Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 11. febrúar. 1973 TÍMINN 13 n BB SOXXAK RXFOEYHK þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta RÆSIÐ BÍLINN MEÐI JÖNNfljfj Tæhniver AFREIÐSLA Laugavegi 168 — Simi 33-1-55 VIÐ SMÍDUM HRINGANA SÍMI 24910 skila við hana i þrengslum og troðningi ipikils fjölda hreindýra. Norskur Sami með hreindýr sitt. Þetta er uppáhaldsgripur, með bjöllu um hálsinn. Það var þetta, sem Ynge Espmark hóf að rannsaka fyrir nokkrum árum. Hann er dósent i dýrafræði, og hann hefur rann- sakað hætti hreindýra i réttu um- hverfi þeirra. Sérgrein hans er atferlisfræði — varpa á það ljósi, hvernig dýr hegða sér eins og þau gera. Nú þegar telur hann sig hafa svör við sumum þeir spurn- ingum, sem honum voru efstar i huga. Móðir og kálfur geta þekkt hvort annaö á útliti eða lykt — mennirnir þekkja til dæmis hvern annan fyrst og fremst af útliti. En niöurstaða Espmarks er sú, að það sé fyrst og fremst röddin, sem hreindýrin þekkja. Það er aldrei nákvæmlega sami blær á rödd tveggja hreindýra, fremur en fingraför tveggja manna eru eins. Hvert hreindýr hefur með öðrum orðum sitt sérstaka ,,mál- far”. Yngve Espmark getur lagt fram rök, sem styðja þetta. Þegar hann fór fyrst að gruna, hvaða þýðingu raddblærinn heföi, fór hann á vettvang með segul- bönd sin. Hann kannaði alla hegðun og hætti sömu dýranna langa-lengi — dýr, sem hann þekkti oröið eins og hver sá þekkir dýr, sem hann hefur lengi umgengizt, hvor sem það er hestur, sauðkind eða nautkind eða einhver önnur skepna. Hann fór lika upp i fjöll og tók upp raddir margra hreinkúa. Á sama hátt tók hann upp raddir kálfa. Þegar hann hafði aflað sér þannig efniviðar til rannsókna sinna, tók hann kálfa og setti þá inn i hús, þar sem mæðurnar voru ekki og höfðu aldrei verið, svo að sjón eða þefjan villti ekki um. Tilraunakálfarnir voru tiu, og hann hafði raddir allra mæðr- anna á segulböndum. Hann setti segulböndin af stað, og þá leyndu viðbrögð kálfanna sérekki: Hver kálfur hélt sig að þvi segulbandi, þar sem hann heyrði rödd móður sinnar. Aftur á móti létu kálf- arnir sig engu skipta, þótt leikin væru segulbönd, sem á voru raddir annarra hreinkúa. — Ég þóttist nokkru hafa áorkað, segir Yngve Espmark, þegar þessari tilraun var lokið. Viðbrögð allra kálfanna fóru á sama hátt. Þeir voru aö reisa eyrun og hlusta, þeir svöruðu og þeir ókyrrðust mjög, þegar þeir fundu ekki móður sina á þeim stað, þar sem þeir heyrðu rödd hennar. Það duldist ekki, hvaö þeim varð kynlega við, þegar þeir fóru að spigspora i kringum segulbandið, en gátu hvorki séð móður né fundið þef hennar. Seinna gerði, Espmark svipaöa tilraun með hreinkýr. Þær til- raunir staðfestu það, sem hann Yngve Espmark. Danska konan með hreindýrin sin. hafði áður komizt að. Það bar aldrei viö, að hreinkýr villtist á rödd kálfs sins og einhvers annars kálfs. Hegðun þeirra var hin sama og kálfanna. Þær litu við, hlustuðu, gengu rakleitt að segulböndunum og vissu ekki, hvaðan á sig stóð veörið, er þar var enginn kálfur. Kálfurinn lærir að þekkja rödd móður sinnar þegar fyrstu sóla- hringana. Fyrstu dægrin eru kýr og kálfur hvort hjá öðru allar stundir. Kýr slepptir kálfi aldrei langt frá sér, helzt ekki lengra en en svo, að henni nægi að snúa sér við eða teygja hálsinn til þess að geta sleikt hann. I kálfinum býr ekki heldur nein hneigð til þess að vikja frá móður sinni fyrstu dægrin — og veldur því meðal annars, að hann svengir fljótt, svo að hann þarf oft að sjúga. Hreinkýr, sem komin er að buröi, leitar að auðum bletti, ef land er mestu leyti undir snjó. Hún vill vera ein. Og þarna heldur hún sig fyrstu dægrin, nógu lengi til þess, aö kálfurinn þekkirorðiðmóðurslna ótvlrætt. Vitaskuld týna kálfar stundum mæðrum sinum — villast undan. Þá leita þeir og leita, og sulturinn þjarmar að þeim. Þá ber við, að þeir reyna að sjúga aðrar hrein- kýr en mæður sinar. Kálfurinn sætir færi, þegar rétta afkvæmið er að sjúga móður sina. En hann hefur ekki fyrr gripiö spenann i munn sé, en babb kemur i bátinn. Hreinkýrin hleypur burt og gefur aðkomukálfinum ekki annað færi á sér. Takist kálfinum ekki að finna móöur sina aftur, er hann dauðadæmdur. Það er þvi viðhaldi stofnsins mikilvægt, að þetta takist. Þar kemur raddblærinn til sögunnar. Þaö er lika sennilega bezta úr- ræöi náttúrunnar i mikilli þvögu dýra. Yngve Espmark hefur verið spurður að þvi, hvort hann heyri sjálfur mun á röddum kálfa og kúa. Hann segir það, að það sé mannseyra yfirleitt ofviöa, en þó geti blæmunur verið svo mikill að það sé auövelt. — Þegar mikil hjörö hreindýra streymir fram, segir Yngve Espmark, heyrist likt og snark frá stórbáli. Það gnestur i klaufum þeirra eða liöaböndum. Þaö er ekki sannað, að þetta hljóð gegni neinu hlutverki i þágu stofnsins, en þó ekki ósennilegt, að það eigi þátt i þvi að halda hjörð saman. Þetta er nú lika verið að rann- saka, en það á sjálfsagt langt i land, að niðurstaða fáist. —JH BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 HJOLASTILLINGAR MÓTOflSTILLINGAR L J Ú S ASTILLIN G A R Látið stilla i tíma. Fljót og örugg þjónusta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.