Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 8
stafi einkum af áhugaleysi og
þekkingarskorti ráðamanna á
þvi, hvernig þessum málum er
farið i þeim löndum, þar sem
tækniþróun er mest og verk-
menning á háu stigi.
— Ilvað álitur þú að skorti á, til
þess að þcssi mál komizt i viðun-
andi horf hér á landi?
— Það skortir fyrst og fremst
reynslu hjá þeim mönnum, sem
ákveða útboð, verksamninga og
yfirumsjón með framkvæmd
verksamninga á vegum hins
opinbera. Fyrir mitt leyti vil ég
segja, að hjá Reykjavikurborg
séu þessi mál komin i horf sem
vel er viðunandi, og hjá Lands-
virkjun og vegagerðinni lika. En
viðast hvar annars staðar hjá
opinberum aðilum, tel ég að yfir-
umsjón og útboð verksamninga
(Contract Administration) sé
mjög ábótavant.
Verkkaupinn gerir þá kröfu til
verktakans, að hann skili sinu
verki á ákveðnum tima, fyrir
ákveðið verð og af ákveðnum
gæðaflokki oft án fullnægjandi
uppdrátta, lýsinga og forrann-
sókna t.d. jarðvegskánnana. En
sjálfur tekur verkkaupinn á sig
vissar greiðslu-skuldbindingar,
þ.e.a.s. að greiða verkið jafnóð-
um og það er unnið, samkvæmt
hálfsmánaðarlegum eöa
mánaðarlegum uppgjörum. Og
þarna er einmitt komið að einum
kvilla i verktakastarfseminni.
Það vill nefnilega oft brenna við,
ekki siður hjá opinberum aðilum
en einkaaðilum, að þegar að þess-
um hlutagreiðslum kemur stend-
ur verkkaupinn upp og segist
enga peninga hafa og ekkert geta
borgað. Það er mikil raun fyrir
verktakana, þegar slikt á sér
stað, þar sem verktakarnir eiga
ekki aðgang að föstum lánasjóð-
um eins og landbúnaður og
sjávarútvegur, og i nokkrum stil
einnig iðnaðurinn, Verktakarnir,
sem velta milljörðum árlega,
verða aö treysta á skyndilán i
bönkum, sem oftast eru með
hæstu vöxtum, og oft ófáanleg.
Verktakar geta þvi oft ekki
treyst þvi, að þeir fái borgun frá
verkkaupanum á réttum gjald-
daga. En ég vil taka fram, að þeir
þrir stærstu aðilar, sem við höf-
um átt skipti við, þ.e. Reykja-
vikurborg, Landsvirkjun og
Vegagerðin, hafa allir staðið
mjög vel i skilum, og hafa við-
skiptin við þá yfirleitt verið góð i
alla staði. Margir verktakar fara
á hausinn vegna erfiðleika er
skapast vegna vanskila verk-
kaupans.
Erfiðleikar verktaka
— Þú hcfur hér drepiö á marga
punkta á verktakastarfscmi hér á
landi og oröiö þar tiðrætt um hina
ýmsu erfiöleika verktaka. Eins
og þú segir fara margir þcirra á
hausinn, og Iangar mig nú aö
biðja þig aö nefna aöalástæöurn-
ar, aö þinu mati, til þess.
— Það eru ýmsar ástæður til
þess, að verktakar verða að hætta
störfum. Algengasta orsökin er
sú, eins og áður er komiö fram, að
verktakann skortir reynslu fjár-
magn og þekkingu. Hann reiknar
tilböð sitt of lágt og getur ekki
framkvæmt verkið fyrir þá upp-
hæð, sem hann býður. Og hann
hefur ekkert til að hlaupa upp á
og verður þvi gjaldþrota. 1 öðru
lagi er það hin stöðuga veröbólga
hér, sem jafnvel riður reyndum
verktökum að fullu. Þótt verk-
samningar séu bættir að hluta,
t.d. beinn launakostnaður,þá eru
ákaflega margir kostnaðarliðir,
sem ekki eru bættir, enda þótt
þeir hækki 'á verktimabilinu.
Verktakar, sem verða fyrir miklu
tapi vegna skyndilegrar gengis-
lækkunar, visitöluhækkunar eða
hækkunar á kaupi, fá sina
kostnaðaraukningu ekki bætta
nema að takmörkuðu leyti, — og
það verður mörgum of þungur
baggi.
t þriðja lagi kemur það til, að
verktakar hafa ekki upp á neina
lánasjóði að hlaupa, en verða að
treysta á dýr skyndilán. Siðast en
ekki sizt má nefna, að verktakar
hér eru skattlagðir mjög, og sum-
irskattarnirstrangarien nokkurs
staðar þekkist erlendis eins og hið
furðulega aðstöðugjald.
Veðráttan og ójöfn verkefni
spila einnig verulega inn i, og get-
ur þetta valdið verktökum mjög
miklum erfiðleikum og tjóni.
— Svona i leiðinni, — hvað eru
starfandi niargir verktakar á is-
landi i dag?
— Eiginlegir jarðvinnuverktak-
ar eru innan við 10, en auk þess
koma að sjálfsögðu til ýmsir
skyndiverktakar, sem erfitt er að
hafa tölu á.
— Þegar hér er koinið sögu væri
ef til vill ekki úr vegi, að þú lýstir
i nokkrum orðum þvi helzta, sem
samfara cr verkútboðum, þar
sem gera má ráð fyrir, að al-
inenningur sé næsta ófróður um
þá hluti.
— Það er alveg sjálfsagt. Þetta
gengur þannig fyrir sig i stórum
dráttum, að þegar aðili, opinber
eða einkaaðili, ákveður að láta
framkvæma fyrir sig ákveðið
verk, jarðvinnuverk, húsbygg-
ingaverk eða hvort tveggja, þá
ræður hann til sin arkitekta og
eða verkfræðinga til að hanna
þetta verk, og tilkynnir jafn-
framt, að verkið eigi að bjóða út.
Þessir sérfræðingar verkkaupans
gera siöan allar fullnaðar bygg-
ingateikningar að verkinu og
semja jafnframt svokallaða út-
boðslýsingu, þar sem greint er frá
öllum skilyrðum fyrir verksamn-
ingi, hvernig og hvenær eigi að
framkvæma verkið og tæknileg
lýsing á þvi.
Akaflega algengur siður er er
lendis, að verktakinn hafi siðan
samband við þrjá fjóra verktaka
og bjóði þeim að gera tilboð i
verkið. Slikt er einnig til hér, en
algengast er að verkið sé auglýst
á almennum markaði, þannig að
hver sem er geti boðið i það. Þetta
fer þannig fram, að gefin er út til-
kynning, þar sem sagt er, að út-
boðsgögn, þ.e. teikningarnar og
útboðslýsingin, verði afhent á
ákveðnum degi gegn ákveðinni
skilatryggingu, venjulega 3-10
þúsund.
Einnig er tilkynnt um, að á
ákveönum degi og tima verði til-
boðin opnuð. Þeir verktakar og
aðrir, sem áhuga hafa á þvi að
gera tilboð i verkið, ná sér i út-
boðsgögnin og setjast siðan niður
og reikna út, hvað muni kosta að
gera þetta ákveðna verk. Hinn
„mikli dagur” rennur upp, og
menn koma og leggja fram sin til-
boð, sem siðan eru lesin upp i
heyranda hljóði (það má hver
vera viðstaddur, sem vill). Þegar
þvi er lokið, taka sérfræðingar
verkkaupans öll gögnin og fara I
gegnum þau, prófa hvort þau eru
rétt reiknuð og hvort á þeim sé
einhver formgalli eða annað. Þeir
bera tilboðin saman og koma sér
saman um, hvert þeirra sé hag-
kvæmast fyrir verkkaupann, og
mæla siðan með þvi við hann.
Næst taka við samningarnir,
sem venjulega eru mjög fljót-
gerðir. Skrifaður er upp samning-
ur, sem er eins og hver annar við-
skiptasamningur, en til þess að fá
hann, veröur verktakinn að af-
henda verkkaupanum banka-
tryggingu, sem jafnaðarlega er
10% af heildar samningsupphæð-
inni. Þessi trygging felur það i
sér, að ef verktakinn getur ekki
staðið við skuldbindingar sinar
samkvæmt samningnum, þá
greiðir viðkomandi banki verk-
kaupanum áðurnefnd 10% i
skaðabætur vegna þess tjóns,
sem hann kann að verða fyrir
með einum eða öðrum hætti.
Þegar undirskriftum er lokið,
getur verktakinn hafizt handa. 1
samningnum er venjulega ákvæði
um siðasta skiladag á verkinu, og
þess vegna riður á fyrir verktak-
ann að hamast, eftir þvi sem efni
og aðstæður leyfa. Verkkaupinn
hefur og ábyrgan eftirlitsmann,
sem fylgist með daglegum fram-
kvæmdum verktakans, eins kon-
ar millimann, er fylgist með dag-
legri umsýslan, úrskýrir vafa-
atriði og fylgist með þvi að verk-
takinn hlýði reglum. Hann yfirfer
og reikninga verktakans, en
verkið er yfirleitt gert upp hálfs-
mánaðar- eða mánaðarlega og þá
á verktakinn að fá greiðslu fyrir
það, sem hann hefur unnið undan-
farinn mánuð eða hálfan mánuð.
— Það eru vist allir sammála
um, að hér á Fróni sé óhætt að
tala bæði um óstöðugt veðurfar og
verðlag, sem ekki hvað sizt bitnar
á verktökum. Sem reyndur verk-
taki, hvað myndirðu telja mikil-
vægast fyrir verktaka að hafa i
huga, ef þeir vilja halda velli?
— Þaðsem hver verktaki hugs-
ar um er: hvernig slepp ég við að
fara á hausinn? Tvö atriði þarf
einkum að passa upp á. 1 fyrsta
lagi að sýna eins mikla hagsýni
og skipulagningu framkvæmd-
anna og unnt er á hverjum tima,
og i öðru lagi að bjóða ekki of lágt
1 verkin, — taka heldur „sjens-
inn” á þvi að missa verkið fyrir
hærra tilboð. A þessum hála is
fara margir flatt.
2 milljónir á dag
— Nú riður auðvitað á miklu
fyrir ykkur verktaka að ljúka við
verk á sem ailra skemmstum
tima, ekki satt?
— Jú, það er ljóst mál. Eftir þvi
sem verktaki getur lokið verki
sinu fyrr, verður útkoma hans
betri að öllum jafnaði, þó að sjálf-
sögðu með sinum takmörkunum.
Daglegur reksturskostnaður er
svo mikill, að hver dagur, sem
verktakinn getur sparað i raun-
verulegum framkvæmdum, er af-
ar dýrmætur. I verksamningum
er lika yfirleitt ákvæði, þar að
auki, um dagsektir til verkkaup-
ans, ef verkið dregst fram yfir
umsaminn tima. T.d. við Þóris-
vatn kr. 50.000 á dag.
— Hver var reksturskostnaður
Þórisóss h.f. á dag árin 1971 og
1972?
— Síðastliðið sumar mátti
segja, að reksturskostnaðurinn
væri mest um 2 milljónir á dag.
Sumarið 1971 var reksturs-
kostnaður Þórisóss s.f. kringum
2,5 milljónir á dag þegar mest
var. Þegar um slikar upphæðir er
að ræða, er ljóst að stöðugt eftirlit
og áætlanir eru mjög nauðsynleg-
ar, til þess að maöur fari ekki
„yfir um”. Við urðum fyrir ýmis-
legum töfum, bæði ófyrirséðum
og eins vegna mannlegra yfir-
sjóna eins og gengur. En I heild
má segja, að við höfum verið
ánægðir með útkomuna.
— Þú hefur nú skýrt frá mörg-
um erfiðleikum verktaka, eru
ekki ýmsar skemmtilegar hliðar
á þvi lika?
— Jú, mikil ósköp. Verktaka-
starfsemin er mjög fjölbreyttur
og spennandi atvinnurekstur. Það
er gaman að sjá hin ýmsu mann-
virki risa i höndum kunnáttu-