Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. febrúar. 1973 TÍMINN n Á myndinni hér til hliðar, sjást fimm tegundir af smurðu brauði. Þeim er það öllum sameiginlegt, að ofanáleggið er sild, en mismunandi þó, þvi þarna er notuð marineruð sild, kryddsild, reykt sild, og einnig sardinur. Ljóskastarar eru góð nýjung Það er ekki aðeins i leikhúsum og verzlunum, sem ljóskastarar eiga rétt á sér. Hvar sem er á heimil- um, þar sem eitthvað er, sem við viljum vekja sér- staka athygli á eru þeir fyllilega i rétti sinum. Það getur verið veggur, málverk, hilla, eða hvað sem er, meira að segja sem lestrarljós, eins og sést á þessari mynd hér. Iteykt sild með eggjahræru. Skerið brauðið i sneiðar, smyrjið þær og snyrtið. Leggið á þær hrein og þurr salatblöð. Fjarlægið ölí bein úr sildinni. Látið hana i tveim röð- um skáhailt y'fir sneiðarnar. 1 miðjuna setjið þið eggjahræruna. Hún er gerð á eftirfarandi hátt. Sláið eggin og rjóma út i skál og kryddið eftir smekk. Bræðið smjörliki i potti, setjið eggjablönduna i, hrærið stöðugt i, þar til þykknar. Látin kólna fyrir notkun. Skreytið með tómatbátum og dill. 1/2 formbrauð 4» gr. smjör eða smjörliki 1- 2 reyktar sildar 2 egg 1 matsk riómi salt hvitur pipar 30 gr. smjörlíki tómatbátar, dill. Landgöngubrú. 1/2 formbrauð eða löng hrökkbr. 50 gr. smjör 2 flök marineruð sild 2 flök kryddsild 2- 3 harðsoðin egg 1 laukur 1 búnt graslaukur 1 dl. rjómi. 2-3 matsk finthökkuð rauðrófa. Skerið brauðið á lengdina, eins og sýnt er á myndinni og smyrjið. Sker- iðsildarflökin langs i þrennt. Skeriðeggin i eggjaskera. Flysjið laukinn og skerið i nokkuð þykkar sneiðar. Klippið graslaukinn Þeytið rjóm- ann og blandið i sýrðri rauðrófunni. Leggið nú lengju af marineraðri sild öðru megin á brauðið og eftir hinni langhliðinni lengju af kryddsild. Leggið nú eggjasneiðar langs við hlið kryddsildarinnar og rauðróf- urjóma við hlið marineruðu sildarinnar. t miðjuna er svo graslaukur- inn settur. Skreytt með laukhringjum eins og sýnt er á myndinni. Sild tatarans. Franskbr. eða rúbr. 30 gr. smjör 1 flak marineruð sild 1 litið epli 1-2 sýrðar rauðrófur 1 stór soðin kartafla 1 iitil agúrka sýrð rauðrófulögur livitur pipar (i cggjarauður. Sild hins vinnusama. 1/2 normalbrauð 50 gr. smjör (saltablöð) 2 flök marineruð cða kryddsíld 3 soðnar kartöflur 1 rauður laukur díllgreinar. Sardinubrauð. 1 1/2 flatkaka 1-2 dósir sardinur 00 gr. smjör 2 harðsoðnar eggjarauður 1/2 tsk franskt sinnep 1 matsk. graslaukur 1-2 matsk rjóini Salt tómatur steinselja Skerið brauðiö i þunnar sneiðar og mótið það i hring. Smyrjið. Hakkið i smá teninga sild, epli, rauðrófur, kartöflu og agúrku. Blandið vel og kryddið. Setjið salatið eins og krans á brauðið og að lokum setjið þið hráa eggjarauðu á miðja hverja sneið. Skerið brauðið langsum i þunnar sneiðar. Smyrjið og lagið kantana. Ef til er ,þá leggið salatblað á hverja sneið. Flysjið kartöfluna og skerið i sneiðar. Skerið sildina i fingurþykka bita. Jafnið nú kartöflum og sild á sneiðarnar. Skreytið siðan með laukhringjum og dillgreinum. Skerið hverja flatköku i fernt. Merjið 4-6 sardinur, hrærið saman við smjörið, rjómann eggin, sinnepið og graslaukinn. Jafnið sardinusmjör- inu á flatkökurnar og leggið siðan ofan á heila stóra sardinu. Skreytið með tómatbátum og steinselju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.