætum og varð
frammistaða þeirra áreiðanlega
meðal annars til þess að flýta fyr-
ir og ýta undir það, að gagnfræða-
skólinn á Akureyri var gerður að
menntaskóla þá um haustið. Þá
var Jónas Jónsson menntamála-
ráðherra, og hann kom hingað
noröur haustið 1927 og færði
skólanum þessi réttindi, ásamt
fallegu málverki, sem hangir á
virðingarstað hér uppi á Sal.
Heimavistin
— Nú mun Menntaskólinn á
Akureyri hafa sérstöðu meðal
framhaldsskóla i bæjum að þvi
leyti, að þar er heimavist. Er
heimavistin jafngömul skólan-
um?
— Já. 1 rauninni er heimavist
við Gagnfræöaskólann á Akureyri
og siðan Menntaskólann jafn-
gömul þessu skólahaldi. A
Möðruvöllum var heimavist, og
strax þegar skólinn var fluttur
inn til Akureyrar árið 1904, eftir
brunann á Möðruvöllum, var hér
heimavist i þessu gamla skóla-
húsi. Stóð svo allt þangað til fyrir
tveimur árum. Árið 1947 var byrj-
aö á nýja heimavistarhúsinu, sem
nú hefur verið i notkun i aldar-
fjórðung. Þar er rúm fyrir hálft
annað hundrað nemenda, en að
visu er heimavistin ekki fullsetin
þessa stundina, en var það fyrst i
haust. Nemendur flytjast úr
Frá Akureyri.