Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. febrúar. 1973 TÍMINN 5 A fimmtudaginn byrjuðu nýir skemmtikraftar að skemmta gestum á Hótel Loftleiðum. Þetta er franska parið Henrico og Baby Caraibeans, sem eru eyjabúar eins og við, þótt lofts- lagið sé ef til vill eitthvað annað, þvi þau koma frá frönsku eyjunni Martinique i Karabiska hafinu. Hér munu þau skemmta þennan mánuð með suðrænum dönsum, akrobatik o.fl. Þykir vel til fallið að fá suðræna skemmtikrafta til þess að stytta okkur stundir i svartasta skammdeginu. og unnið sér mn um 200 milljónir króna. Enginn veit enn, hvernig kvik- myndahUsagestum á eftir að falla við Roger Moore i hlut- verki James Bond. Hingað til hefur fólki fyrst dottið i hug Sean Connery sem Bond, en næst kemur svo George Lazenby, en báðir hafa þessir menn gefizt upp á þvi að leika þennan mikla mann. Ekki er vist, að Moore verði nóg mikið hörkutól til þess að vinna sig i álit i þessu hlutverki, en það veit þó enginn fyrr en myndin hefur verið sýnd. Hér eru tvær myndir af Moore, önnur er tekin fyrir einum tuttugu árum, þegar hann var að sýna karlmanna- fatnað. Á þeirri mynd er hann ósköp unglingslegur, og varla kominn með Dýrlingssvipinn. Svo er hin af honum og þriðju konunni hans, henni Luisu, sem fylgir honum eftir hvert sem hann fer. Skemmtikraftar frá Karabíska hafinuf á Loftleiðum ar fra Finu[^ Nú verður hann 220 \ I milljón kr. ríkari Hann á aldrei eftir að leika Dýrlinginn aftur, og heldur ekki annan fóstbræðranna Brett og Daniels, nU er röðin komin að James Bond, og hann er orðinn James Bond III. Hver er það svo, sem við erum að tala um. Það er enginn annar en Roger Moore, sem allir íslenzkir sjón- varpsáhorfendur þekkja ósköp vel. Ævintýrin, sem Roger lendir i i hlutverki Bond eru svo óttaleg, að Dýrlingurinn myndi verða skelfingu lostinn og hlaupa i felur, og þó kallaði hann ekki allt ömmu sina. Roger Moore hefur veriö á fartinni undanfarin 20 ár. Strax eftir að hann lauk námi i leik- listarskóla árið 1951 fór hann aö starfa sem fatasýningarmaður. 1 þau tuttugu ár, sem siöan eru liöin hefur hann verið þrigiftur, James Bond-myndin, sem Moore leikur nU i, er kvik- mynduð i New Orleans i Bandarikjunum. Þessi mynd verður dýrari en nokkur önnur Bond-mynd sem hingað til hefur verið gerð, og sagt er, að hUn muni kosta um eða yfir 1400 milljónir króna, sem er næsta ótrUleg upphæð. Af henni rennur beint i vasa Moores sjálfs rUmar 200 milljónir, svo ekki ætti hann að verða á flæðiskeri staddur eftir það. Það er alltaf nóg af fallegu kvenfólki i kring- um Bond, en þegar Moore er ekki að vinna við kvikmynda- tökuna heldur hann sig að einni konu Luisu, sem er móðir barnanna hans tveggja. HUn hefur nU eins og alltaf áður fylgt manni sinum i kvik- myndaverið og kemur á hverjum degi og borðar meö honum hádegismatinn á milli þess sem kvikmyndað er. ALLA DAGA MANUDAGA MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA ALLA DAGA UUGARDAGA UUGARDAGA FÖSTUDAGA FOSTUDAGA SUNNUDAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.