Tíminn - 11.02.1973, Page 24

Tíminn - 11.02.1973, Page 24
24 TÍMINN Sunnudagur 11. febrúar. 1973 núna. Hún gat aldrei sofiö nóg. Hún haföi átt margar andvöku- nætur i Stebbings i húsi Isabellu. A hótelunum i Lundúnum haföi þungt loftiö haldiö fyrir henni vöku.Ennú svaf Fanney eins og hún heföi tekiö inn svefnlyf. Þegar hún vaknaöi fór hún oft út i bilinn. Þaö var gaman að keyra Mercedes eftir gamla Roverinn. 1 fyrstu var Rob kviða- fullur. — Þú veröur aö muna aö aka á hægri brúninni. ttalir aka hratt. En Fanney hló. — Ég hef verið bilstjóri hálfa ævina. ,,Allt of lengi,” sagði Rob. Fanney var óvön þvi að fá ekki að keyra, þó aö hún væri þreytt. Þessa daga ók hún meðfram vatninu til Riva, litlu borgarinnar með höfninni, sem var umkringd fjöllum þar sem grátviöurinn dýfði blööunum niður i vatnið, og rósaviöur vafðist jafnvel utan um ljósastaurana. Þar voru ágætar búðir viö göturnar umhverfis rjómagulu kirkjuna. Fanney var vön að fara i efnalaugina, þar sem ungar stúlkur stóöu i rööum tilbúnar að pressa föt, meðan við- skiptavinirnir biðu, og kliður af röddum barst út á strætið gegnum dyrnar sem stóðu opnar til þess að hleypa út gufu af hreinsunarefnum. Hún ók niður af Malcesine og keypti dagblöð eða fór i pósthúsiö fyrir Rob, siðan sat hún og drakk kaffi fyrir utan eitt af kaffihúsunum, sem vissu út af bryggjunni. Báts- mennirnir sem unnu hjá Salvatore, fóru að kannast viö hana, enda þekktu þeir Rob. Hún spjallaði við Ritu, eftirlætis veitingarstúlkuna hans, sem var litil og dökkhærð i svörtum kjól og með örlitla, tandurhreina svuntu, sem huldi taupokann með skiptimyntinni. Fanney þekkti dyraverðina á hótelunum. Þeir stóðu alltaf fyrir framan þau og hneigðu sig lokkandi i áttina til bilanna. Hún þekkti lika vöröinn á bifreiöastæöinu. Rob kallaði hann „stigamanninn.” Og hún þekkti einnig lögregluþjónana, i bláu jökkunum, með rauðu röndina á buxnaskálmunum, mjallhvita hanska og hatta á ská. Við og við mætti hún litlum hnokkum, sem gengu i halarófu. Þessir smá- drengir voru fölir i framan, með bláar svuntur og topphúfur. Þeir voru á hæli, sem börn voru send til frá fátækrahverfum i Milano.A hverjum degi gengu þeir i hátið- legri skrúðgöngu niður að höfninni, tveir og tveir saman og hver hélt i svuntuböndin á þeim, sem gekk á undan. Fanney flýtti sér alltaf framhjá þeim eins og börnunum, sem léku sér á torginu og krakkakrilunum, sem voru að gefa dúfunum á kirkjuþrepunum. Stundum ók hún lengra með vatninu, fram hjá smábæjum með bryggju og húsum, sem ýmist voru hvitkölkuð eða úr bleikum steini, fram hjá oliuviði og kýprustrjám, Torri með vin- göröunum sinum, Lazisi með rauðum kastala, Garda, sem var miklu minni en hún hafði búizt við, af þvi að bærinn bar sama nafn og vatnið, og alla leiö til Peschieri. — Þætti þér ekki gaman að sjá Verónu, Mantua og Cremonu? spurði Rob, en það var eins og Fanney væri heilluð af vatninu. Það var engu likara en hún héldi, að ástartöfrarnir hyrfu, ef hún missti stjónir á bláma þess. Hún kom alltaf heim til Robs á réttum tima, hvert sem hún haföi farið, og alltaf sló hjarta hennar hraðar, þegar hún ók siðustu bugðuna á veginum og sá sveita- setriö blasa við með ljós i eldhús- glugganum og glugga Robs fyrir ofan. Hún ók i gegnum hliðið og inn fyrir rósarrunnana. Þar steig hún út úr bilnum, og Mario tók við honum. Hún gekk þegjandi upp i herbergið sitt, fékk sér bað, og hafði fataskipti. Siðan gekk hún niður i dagstofuna eða út á grasflötina og beiö, þangað til Rob kom niður. Henni fannst þessi timi yndis- legastur, að sitja þarna hjá Rob eða reika með honum um garð- inn, meðan fjöllin dökknuðu i rökkrinu, þangað til þau bar við himin eins og klippt úr svargræn- um pappir. Ský, sem voru enn gullin eftir sólsetrið spegluðust i vatninu, sem varð smám saman litlaust, nema það fékk silfurlitan blæ. Stundum brá fyrir rauðu eða grænu ljósi á gufuskipi á leið fram hjá eða glætu frá einmana fiskikænu. Beint á móti var alltaf stjarna, eins og hún hefði verið hengd þar upp vegna sveitaset- ursins. Það er kvöldstjarnan, sagði Fanney, en það var eins og hún væri stjarnan þeirra. Hún skein svo skært, að hún sendi ljós- rák yfir vatnið næstum að fótum þeirra, en stjarnan hvarf alltaf, næstum með leifturhraða, bak við fjallið. Þá birtust ljósin, sem þau könnuðust við, bæði á ströndinni og i þyrpingum i fjallinu. Það blikaði á hvit billjós, þegar þau komu út úr jarðgöngunum hinum megin við vatnið eða niður veg- inn, sem bugðaðist ofan fjallið. Það er kominn timi til að fara inn, sagði Rob venjulega. — Ég er orðinn sársvangur, og ég þarf að fá mér glas til þess að slökkva þorstann. Sólskinið og kyrrðin hafði sef- andi áhrif á Fanneyju. Það var eins og slaknað hefði á böndun- um, sem voru að slita hjarta hennar i tvennt. Ef til vill verð ég einhvern timann aftur eins og ég á að mér að vera, hugsaði hún með sér,- Þegar hún lá með lokuð augun i sólskininu i garðinum, skein ljós- ið gegnum augnalokin og sýndist ljósrautt. Var það táknrænt? ,,En það er ekki þannig”, hefði hún getað hrópað. Hún þurfti ekki annað en opna augun, og þá var ljósið bjart, gullið. Og það er raunveruleikinn. Þetta getur ekki haldið áfram að ásækja mig til eilifðar, sagði Fanney. „Karlmönnum fellur ekki i geð að sjá tár”. Hún gat gert sér i hugarlund hvernig maddama Menghini segði þetta. — Það get- ur verið, að konur á fyrri öldum hafi verið hræsnarar, en þær þybbuðust við. „Og það verður þú að gera”, sagði Fanney við sjálfa sig. „Nú geturðu gert þetta: rakið upp allan þráðinn og fylgt honum gegnum siðasta timabilið, undið hann siðan upp aftur i hnykil, sem þú getur falið i lófa þér eða hjarta þinu, en talaðu ekki framar um þetta við neinn”, sagði Fanney. Það var siðasta sunnudaginn i mai fyrir næstum einu ári, hugs- aði Fanney með sér. Aðeins eitt ár, sfðan allt þetta gerðist. Hún hafði litið inn i Devantshús i Whit- cross til þess að skila bók. Margot fékk flestar nýjar bækur og lánaði þær góðfúslega. — Anthea er hérna, sagöi Margot. — Hún kom með sumt af kvikmyndafólkinu. — Þaðerverið að kvikmynda at- riði um veiðiþjóf, og þeir leituðu ráða hjá Sidney. Sidney, eigin- maður Margots var lögregludóm- ari. — Fólkið er núna úti garðin- um. Komdu, þar hittirðu Rob Quillet. Hún sagði þetta, eins og hún væri að veita konunglega náð, en þegar Fanney leit gegnum dyrn- ar, sem lágu úr dagstofunni út i garðinn og sá grannvaxinn, dökk- hærðan mann, sem var að tala við Sidney, þá spurði hún: Er þetta Rob Quillet? Ég hef hitt hann. — Hitthann? Hvar gazt þúhitt hann? spurði Anthea. Undrunin var jafnlitilsvirðandi og áherzlan á „Þú”. en Fenny var vön Margot og Antheu svo að hún sagði að- eins: — Ég hitti hann i búðinni hjá Derrick. Þú manst að Geoff Derr- ick var með allt grænmetið sitt fyrir utan búðina. — Hvaða samband gat eigin- lega verið á milli grænmetisins hans Geoffs Derricks og Robs Quillets? — Það hafði sitt að segja, hefði Fanney getað sagt núna. Það var ein af þessum tilviljun- um — eða ekki „tilviljun”, hugsaði Fanney með sér. Geoff sendi grænmetið úr Derricksbúð i öll húsin i Whitcross „en af þvi að hann var á spitala, urðum við að sækja grænmetið okkar sjálfar”, sagði Fanney. A búðarborðinu stóðu tveir stórir kassar fullir af grænmeti handa henni. — Get- urðu borið þá? spurði frú Derrick, en ókunnugur maður, sem stóð fyrir framan grind með fræpok- um, vék sér að henni og sagði: — Þessir kassar eru of þungir fyrir yður. Lofið mér að halda á þeim. — Þá heyrði ég rödd þina i fyrsta sinn, sagði Fanney við Rob. — Þeir eru of þungir fyrir yður. — Hún brosti snöggvast til Robs og sagði: — Það er mjög vingjarn- legt af yður. — Hún gekk á undan út að bilnum. — Ég man eftir hendinni á þér, þgar þú klappaðir Danny. Danny var meö gullhv. haus og dökk lafandi eyru. Hönd- in var grönn og brún eins og oliu- viður og fingurnir landir. — Ég man eftir hendinni og augunum, hefði hún getað sagt. Aður en Fanney ók af stað, leit hún upp og mætti augum þessa ókunnuga manns. Þau voru brún og lýstu einkennilega mikilli ihygli. En var andlitið ekki háðslegt? spurði Fanneysjálfasig.en það var ekki 1332 Lárétt 1) Drykkur.- 5) Dýr.- 7) Lita.- 9) Hró,- 11) Fisks,- 13) Svefnhljóð.-14) Óduglega.- 16) Röð.- 17) Stök.- 19) Skessa,- Löðrétt 1) Matur,- 2) Ell,- 3) Goðs.- 4) Úrgangs,- 6) Fuglinn,- 8) Fiska,- 10) Héraðið.- 12) Rændi,- 15) Fæða,- 18) For- nafn,- Ráðning á gátu no. 1331 Lárétt 1) Blakka,- 5) Tál,- 7) LM,- 9) Tifa,- 11) Gas,- 13) Fag,- 14) ttak.- 16) LL,- 17) Bækla,- 19) Vaknar,- Lóðrétt 1) Belgia.- 2) At.- 3) Kát,- 4) Klif.- 6) Naglar,- 8) Mat,- 10) Falla,-12) Saba.-15) Kæk.- 18) KN,- I Orðinn tauga ' Þctta cr slæmt, ' \ veiklaður r~ i 0 ^el'T\Þ^tfr ■ ' , ~y- ■ J eitthvað að áætlunninn þess vegna eruð þið " Kenoma hér. mm i Sunnudagur 11. febrúar 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8. 10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Hljóm- sveit Pauls Westons leikur lög úr söngleikjum eftir Romberg. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forystugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. „Friðaróður” eftir Georg Friedrich Handel. Flytjendur E. Égorova, G. Koroljéva, E. V. Sjúslin, Rússneski háskólakórinn og hljómsveit tónlistarskólans i Moskvu. Svesjnikoff stj. b. óbókonsert i G-dúr eftir Karl Ditters von Dittersdorf. Manfred Kautzky og kammersveitin i Vin leika, Carlo Zecchi stj. c. Fiðlukonsert nr. 1 i D-dúr eftir Nicolo Paganini. Philippe Hirchhorn og Belgiska rikishljómsveitin leika, René Defossez stj. 11.00 Messa i Neskirkju. Prestur: Séra Jóhann Hliðar. Organleikari: Jón ísleifsson. Með kirkjukór safnaðarins syngja félagar úr Landakirkjukór i Vest- mannaeyjum. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Fiskiðnaöurinn og rannsóknastofnanir hans, II. erindi: Geir Arnesen efnaverkfræðingur talar um salt og saltfisk. 14.00 „Þegar hnigur húm að þorra.” Jón B. Gunnlaugs- son stjórnar þætti með blönduðu efni. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá belgiska útvarpinu. Flytjendur: Sinfóniuhljómsveit belgiska utvarpsins Raymond Schroyens, André van Drissche, Herman Lemahieu, Gilbert Miniot, Piet Dombrech, René Hostijn, Henryka Trsomek. Stjórnandi. Fernand Terby. a. Amerisk rapsódia eftir Julien Ghyors. b. Djass-konsert fyrir sembal eftir Joseph Horowitz. c. „Útlinur” svita fyrir horn og hljomsveit eftir Karl-Heinz Köper. d. Svita i léttum stil eftir Arthur Benjamin. e. „Melusina”, forleikur eftir Felix Mendelssohn. f. Rapsódia fyrir pianó og hljómsveit eftir Willy Ostijn. g. „Djamileh”, svita eftir G. Bizet. h. Polonaise eftir Henryk Wieniawski. 16.55Veðurfregnir. Fréttir 17.00 „Elias”, smásaga eftir Leo Tolstoj. Agúst H. Bjarnason islenzkaði. Margrét Jónsdóttir les. 17.20 Sunnudagslögin. 18.30 tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldins. 19.00. Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Úr segulbandasafninu. Gunnar G. Schram ræðir við Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara. Viðtalinu var áður útv. að hluta 1957. 20.00 Sinfóniuhljómsveit ts- lands leikur i útvarpssal. tónlist eftir Ragnar Söderlind, Antonio Bibalo, Harlow Atwood og Boris Blacher. Stjórnandi: PállP. Pálsson. 20.30 „Þeim lærist bczt að synda, sem liggur við drukknun” Guðrún Guðlaugsdóttir tók saman ýmislegt um sundiðkun og flytur með Hjlata Rögn- valdssyni. 21.05 Kórsöngur. Danski stúdentakórinn „Unge Akademikers Kor” syngur. 21.30 Lestur fornrita : Njáls saga. Dr Einar Ól. Sveins- son prófessor les. (15) 22.00 Fréttir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.