Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 37

Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur 11. febrúar. 1973 TÍMINN 37 SÍBROTAUNGLINGAR ENN Á FERÐINNI Tiltölulega litill hópur afbrotaungling sér slikum fjölda rann- sóknarlögreglumanna fyrir nægum verkefn- um, að það tefur veru- lega fyrir rannsókn og afgreiðslu annarra mála. Unglingarnir skáka ávallt i þvi kjólinu, að þótt þeir séu teknir fyrir afbrot, sem á þá sannast, er þeim sleppt jafnhraðan aftur og þeir taka til við fyrri iðju, og stela og skemma eigur manna, sem kæra og lögreglan tekur þá enn, yfirheyrir og sleppir. Gott dæmi um þetta eru tveir ungir menn, sem brutust inn i Brauðskálann á Langholtsvegi um siðustu helgi og stálu þar 25 þús. kr. Piltarnir, sem eru 16ára, flugu austur að Egilsstöðum. A Egilsstöðum brutu þeir rúður, skemmdu bil og höguðu sér á þann hátt, að þeir voru handteknir og sendir flugleiðis til Reykjavikur á sunnudag. Þar tók rannsóknarlögreglan við þeim. Viðurkenndu þeir innbrotið i Brauðskálann, og einnig er vitað um margs konar afbrot, sem þeir frömdu áður Að venju var piltunum sleppt að yfireyrzlum loknum. I gærmorgun voru sömu piltarnir handteknir ásamt tveim öðrum, sem einnig eru sibrota- menn. Klukkan niu á fimmtu- dagskvöld voru félagarnir að koma af sjösýningu i kvikmynda- húsi og áttu leið framhjá kjóla- verzluninni Mær i Lækjargötu. Þótt fólk sé yfirleitt alltaf á ferð i Lækjargötunni á þessum tima sólarhrings, voru strákar áfeimnir við að brjóta rúðu i hurð kjólaverzlunarinnar og fóru þar inn. Tókst þeim að stela 10 þús. kr Þótt rúðan i verzluninni væri Annar dráttarbátur mölbrotin var innbrotið ekki uppgötvað fyrr en um miðnætti. Ekki er ljóst, hvort einhverjir hafi farið inn um opnar dyrnar og náð sér i fatnað á þeim tima. Úr Lækjargötunni fóru piltarnir inn i Breiðagerði og brutu rúðu i Söebeckverzlun og stálu þar tóbaki. Sömu nóttina stálu piltarnir einnig bil, en hann komst aftur til rátts eiganda. Þrir þeirra pilta, sm hér koma viðsögueru 16ára gamlirogeinn 15 ára. Hafa þeir allir langan af- brotaferil að baki, þrátt fyrir ungan aldur og margoft komizt undir manna hendur. Einn þeirra kom nokkuð við sögu fyrr i vetur, er rannsóknar- lögreglumenn voru orðnir svo ieiðir á að handtaka hann og sleppa, að farið var með hann heim tii formanns barnaverndar- nefndar og hann beðinn að taka við honum, þvi piltar á þessum aldrei eru ekki dæmdir og ekki haldið I fanglesi og hið eina sem lögregiuyfirvöld geta gert er að taka skýrsiur um afbrot þeirra og láta barnaverndaryfirvöldum þær i té, sem segja að vonum, að börnin eigi ósköp bágt, en ekkert virðist vera gert raunhæft til að stöðva afbortaferil þeirra, hvaða tilgangi sem það kann að þjóna OO. HLEÐSLUTÆKI Fyrir verkstæði 6-24 volt, 4 og 8 amper. Áætlaö verð kr. 13.100,00 ÚTVEGUÐ MEÐ STUTTUM FYRIRVARA. Sýnishorn og upplýsingar í verzluninni. ARMULA 7 - SIMI 84450 Alþýðuhúsið-Hafnarfirði sali fyrir dansleiki, fundi, fermingarveizlur erfisdrykkjur o.fl. Leitið upplýsinga i simum 52423 og 50499. mm SÓlaÖÍr HJÓLBARÐAR til sölu á mjög hagstæðu verði. Full ábyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. Verkstædið opið alla daga kl. 7.30 til 22 nema sunnudaga. Ármúla 7 — Reykjavik — Simi 30501 fer á íslandsmið ÞÓ, Reykjavik — Brezka stjórnin ákvað aðsenda annan dráttarbát á tslandsmið til verndar brezkum togurum, en sem kunnugt er þá er dráttar- 10. skóla- r sýning As- grímssafns A DAG VERDUR 1«. skólasýning Asgrimssafns opnuð. Eins og á hinum fyrri sýningum safnsins er leitazt við að hafa hana sem fjöl- þættasta. Sýndar eru olíu- og vatnslitamyndir, e i n n i g teikningar. Asgrimur Jónsson var mikill unnandi þjóðlegra fræða og ts- lendingasaga, og varð þetta sögu- efni honum mikið og margþætt viðfangsefni i myndlistinni. Ásgrimssafn hefur gert það að venju sinni að kynna sum þessara verka á skólasýningum undan- farin ár. Og nú hefur þjóðsagna- myndum verið komið fyrir i heimili Asgrims, ásamt myndum úr Njálu og Sturlungu. 1 vinnustofu listamannsins eru m.a. verk sem hafa ekki verið sýnd áður. Einnig eldgos-myndir, en þær voru með allra siðustu myndum sem Ásgrimur Jónsson málaði. Skólasýningar Ásgrimssafns hafa notið vaxandi vinsælda. Og eru það ekki einungis nemendur á höfuðborgarsvæðinu sem heim- sækja safnið, heldur og nemendur utan þess. Sýningin er öllum opin sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30-4. Skólar geta pantað sértima hjá for- stöðukonu safnsins i sima 14090. Aðgangur ókeypis. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74. Vörubílar til sölu með stuttum fyrirvara: Volvo NB 88 1967, Volvo FB 88 1966, Volvo FLB 495 1965, Henohel 221 1968, og fleiri vörubilar. Parca 654 hjólaskófla 1967, Bogge til Scania og Volvo dráttarskifur, vökvastýri o.fl. varahlutir. Simi 43833 báturinn „Statesman” búinn að vera brezkum togurum til að- stoðar og halds á tslandsmiðum i þrjár vikur. Dráttarbáturinn, sem bætist við heitir „Englishman” og er 573 brúttolestir að stærð. Englis- hman mun leggja úr höfn i Bret- landi i næstu viku. Samband brezkra togaraeigenda hefur fagnað þessari ákvörðun brezku rikisstjórnarinnar ákafleg, en brezkir togaraeigendur hafa að undanförnu beitt áhrifum sinum til þess, að send yrðu fleiri að- stoðarskip á Islandsmið. Dráttarbáturinn „Statesman”, sem verið hefur i þrjár vikur á Islandsmiðum hefur varla haft mikið að gera siðustu vikurnar þvi Islenzku varðskipin hafa haft öðrum hnöppum að hneppa siðan eldgosið byrjaði I Vestmanna- eyjum, en að klippa á vira brezkra togara. Litlar fréttir hafa farið af brezku togurunum frá þvi að eld- gosið hófst iVestmannaeyjum, en vitað er að þeir hafa fiskað eftir beztu getu innan landhelginnar þennan tima og allir eru togarar- nir úti fyrir Austfjörðum. Eyjasjóður vestan hafs FYRIR tilmæli sendiráðs islands i Washington hefir American Scandinavian Foundation stofnað sérstakan sjóð er nefnist Vest- mannaeyjasjóður, og mun stofn- unin veita viðtöku þvi fé, sem safnast vegna Vestmannaeyja. Með því móti verða framlög aðila i Bandarikjunum undanþegin skatti. Þriggja manna nefnd mun ann- astskipulag söfnunarinnar og eru i henni Ivar Guðmundsson ræðis- maður, frú Ingibjörg Gislason og Hans Indriðason. tslendingafélög og ræðismenn Islands munu einnig aðstoða og veita nánari upplýsingar um söfnunina og einnig sendiráðið i Washington og fastanefndin I New York. Þetta er i fyrsta sinn sem American Scandinavian Foundation hefir stofnað sjóð eða efnt til söfnunar vegijia oáttúruhamfara. Stofnunin tekur ékkert gjald fyrir þátt sinn i söfnunni. Rannsóknarstofa Hóskólans i lifeðlisfræði óskar að ráða meinatækni, aðstoðarlyfjafræðing eða einstakling með hliöstæða menntun til rannsóknarstarfa. Upplýsingar frá 10-12 i sima 22766. heldur áfram Fyrsta tbl. þessa árgangs verður sent út siðari hluta mánaðarins til áskrifenda. Þeir sem óska að gerast áskrifendur vinsamlega sendi áskriftarbeiðni sem allra fyrst i heimilisfang: Búnaðarhlaðið, Hvassaleiti 18, Iteykjavik, slmar 85153 og 52585 eftir kl. 17.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.