Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.02.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 11. febrúar. 1973 TÍMINN 17 heimavist af ýmsum ástæðum og i rauninni er heimavist þessa skóla eitt viðkvæmasta vanda- málið, sem við er að striða hér. Það er ekki vandalaust, og verður ekki heldur árekstralaust, að hafa um 150 ungmenni saman i einu húsi eins og hér er, enda tel ég þetta vera það vandamálið, sem erfiðast hefur verið að fást við. Hins vegar verður það að segjast, að sú nýbreytni i daglegri stjórn heimavistarinnar, sem upp var tekin i haust, hefur gefizt vel. Nemendur eiga að hafa veg og vanda af daglegri stjórn heima- vistarinnar, þótt yfirstjórn henn- ar sé i höndum skólameistara. Félagsþroski heimavistarbúa ætti að aukast við þá ábyrgð, sem þeim er á herðar lögð, og það er von min, að þessi tilraun, sem hér er gerð i vetur, gefist svo vel, að henni verði haldið áfram hér við skólann. — Hver er þessi nýja tilraun, nánar tiltekið? — I rauninni er það svo, að öll dagleg stjórn, allt daglegt eftirlit, er i höndum kjörins heimavistar- ráðs. Þetta heimavistarráð velur sér embættismenn, i hin ýmsu störf, sem nauðsynlegt er að rækja, andstætt þvi, sem hefur veriðáður, þvi að þetta hefur ver- ið i höndum sérstaklega ráðinna manna, eða þá i höndum nem- enda, sem skólastjórn hefur skip- að sérstaklega. En nú eru það nemendur sjálfir, sem hafa þessa stjórn með höndum, og þeir eiga raunar lika að segja til um þarfir þeirra, sem búa i heimavist og benda á það, sem betur má fara. Þannig eru þeir gerðir ábyrgir og virkari i daglegum rekstri skólans. Eins og ég sagði áðan, held ég að þetta hljóti að efla félagsþroska þeirra nem- enda, sem að þessu vinna. Það er lika æskilegt að geta eflt félagsþroska ungs fólks, þvi að ég held einmitt, að vöntun á honum sé eitt aðalmeinið i okkar þjóð- félagi núna. Mér finnst ábyrgðar- leysi einkennandi viöa i þjóðlifi okkar nú á dögum, og meðal ann- ars ætti það að vera hlutverk skólanna, og þá ekki sizt fram- halds- og menntaskóla, að auka þjóðfélagslega ábyrgðartilfinn- ingu og almennan félagsþroska nemenda sinna. Útivistarreglum breytt — Var útivistarreglum nokkuð breytt, þótt stjórn heimavistar- innar væri færð i hendur nem- enda? — Já. Lengst af i sögu heima- vistarinnar var henni lokað klukkan tiu að kvöldi og eftir þann tima fengu menn ekki að fara út né heldur að koma inn, nema að eitthvað sérstakt væri um að vera. Nú, aftur á móti, er nemendum frjálst að ganga út og inn um hús heimavistarinnar að heita má allan sólarhringinn. Þetta eru heimili nemenda og þeir eiga að njóta þar sömu rétt- inda og á öörum heimilum sinum. Ég tel það einmitt mikils vert, að þeirlæriað lita á þetta sem heim- ili sitt og hagi sér eftir þvi. Nú er þeim heimilt að ganga þar út og inn eins og þeir vilja, en það hefur sýnt sig, að þeir nota næturnar til svefns og hvildar, þótt einstaka hafi — og þá einkum fyrst i stað — misnotað frelsið eitthvað. Engu að siður hefur sú misnotkun verið i svo litlum mæli, að ekki er orð á gerandi, og ég vil bæta þvi við, að það hefur orðið til mjög mikilla bóta að rýmka þessar reglur og fella niður þau boð og bönn, sem áður voru i gildi. En auðvitað leggur þetta aukna ábyrgð á herðar nemendum og krefst mik- ils af þeim. Heimavistir, sem eru harðlæstar, likjast meira fangelsr um en heimilum, og þetta er liður i þvi, að nemendur komi fram af fullri ábyrgð, og það er ekkert hægt um það að segja, hvort þeir eru vandanum vaxnir, fyrr en þeir hafa fengið tækifæri til þess að sýna hver afstaða þeirra og ábyrgðartilfinning er. — Þú sagðir, að heimavistin rúmaði um það bil hálft annað hundrað nemenda. Hversu stór hluti af nemendahópnum er það? —■ Það er tæpur þriðjungur. f skólanum eru nú um 480 nemend- ur. Eins og ég gat um, er heima- vistin ekki fullsetin, en að visu eru ekki nema fá rými laus. Þó er það nú svo, að aðsóknin að heima- vistinni hefur minnkað undanfar- in ár,' og stafar það einkum af tvennu: Skólinn i heild hefur minnkað vegna þess, að fram- haldsdeildir við gagnfræðaskóla og menntadeildir hafa verið sett- ar á stofn. 1 öðru lagi hefur nem- endum frá Akureyri fjölgað mjög mikið hlutfallslega undan farin ár, og þeir þurfa vitanlega ekki á heimavistinni að halda. ódýrt að búa í heimavist — Var heimavistin ekki annars lengstaf miklu ódýrari og þar af leiðandi mjög vinsæl hjá nemend- um? Tryggvi Gislason, hinn nýi skólameistari menntaskólans á Akureyri. — Það er ennþá svo, að miklu ódýrara er að búa i heimavist. Húsaleigan átta mánuði ársins er ekki nema 2.500 krónur, alla mán- uðina samtals, og fæöiskostnaður er á sjöunda þusund á mánuði. Þetta er miklu lægra verð, en nemendur greiða annars staðar, og hefur svo verið alla tið. Mötu- neyti hefur verið rekið hér með mikilli prýði i þrjá áratugi af sama manninum, Arna Frið- geirssyni. Þetta hefur lengstaf verið ódýrasta mötuneyti við heimavistarskóla á landinu, og er það enn. Við höfum að visu gert i vetur tilraunir með að selja laust fæði gegn einingum, sem við höf- um kallaðsvo. Þessi tilraun hefur gefizt illa. Hún hefur hreinlega mistekizt, og við höfum nú horfið að þvi ráði að selja fast fæði eins og áður var. Hinu má gjarna bæta við, að það virðist nú skipta nem- endur minna máli en áður, hver kostnaður þeirra er i sambandi við skólasókn. Stafar það að sjálf- sögðu af þvi, að nú eru fjárráð fólks meiri en fyrr, og einkum hefur ungt fólk miklu meira fé handa á milli en var fyrir nokkr- um árum. Þetta hefur vitanlega mikla kosti i för með sér, en það er hins vegar ekki gallalaust. Það væri of langt mál að gera grein fyrir þvi öllu hér, en á þetta má benda. Ný lög um menntaskóla — En þá er það nú sjálf kennsl- an. Er ekki komin til sögunnar ný reglugerð og reyndar lika lög um það mál? — Menntaskólum voru sett ný lögárið 1970 og ný reglugerð 1971. Þessi reglugerð verður nú endur- skoðuð i sumar og þarfnast hún að sjálfsögðu gagngerðrar endur- skoðunar, þegar hið nýja frum- varp um grunnskóla hefur verið samþykkt, þvi að þar er gert ráð fyrirað stytta menntaskólana um eitt ár, þannig að þeir verði þriggja ára skólar. Kennslan hefur breytzt allmik- ið á undan förnum árum, og það, sem þar er ef til vill merkast, er að valfrelsi nemenda hefur verið aukið allmikið. Þvi eru að visu takmörk sett i litlum skólum, eins og verður að telja þennan skóla hér, og við getum ekki veitt nem- endum það frelsi i vali námsefnis, sem aðrir.og stærri skólar hugsanlega geta. En allt er þetta á byrjunarstigi, og i rauninni má segja, að flestir menntaskólar landsins séu reknir sem tilrauna- skólar þessi árin. — Hugsa nemendur ekki vel til þessa aukna valfrelsis i námi? — Jú, það gera þeir svo sannar- lega, en hins vegar sá á kvölina, sem á völina, héreins og ávallt og þetta valfrelsi hefur alveg áreiðanlega gert mörgum nemandanum erfitt fyrir. Jafn- framtþvi sem valfrelsið er aukið, þarf að gæta þess að gera það ekki of viðamikið og flókið, þann- ig að nemendum verði ókleift að greina á milli og skilja, hverra kosta þeir eiga völ. — Er ekki liklegt, að þetta skapi enn nánara samstarf kennara og nemenda — að nemendur þurfi i æ rikara mæli á leiðsögn kennarana að halda? — Jú. Nemendur leita að sjálf- sögðu mikið til kennara sinna og skólastjóra, og við reynum að kynna fyrir nemendum ákvæði hinnar nýju reglugerðar, svo að þeir átti sig betur á þvi, hverra kosta þeir eiga völ. Hins vegar virðist ýmislegt benda til þess, að hið aukna valfrelsi geri nemend- um talsvert erfitt um vik, og það hefur örlitið borið á þvi, að þeir væru ráðvilltir i þessu allflókna kerfi. Verndum okkar dýrustu eign — Þú nefndir i upphafi hlutverk skólanna i þeirri viðleitni að halda við og varðveita menningu þjóðarinnar. Þú litur auðvitað á þetta sem eitt meginhlutverk menntaskólanna? — Já. Við eigum okkur einstæða sögu, og litil þjóð er ævinlega stolt af þvi sem hún á, og þá ekki sizt sögu sinni og menningu. Þótt menning okkar sé ekki fjölskrúð- ug, þá er hún sérstæð, og á ýms- um sviðum einstæð. Einkum og sér i lagi hin mállega menning. Þetta mál er mér ákaflega hug- leikið, enda var framhaldsnám mitt og störf, allt til þessa, ein- mitt bundið hinni mállegu menn- ingu þjóðarinnar. Þar er höfuð nauðsyn, að við varðveitum það dýrasta sem við eigum, sem er mál okkar. En hins vegar, eins og ég nefndi i upphafi, er það mjög mikils vert, að við séum vel vak- andi á þessum miklu breytinga- og umbrotatimúm, og reynum að marka stefnu i félags- og atvinnu- málum. Nú hefur til dæmis vaknað þessi hreyfing til verndar náttúrunni, og þar stangast á annars vegar þörfin á þvi að nýta náttúruauð- lindir, breyta náttúrunni, og hins vegarað varðveita hana. Þetta er ef til vill ekki eins aðkallandi á Islandi og viða annars staöar, en þó er full ástæða til þess að vera þarna á varðbergi, og hlutverk menntaskólanna er auðvitað meðal annars að vekja athygli manna á þessu og tengja nám og kennslu skólans bæði við þessar þarfir og aðrar. Ég á hér viö þarf- ir atvinnuveganna annars vegar og þess sem fjarskyldara er, eða jafnvel i beinni andstöðu við at- vinnuvegina hins vegar. Skólarn- ir eiga að hjáipa mönnum til þess að beina athygli sinni jöfnum höndum að hinu hagnýta og þvi, sem ekki verður metiö til fjár. —VS Sárabót í vænd um fyrir frá- skilda eiainmenn t henni Ameriku geta menn lif- tryggt sig, tryggt hús sin, bila og jafnvel gæludýr. Og i dag, þegar skilnaðartilfellum fjölgar ört og óhugnanlega, hafa ýmsir útsjóna- samir aðilar þar vestra fengið allsérstæða hugdettu. Nokkrar rauðsokkur, lögfræðingar og lagasmiðir hafa látið i ljós þá skoðun, að fólki skyldi gefinn kostur á þvi að tryggja hjónabönd sin auk alls hins. Það, sem þeir hafa i huga, er „skilnaðartrygg- ing”, sem borga myndi meðlag með barni og ef til vill fram- færslueyri tii hinnar fráskildu konu. Þeir, sem mæla með „skilnað- artryggingum”, benda m.a. á, að meðlögin eru oft á tiðum mjög svo skorin við nögl, og ennfremur hætti mörgum manninum til að virða litt meðlagsskyldu sina. Þessi trygging er enn sem komið er aðeins á hugmyndafræðilegu stigi. Um nánara eðli hennar hefur m.a. komið fram þessi hug- mynd: tryggingatakinn borgi 5 þúsund krónur á ári i iðgjald, og ef til skilnaðar komi, fái hann 10 þúsund krónur á mánuði i 3 ár frá viðkomandi tryggingafélagi. Tryggingin skuli einnig geta náð til framfærslueyris, og með þvi yrði iðgjaldið þá hærra. Dómarar gætu að sjálfsögðu úrskurðað hærra meðlag eða framfærslu- eyri heldur en tryggingin gefur, og skuli þá hinn fráskyldi eigin- maður borga þann mismun. Nokkur tryggingafélög vestra hafa sýnt mikinn áhuga á hug- myndinni um „skilnaðartrygg- ingu”, og nýlega stakk fulltrúi New York-rikis i öldungadeild- inni, Donald Halperin, upp á þvi, að skipuð yrði nefnd til að kanna þetta mál. Auðvitað ganga fáir i hjóna- band með það fyrir augum að skilja svo siðar meir og til þess að laða að sér viðskiptamenn verða tryggingafélögin og veita þeim eftirgjöf á iðgjaldi eöa annars konar vilyrði, ef hjónaböndin haldast án þess að til skilnaðar komi. Ennfremur yrði „skilnað- artrygging” allra nýrra hjóna- banda að vera skylda, þar sem annars yrði aðeins um „áhættu- söm hjónabönd” að ræða fyrir tryggingafélögin. Sumir hafa raunar stungið upp á þvi, að koma „skilnaðar tryggingunum” inn i al- mannatryggingakerfið. — Þú kaupir Kádilják og færð ekki leyfi til að aka honum, fyrr en þú hefur tryggt hann. Hver er þá munur- inn? Þetta hefur Diana Du Broff um málið að segja en hún er þekktur lögfræðingur og styður „sk. tr.” — hugmyndina af alefli. Enn einn augljós munur er þó á þessum tveim geröum trygg- inga: óliklegt er, að allir séu reiðubúnir til að „bóka” hjóna- band sitt á þennan hátt. Og það er einnig heldur óliklegt, að tryggingakerfið hafi áhuga á að taka slikar tryggingar, þar sem vitað er, að nær helmingur allra hjónabanda i Bandarikjunum -i dag engar með skilnaði. — Stp. fAuglýs Lendur Auglýsingar, sem eiga að koma í blaðinu á sunnudögum þurfa að berast fyrir kl. 4 á föstudögum. Augl.stofa Timans er i Bankastræti 7. Símar: 19523 - 18300. i _____ l_________________________________________________________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.