Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 19
Laugardagur 10. febrúar 1973 TÍMINN 19 (Jtgefandi: Framsóknarfiokkurfnn " Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-:!:: arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson,;;: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans).!:!: Auglýsingastjóri: Steingrfmur. Gislasohi. Ritstjórnarskrif-;;!: stofur i Edduhúsinu við Lindargótu, sfmar 18300-18306,’::; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — augiýs-í!:! ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald:!;! 2,25.krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-j!;! takið. Blaðaprent h.f. Vel unnin störf sendinefndar íslendingar hafa fagnað að verðleikum þeirri ályktun siðasta allsherjarþingsSameinuðuþjóð anna, að saman fari réttinum á hafsbotninum og yfir honum. Strandrikið eigi þvi jafnt auðæfin, sem eru i hafsbotninum, og þau, sem eru i hafinu yfir honum, innan lögsögu þess. Þegar átt er við lögsögu i þessu sambandi er að sjálfsögðu átt við þá lögsögu, sem gildir um hafsbotninn. Það er þvi andi og efni til- lögunnar, að rétturinn til auðæfanna i sjónum nái jafnlangt og rétturinn til auðæfa i hafsbotn- inum. Samkvæmt alþjóðalögum, sem i gildi eru i dag, nær réttur strandrikis til auðæfa i hafs- botninum út á 200 metra dýpi, eða jafnlangt og hægt er að nýta þau. Nú er talið mögulegt að nýta auðæfin i hafsbotninum út i a.m.k. 1000 m dýpi og jafnvel meira. Sést á þessu, að hafs- botnslögsaga strandrikisins getur verið við- áttumikil. í ýmsum tillögum, sem fram hafa komið i hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna, er gert ráð fyrir að miða hafsbotnslögsöguna við fjarlægð. Þeir, sem skemmst vilja ganga, leggja til, að hún verði 40 milur, en þeir, sem lengst vilja ganga, að hún verði 200 milur. Telja má vist af þvi, sem fyrir liggur, að náist endanlegt samkomulag um hafsbotnslögsög- una, verður það langt utan við þau 50 milna mörk, sem islenzka fiskveiðilögsagan nær i dag. Það er af þessum ástæðum, sem hin þröng- sýnu stórveldi og fylgiriki þeirra, leggja mikið kapp á að fá sérstaka lögsögu fyrir auðæfi hafsbotnsins og sérstaka lögsögu fyrir auðæfin yfir honum, er sé þrengri en hafsbotnslög- sagan. Tillögur Rússa, Bandarikjamanna og Kanada hafa beinzt að þvi að skilja sundur auðæfin i hafsbotninum og auðæfin yfir honum. Það er gifurlegur styrkur fyrir ísland, að alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna skyldi samþykkja, að auðæfin i hafsbotninum og auð- æfin yfir honum skuli fylgjast að. Þessi ályktun er i fullu samræmi við islenzku landgrunnslögin frá 1948, sem Hans G. Andersen átti forustu um að móta. Þau eru byggð á þvi að saman fari rétturinn til auð- æfanna i hafsbotninum og yfir honum. Island hefur lagt megináherzlu á það i hafsbotns- nefndinni, að rétturinn til beggja þessara auð- æfa fari saman. í ályktun alþjóðlegra stofnana hefur þetta aldrei verið betur viðurkennt en i umræddri ályktun allsherjarþingsins. Þvi er hún Islendingum svo mikilvæg. I sambandi við þetta, verður það aldrei of- metið, hve sendinefnd sú, sem ísland hafði á siðast Allsherjarþingi, vann vel störf sin. Það gildir jafnt um embættismennina og pólitisku fulltrúana, sem þar voru. Ekki sizt er ástæða til að minnast þess, að þar unnu stjórnarand- stæðingar og stjórnarsinnar hlið við hlið eins og þeir væru frá einum og sama flokki. Það er ekki ofmælt, að sjaldan hefur ísland átt sendi- nefnd, sem hefur unnið betur. Þess vegna er það furðulegt, að litið sé reynt að gera úr störfum hennar. En íslendingar gætu yfirleitt unnið eins vel saman og pólitisku fulltrúarnir i umræddri sendinefnd, og unnið eins vel og þeir gerðu, myndi margt snúast til batnaðar i islensku þjóðlifi. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Lynch þykir líklegur til sigurs í írsku kosningunum Fine Gael og Verkamannaflokkurinn taka höndum saman John Lynch SA ATBURÐUR gerðist i Ir- landi siðastliðinn mánudag, að John Lynch forsætisráðherra rauf þingið öllum að óvörum. Jafnframt var tilkynnt, að þingkosningar færu fram eftir þrjár vikur, eða 28. februar og að framboðsfrestur rynni út 15. febrúar. Þingkosningar fóru siðast fram i Islandi i júni 1969 og áttu kosningar að réttu lagi ekki að fara fram aftur fyrr en i júni 1974, þar sem kjörtima- bilið er fimm ár. Forsætisráð- herra hefur hins vegar rétt til að rjúfa þing og efna til kosn- inga hvenær, sem honum býð- ur svo við að horfa. Þann rétt hefur Lynch notað sér nú. I kosningunum 1969 fékk flokkur forsætisráðherrans, Fianna Fail, hreinan meiri- hluta, eða 75 þingmenn af 144 alls. Helzti stjórnarandstöðu flokkurinn, Fine Gael, fékk 50 þingsæti og Verkamanna- flokkurinn fékk 18 þingsæti. önnur þingsæti skiptust milli smáflokka og óháðra þing- manna. Rósturnar i Norður- Irlandi hafa orðið til þess, að bæði ráðherrar og þingmenn hafa farið úr stjórnarflokkn- um i mótmælaskyni við hina gætnu stefnu, sem Lynch hef- ur fylgt varðandi málefni Norður-Irlands, og hefur stjórnarflokkurinn þvi ekki lengur fleiri en 69 þingmenn. Þingmeirihluti stjórnarinnar hefur að undanförnu byggzt á stuðningi fimm óháðra þing- manna. Stuðningur þeirra hef- ur verið talinn ótryggur. Þessi ótrygga staða stjórnarinnar á þingi er þó ekki talin höfuð- ástæða þess, að forsætisráð- herra rauf þingið, heldur er hún fremur sú, að flest þykir benda til, að Lynch muni vinna verulegan sigur i kosningunum, en það gæti orð- ið óvissara siðar. EINS OG áður er getið, hef- ur Lynch fylgt mjög gætilegri stefnu i sambandi við rósturn- ar i Norður-írlandi og reynt að varast að gera nokkuð, sem gæti aukið þær. Þetta hefur ekki öllum flokksmönnum hans likað og hafa þvi bæði ráðherrar og þingmenn gengið úr flokknum, eins og áður seg- ir. Aukakosningar hafa hins vegar gefið til kynna, að stefna forsætisráðherrans ætti öruggt fylgi hjá almenningi 1 vetur beitti forsætisráðherr- ann sér fyrir lagasetningu, sem beindist mjög gegn sam- tökum öfgafullra þjóðernis- sinna, sem bera nafnið Irski lýðveldisherinn, en þau eru talin eiga mikinn þátt i ógnar- öldinni i Norður-Irlandi. Lög þessi heimila handtökur grun- samlegra manna, án dóms og laga, og hafa nokkrir leiðtogar Irska lýðveldishersins verið hnepptir i varðhald sam- kvæmt þeim. Svo virðist, sem sú einbeitni, er Lynch hefur sýnt með þessu, eigi verulegu fylgi að fagna, og hafi það ýtt undir að Lynch efndi til kosn- inga nú. Þá er talið, að það hafi átt nokkurn þátt i þessari ákvörð- un hans, að bráðlega er væntanleg hvit bók frá brezku stjórninni, þar sem skýrt verður frá fyrirætlunum hennar um stöðu Norður-lr- lands i framtiðinni. Þessar til- lögur geta hæglega orðið um- deildar i Islandi og telja þvi ýmsir, að Lynch hefi talið heppilegra að láta kosningar fara fram áður en þær væru birtar. Andstæðingar Lynch gefa til kýnna, að hann hafi hlerað, að tillögurnar yrðu stjórn hans heldur óhagstæðar og þessvegna hafi hann rokið i það að efna til kosninganna. Þá er tilgreind sú ástæða, að forsetakosningar fara fram i Irlandi siðar á þessu ári. De Valera lætur þá af forsetastörf- um og getur ekki gefið kost á sér til endurkjörs, þar sem hann er búinn að vera forseti i tvö kjörtimabil. Fianna Fail hefur skorað á Lynch að gefa kost á sér sem forsetaefni, en hann hefur enn ekki gefið endanlegt svar. Ýmsir gizka á, að hann vilji heldur vera forsætisráðherra áfram og þvi hafi hann kosið að sjá niður- stöður þingkosninga áður en hann tæki ákvörðun um, hvort hann gæfi kost á sér sem for- setaefni. EIN ástæða enn er svo talin hafa stutt að þvi, að Lynch ákvað kosningar svo skyndi- lega. Hún er sú, að tveir helztu stjórnarandstöðuflokkarnir, Fine Gael og Verkamanna- flokkurinn, ákváðu á siðast- liðnu ári að hefja viðræður um stjórnarsamvinnu með það að takmarki, að hægt yrði að greina frá þvi fyrir næstu kosningar, að þessir flokkar hefðu komið sér saman um myndun rikisstjórnar og mál- efnagrundvöll hennar, ef þeir fengu meirihluta á þingi. Við- ræður þessar hafa gengið heldur hægt, enda mörg ljón á veginum, þar sem Verka- mannaflokkurinn er fremur róttækur, en Fine Gael er ihaldssinnaður og oftast talinn til hægri við Fianna Fail. Verkamannaflokkurinn hefur til skamms tima hafnað öllu samstarfi við Fine Gael. Það hefur hins vegar knúið þessa flokka til viðræðna, að óliklegt hefur þótt, að unnt væri að ná meirihlutanum af Fianna Fail, nema hægt væri að benda á, að andstöðuflokkarn- ir gætu komið sér saman um starfhæfa stjórn. Þvi þótti frekar liklegt, að umræddar viðræður Fine Gael og Verka- mannaflokksins bæru árang- ur, en gætu dregizt á Ianginn. Ýmsir gizka á, að Lynch hafi talið heppilegt að efna til kosninganna áður en niður- staða væri fengin af þessum viðræðum. Honum hefur hins vegar ekki orðið kápan úr þvi klæð- inu. Fyrstu viðbrögð Fine Gael og Verkamannaflokksins voru að lýsa yfir þvi, að þeir myndu mynda sambræöslu- stjórn eftir kosningarnar, ef þeir fengu meirihluta, og yrði stefnuskrá þeirrar væntan- legu stjórnar birt fyrir kosn- ingarnar. Óvist er um framboð ann- arra flokka, en liklegt þykir, að Irski lýðveldisherinn eða samtök, sem eru óbeint eða beint i tengslum við hann, bjóði fram i nokkrum kjör- dæmum. Sennilega yrðu slik framboð til ávinnings fyrir Fi- anna Fail. FIANNA FAIL er hinn gamli sjálfstæðisflokkur Ir- lands og hefur notið þess. Hann hefur næstum óslitið farið með völdin siðan Irland fékk fullt sjálfstæði. Fianna Fail var i upphafi flokkur hinna áköfustu þjóðernis- sinna, en er nú kominn i fyllstu andstöðu við þá. Þannig breytist margt með árunum. Ef Fianna Fail vinnur sigur i kosningunum, eins og yfir- leitt er nú spáð, verður það sennilega fyrst og fremsti sig- ur forsætisráðherrans. John Lynch, sem er lög- fræðingur að menntun, átti stjórnmálalegt fylgi sitt upp- haflega þvi að þakka, að hann var ein mesta knattspyrnu- stjarna Ira og þótti þvi væn- legur til framboðs. Hins vegar var hann laus við það að vera nokkuð litrikur persónuleiki á borö við De Valera. En hann hefur áunnið sér traust með rósemi sinni og festu, og aðrir leiðtogar Fianna Fail, sem voru aðsópsmeiri, hafa orðið að þoka til hliðar. Hann hefur ekki siður reynzt góöur iþróttamaður á stjórnmála- sviðinu en knattspyrnuvellin- um, þótt þvi væri ekki spáð fyrir honum, er hann bauð sig fyrst fram til þings. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.