Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 11. febrúar. 1973
100 ára brúður
Og úr því við á annaö borð er-
um farin að tala um aldargam-
alt fólk, ætti aö mega segja frá
þvi, að fyrir nokkrum dögum
voru gefin saman i hjónaband
brúðhjónin ungfrú Josefa
Margarida Maria da Silva, 100
ára gömul, og herra Jose
Ignacio da Silva, 71 árs að aldri,
en þau eru bæði brasilisk og
hafa búið þar saman siðustu 42
árin.
☆
Hestur uppi á lofti
Roy Scroggins i Grandview i
Missouri vaknaði við vondan
draum, þegar sonur hans
þriggja ára gamall hristi hann
til og kallaði: — Pabbi vaknaðu
strax, það er hestur uppi á lofti.
Þetta ' reyndist rétt vera. 800
punda arabiskur gæðingur hafði
á einhvern undarlegan hátt
komizt upp stigana i húsi
Scroggins. Scroggins hafði
breytt húsi sinu á þann hátt að
hann kom tveim hestum fyrir i
setustofunni og tveimur fyrir i
eldhúsinu, og sagði hann frétta-
mönnum, sem inntu hann frétta
af þessum atburði, að hestarnir
ætu úr eldhúsvaskinum. Uppi á
lofti i svefnherbergjunum hafði
Scroggins komið fyrir heyi.
Þangað upp komst hesturinn.
Hann hafð komizt upp 12 brött
þrep, og enginn skydli, hvernig
hann hefði getað komizt upp á
apllinn, þvi þar var krappt horn.
Nú skyldi enginn, hvernig koma
ætti hestinum niður. Hesturinn,
sem heitir Mirazah, kom svo
öllum á óvart með þvi að ganga
hægt og rólega afturá bak niður
stigann.og þá var allt komið i
samt lag aftur i húsinu.
Geitin
mótmælir
hraðbrautinni
Blessuð geitin hún Vanessa var
dregin til London nú fyrir fáum
dögum i þeim tilgangi að vekja
athygli á mótmælum 8000 ibúa i
Upshire og nágrenni gegn þvi,
að mikil hraðbraut verði lögð
um þorpið, og leggi það þar með
i eyði. Vanessa er verndari eða
eins konar lukkutröll ibúanna i
Upshire. A myndinni með henni
er dr. Norman Tebbitt þing-
maður Epping og heldur hann á
bók með undirskriftum 8000
manns, er mótmæla harðlega
lagningu hraðbrautarinnar.
Kannski geitin hafi haft einhver
áhrif á valdamenni London, og
hraðbrautin verði ekki lögð.
Óvæntir
endurfundir
Hollenzkur verkfræöingur, Jan
Dorp, sem var á ferðalagi i
Svartaskógi i Þýzkalandi þurfti
að láta hreinsa skóna sina, þar
sem hann var staddur á hóteli
einu. Jan, sem er 61 árs gamall,
sá fullorðna konu koma út úr
eldhúsi hótelsins, og hljóp til og
bað hana um aðstoð. Konan
varð heldur en ekki hissa, þegar
hún sá Jan, en hún haföi á með-
an á striðinu stóð gefið hollenzk-
um mönnum, sem voru i vinnu-
búðum i Þýzkalandi, að borða.
Konan, Leni Prod, þekkti nú aft-
ur einn þeirra manna, sem hún
hafði sem sagt haldið lifinu i
fyrir einum 32 árum. Jan sneri
aftur heim til Hollands eftir
ferðina til Svartaskógar, en frá
heimaborg sinni, Rotterdam,
sendi hann nú Leni, sem er
ekkja, 32 konfektkassa. Attu
þeir að vera þakklætisvottur
fyrir það, sem hún hafði gert
fyrir hann á striðsárunum, og
um leið átti hver kassi að tákna
1 ár, sem liðið var frá þvi þau
hittustfyrst. Nú eru þau Leni og
Jan farin að hugsa um að rugla
saman reitum sinum, og ekki er
ósennilegt, að þau geri það áður
en langt liður.
Saga fyrir
svefninn
Þýzkir visindamenn hafa kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að vilji
fólk sofna fljótt og vel á kvöldin,
þá sé það alls ekki rétta leiðin að
taka með sér bók i rúmið. Segja
visindamennirnir, að það sé
mjög skaðlegt að ætla sér að
lesa rétt undir svefninn, og þar
við bætist, að ekki sé það rétta
leiðin til þess að muna það, sem
lesið hefur verið.
Frú Anneliese Falckenberg,
sem er sálfræðingur, og hefur
stundað rannsóknir á fólki, sem
les áður en það fer að sofa, seg-
ir, að lesturinn komi I veg fyrir,
að fólkið slappi af og geti jafn
vel komið i veg fyrir að
fólk sofni. Annar visindamaður
segir, að lestur glæpasagna rétt
áður en fólk sofnar verði til þess
að fylla huga þess af ofbeldi og
óhugnanlegum hugsunum, sem
verði til þess að fólk sofi lausar.
Rómantiskar sögur vekja hugs-
anir, sem betra er að sjái dags-
ins ljós, og sjálfsævisögur mik-
ilmenna komi fólki til þess að fá
minnimáttarkennd. Og verðir
þú að lesa i rúminu, hvað sem
hver segir, þá segja visinda-
mennirnir, að þú eigir að velja
þér ljóðabók, hún muni hafa
bezt áhrif á sálarlifið i heild.
4
,,....og þegar klukkan sló tólf, sá
ég undir iljarnar á honum niður
tröppurnar”.
Hjónin voru að fara i veizlu ,og
húsbóndinn var i baði, meðan
hún sat og málaöi sig.
—Nenniröu að rétta mér bleiku
krukkuna i skápnum.spurði hún.
Það gerði hann, og stuttu siðar |
bað hún um litlu bláu flöskuna
með gyllta tappanum i bað- ,
skápnum. Þegar hún var fengin,
sagði frúin. —Æ, réttu mérlika
hylkið með augnskugganum.
—Heyrðu mig(svaraði eigin-,
maðurinn. —Ég er að reyna að !
komast i baðið.
—Já og hver ætti að koma i veg
fyrir það?
—Ég veit það ekki, en mér finnst
ég þekkja röddina.
DENNI
DÆMALAUSI
Ég hef aldrei heyrt þessa sögu
áður, svo ég get varla trúað þvi.
að hún sé sönn.