Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 11. febrúar. 1973 ' •> á ~ Mann 09 máUfni Samstoða á Alþingi Soraskrif í Mbl. ít* Samstaða Alþingi 1 siðustu.viku dró m jög úr þeirri bjartsýni.'sem ýmsir ólu meö sér um að ek^Iiði á löngu, þar til unnt yröi" að hefja einhverja framleiðslusjtarfsemi i Eyjum, a.m.k. lo^mivinnslu eftir að geymsluþtðm;. hefði veriö lokað. Mikið hp^úþ hefur runnið úr gignum t)g|4r innsiglingin og höfnin taj(in i hættu. Hefur Hafnarmá’l-astjórn nú tilbúnar áætlanir um að rjúfa nýja leið inn i höfnina i gegnum Eiöiö, ef inn- siglingin lokast. Þjóðin fagnaði þeirri algeru samstöðu, sem varð á Alþingi s.l. miðvikudag, er einróma var sam- þykkt i báöum þingdeildum að afla 2000 milljóna króna til neyðarráöstafana vegna náttúru- hamfaranna i Vestmannaeyjum. Menn vonuðu, að sú algera samstaða allra flokka, sem þar náðist myndi stuðla aö þvi, aö þau ógeðfelldu skrif, sem stunduð höfðu verið i stjórnarandstöðu- blöðunum um þetta alvarlega mál, þar sem alið var á tor- tryggni og beitt ódrengilegum brigzlyrðum i garð einstakra ráðamanna og hreinum upp- diktuðum og Gróusögum, sem til þess eins voru fallnar að kljúfa þjóðina, þegar á reið að menn stæðu saman. Þvi miður hefur mönnum ekki orðið að vonum sin- um. Hafa siðan birzt svo svivirði- legar dylgjur í forystugreinum Mbl., þrátt fyrir þá samstöðu sem náðist milli allra flokka um málið að ekki verður við þagað og má segja, að óþjóðhollusta aðalmál- gagns stjórnarandstöðunnar og stærsta blaðs landsins sé komin um skör fram, þegar rikisstjórn- inni er talið það beinlinis til lasts og ámælis, að hún skyldi teygja sig svo langt til móls við sjónar- mið stjórnarandstöðunnar til að tryggja algera samstöðu á AI- þingi við lausn á einu mesta falli, sem yfir islenzku þjóðina hefur dunið öldum saman. Siðlaus skrif Vegna þessara siðlausu skrifa Mbl. verður ekki hjá þvi komizt að rekja hér stuttlega aðdragand- ann að þeirri samstöðu, sem á Al- þingi náðist i þessu alvarlega máli, og allir þjóðhollir Islending- ar hafa fagnað einlæglega. Strax eftir að náttúruham- farirnar i Vestmannaeyjum hóf- ust fól rikisstjórnin tveimur emb- ættismönnum að gera tillögur um það, hvernig mæta skyldi tjóni Vestmannaeyinga og þjóðarbús- ins vegna eldgossins i Heimaey. Þeir Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gislason voru boðaðir á fund með rikisstjórninni, þegar embættis- mennirnir lögðu fram sinar til- lögur og ráðherrarnir sáu þessar tillögur jafn snemma og forystu- menn stjórnarandstöðunnar. Rikisstjórnin lagði höfuðáherzlu á samstöðu allra flokka og þjóöarinnar i heild aö þeim ráð- stöfunum, sem gripið yrði til vegna þessa vanda. Embættis- mennirnir hefðu gert tillögur, sem afhentar yrðu öllum þing- flokkum til athugunar og lita bæri á sem umræðugrundvöll að þvi takmarki að ná samstöðu allra flokka um ráðstafanir. Rikis- stjórnin tók þaö skýrt fram, er hún afhenti foringjum stjórnar- andstöðunnar embættismannatil- lögurnar, aö þetta væru ekki hennar tillögur og ætlazt væri til aö fram kæmu athugasemdir og breytingatillögur allra þingflokka áöur en rikisstjórnin setti saman eigið frumvarp, en hún myndi reyna að freista þess aö um það frumvarp næðist samstaöa. Samstaðan höfuðatriði Rlkisstjórnin samdi siðan frumvarp eftir að athugasemdir Hraunstraum inn leggur vestur með landinu á Ileimaey og ógnar höfninni, en húsin austast i bænum eru ýmist hálf eða öll á kafi í ösku frá lleimaeyjargosinu. (T'fma.mynd Gunnar). þingflokkanna, sem haft höfðu embættismannatillögurnar, voru komnar fram. Var alger og ein- dregin samstaða i rikisstjórninni um öll atriði þess frumvarps. Um tillögur rikisstjórnarinnar náðist hins vegar ekki sú allsherjarsam- staða allra þingflokka, sem rikis- stjórnin stefndi að. Var frumvarp rikisstjórnarinnar þó i veigamikl- um atriðum mjög frábrugðið embættismannatillögunum. Þegar það lá skýrt fyrir, að samstaða myndi ekki nást á þvi stigi málsins, en málið þoldi enga bið, ákvað rikisstjórnin að leggja fram þingsályktun um heimild til 500 milljón króna bráðabirgða- lántöku og að þingnefnd allra flokka gerði tillögur um fjár- öflunarleiðir. Rikisstjórnin taldi eðlilegt að hún reyndi af fremsta megni að stuöla að þvi að ekki hæfust deild- ur á Alþingi um svo alvarlegt mál meðan nokkur von var til að unnt yrði að ná samstöðu allra flokka um málið. Það hefði verið fremur óskemmtilegt vægast sagt fyrir það fólk, sem nú á um sárast að binda vegna jarðeldanna i Heimaey, ef staðið hefðu á Al- þingi harðvitugar deilur dögum saman um það, hvernig og að hve miklu leyti skyldi afla fjár til að koma þvi til hjálpar. Rikisstjórnin ákvað þvi að draga frumvarp sitt til baka, og leggja það fyrir þingmanna- nefndina. I nefndinni teygöu full- trúar stjórnarflokkanna sig veru- lega til móts við stjórnarandstöð- una til að tryggja að samkomulag næðist. Nefndin bar gæfu til að ná fullu samkomulagi um málið. Upphæðin, sem samþykkt var að afla i Viðlagasjóð á þessu ári, 2000 millj. kr, er hin sama og rlkisstjórnin hafði lagt til, en fjár- öflunarleiðir nokkuð aðrar. Verðbólgan og launþegar Rikisstjórnin hafði lagt áherzlu á, aö reynt yrði að fara þær fjár- öflunarleiöir, sem leiddu til sem minnstrar verðþenslu og verð- bólgu og ekki að ófyrirsynju, þvi að staða þjóðarbúsins hefur mjög veikzt við það áfall, að einni styrkustu stoð i þj.búskap okkar, stærstu verstöð landsins, er kippt i burt, og geta rikissjóðs til að halda verðbólgu i skefjum hefur verulega minnkað við þessar bú- sifjar. Enginn neitar þvi heldur að það er þjóðarhagur að halda verðbólgu eins mikið niðri og frekast er kostur. Meginkjarninn i þvi frumvarpi, sem rikisstjórnin samdi, var frestun á ekki framkomnum kauphækkunum frá 1. marz til 1. október, en að atvinnurekendur greiddu þennan skerf, sem laun- þegar áttu að fá i Viðlagasjóð. Þessi leið hefði tvimælalaust orð- ið launþegum minnst fórn og hún hefði tryggt, aö þeir sem hæsta hafa kaupiö og mesta kauphækk- un eiga aö fá 1. marz n.k. hefðu greitt hæsta upphæð i Viðlagasjóð þetta timabil. Þessi leið hefði komið i veg fyrir verðlags- hækkanir, þar á meðal hækkanir á landbúnaðarvörum, sem kaup- hækkunin leiðir af sér lögum samkvæmt. Af kauphækkuninni, sem kemur til framkvæmda 1. marz verða launþegar að greiöa beina skatta, en þeir heföu ekki greitt beina skatta af framlagi sinu til viðlagasjóös ef það hefði verið tekið i formi frestunar á óframkominni kauphækkun. Þá er og rétt að hafa I huga, ef telja á fram kosti frestunar kaup- hækkunarinnar umfram aðrar leiöir, að sú kauphækkun, sem nú kemúr til framkvæmda og nemur ásamt visitölubótum, sem koma til greiðslu 1. marz, 12-13%, hlýt- ur að koma fram I verölagi mjög fljótlega, m.a. vegna þess aö rikisstjórnin hefur haldið svo stift aftur af verðhækkunum undan- farin misseri, að ókleift verður að neita fyrirtækjunum um að tekið verði tillit til þeirra miklu kostnaðarhækkana, sem þetta veldur við framleiðslustörfin og kemur til viöbótar þeim álögum, sem lagðar verða sérstaklega á fyrirtækin vegna fjáröflunarinn- ar i viðlagasjóð. Þessar verðlagshækkanir verða að visu bættar með visi- tölubótum, ef ekki semst um ann- að, en verðbætur skv. kaup- greiðsluvísitölu koma til fram- kvæmda aðeins á þriggja mánaða fresti og frá 1. marz til 1. júni verða launþegar að bera þessar verðlagshækkanir bótalaust. En siðan koma verðbætur og þá held- ur skrúfan áfram með auknum hraða og launþegar og aðrir hafa reynslu af þvi, hvernig slik verð- bólgustökk enda. En um þessa leið rikisstjórnar- innar vildu þingmenn ekki sam- einast. Rikisstjórnin beygði sig fyrir þvi, vegna áðurgreindra ástæðna um nauðsyn samstöðu og þjóðar- einingar i þessu alvarlega máli, þótt allir, þeir, sem eitthvert skynbragð bera á efnahags- og atvinnumál viti mætavel að það er enginn grundvöllur fyrir þvi að þjóðarbúið geti staðið nú undir kauphækkunum, sem von er til að verði raunhæfar kjarabætur. Og nú er vissulega ekki timi til verk- falla, eins og Hannibal Valdi- marsson félagsmálaráðherra, lýsti yfir. En með þjóðareiningu i huga gekk rikisstjórnin til móts við stjórnarandstöðuna og tryggði samstöðu allra flokka um 2000 milljón króna fjáröflun vegna náttúruhamfaranna i Vest- mannaeyjum, en það er sama upphæðin og stjórnin hafði lagt til i sinu frumvarpi, eins og fyrr sagöi. Óþjóðhollusta, ódrengskapur og ósannindi Meöan á samningaumleitunum stóð i þingmannanefndinni gerði Mbl. allt sem það mátti til þess að æsa almenning upp i þessu máli um þærtillögur, sem ríkisstjórnin hafði gert. Var það gert vafalaust i þeirri von, að æsingamenn, sem hafa Mbl. — asklokiö fyrir him- inn, myndu stappa stálinu i þing- menn stjórnarandstööunnar til að vera á móti svo mikilli fjáröflun og rikisstjórnin hafði lagt til og að heimta erlendar lántökur og biðja um gjafafé. Leyfði Mbl. sér þá ósvifni að birta embættismannatillögurnar, sem hér voru nefndar að framan sem frumv. rikisstjórnarinnar og má furðulegt telja, ef það hefur verið gert að undirlagi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem fékk embættismannatillögurnar i hendur eins og ráðherrarnir á sérstökum fundi i rikisstjórninni. Jóhann Hafstein átti einnig sæti i þingmannanefndinni og vissi þvi að frumvarp rikisstjórnarinnar var allt annaö en embættis- mannatillögurnar. Hann virðist hins vegar ekki hafa haft neinn áhuga á að leiðrétta þessi ósann- indi Mbl. En samkomulag náðist i þing- mannanefndinni vegna þess að þessi sóðaskrif Mbl. höfðu þver- öfug áhrif á almenningsálitið en Mbl. hafði ætlazt til. Hafa skrif blaðsins vægast sagt orðið þvi til ævarandi hneisu. Menn eru reyndarýmsu vanir úr þeirri átt, en á slfkum alvöru- og erfiöleika- timum eru menn viðkvæmari fyr- ir þeim ódrengskap ósannindum og óþjóðhollustu, sem virðist vera sá þrifótur, sem Mbl. stendur á I stjóínmálaskrifum sinum þessar vikúrnar. ffeipöun mála I Heimaey I byrjun sibUstu viku opnuðu llka augu áll.ra fyrir þvi, hve alvarlegir hlUtitivoru að gerast og aö sizt ■n|ö£l'lagt að afla 2000 mill- :ofia með sérstakri fjáröfl- ah lands til viðbótar við gEspP erlent og innlent og lán- tökur ; þegar kæmi til stærstu átalcahna vegna endurreisnar byggðár i Eyjum. Þrátt fyrir til- raunir Mbl. tókst þvi alger sam- staða á þingi um ráðstafanir I þessu gifurlega þjóðaráfalli. Þannig er sam- komulaginu fagnað En I forystugrein Mbl. á föstu- dag koma vonbrigðin i ljós. Þá er Framhald á bls 39

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.