Fréttablaðið - 14.08.2004, Side 62

Fréttablaðið - 14.08.2004, Side 62
VERST ER BEST ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON ER TRUKKALESSA Í LÍKAMA PISTLAHÖFUNDAR ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Kredittbanken. Útsendingu þúsundasta þáttar síns. 2-2. Ég geng um með fábjánabros á vör, þegar ég er spurður að því hvort ég sé ríkur segi ég fólki hvað ég eigi mörg börn og minnist ekki á að síðustu fimmtán ár hafi verið eitt viðvarandi fjárhagslegt taugaáfall. Ekkert kem- ur mér úr jafnvægi, þegar fulltrúar tryggingafélaganna hringja í mig á kvöldin og ég er kominn í silkináttföt- in, nýbúinn að kemba á mér hárið, tala ég við þá í að minnsta kosti fjórar mínútur til þess að særa ekki tilfinn- ingar þeirra, misvitsmunalega heftir stjórnmálamenn fara ekki í taugarnar á mér, mér er sama hvort það er rign- ing eða sól, ekkert kemur mér úr jafn- vægi. Vegna þess að ég er hamingju- samur. Hvernig fer ég að því. Ég ímynda mér allt hið versta. Ahh, sem sagt ekki einn af þessum up-beat pistlum sem skrifaðir eru í Birtu og Dagskrá vikunnar af konum með tilfinningagreind mammúts. Ekkert nema viðbjóður frá þessum manni. Ég vinn ekki mikið en ligg mikið fyrir í vinnunni og hugsa um alla þá hræðilegu hluti sem ég gæti lent í. Ég sé fyrir mér sendibílstjóra bakka á húsið mitt, ég sé fyrir mér hvernig fólk talar um mig á bak, ritstjórnar- bræðurnir á Fréttablaðinu uppnefna mig örugglega Feitalíus skvapheila, trúlega kemur öll fjölskyldan til með að gleyma afmælinu mínu og á leið- inni heim er líklegt að ég verði fyrir sendibíl. Allt það versta gerir mig hamingjusaman því ekkert af því er satt. (Nema þetta með Feitalíus skvapheila, það er trúlega satt). Hugsaðu þér svöngu börnin í Afr- íku, sagði móðir mín og reyndi að troða ofan í mig hlaupkenndu h a f r a s u l l i , þetta er ekki sem verst, sagði bróðir minn þeg- ar ég sýndi hon- um mína fyrstu íbúð, ég þekki mann sem keypti sér íbúð með rottum í og það var fúi í henni líka, þú veist hvað það er erfitt að eiga við fúa. Ég hef margra ára þjálfun í að hugsa hið versta til þess að kalla fram hið besta. Ég er gersamlega háður hræðilegum hugsunum og ímyndun- um. SÁLFRÆÐILEG GREINING: Höf- undur er trukkalessa, föst í líkama pistlahöfundar. ■ 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Hjólabrettaíþróttin er í mikilli upp- sveiflu um þessar mundir og í sum- ar hafa nýir brettagarðar risið víða á höfuðborgarsvæðinu. Félagar úr hinu heimsþekkta brettagengi Flip komu til landsins fyrir skömmu og kyntu undir áhuga unga fólksins með sýningum í Miðbergi og á Ing- ólfstorgi. Í dag blása verslanir Brims til stórmóts í brettalistinni og er öllum frjálst að taka þátt. Glæsilegir keppnispallar hafa ver- ið byggðir sem komið verður fyrir á Ingólfstorgi þar sem keppnin fer fram. Búist er við fjölmenni og meðal annars hefur blaðið fregnir af sigurstranglegum köppum sem gera sér ferð frá Akureyri til að taka þátt. Keppt verður í þremur flokkum, fimmtán ára og yngri og sextán ára og eldri auk stelpna- flokks. Í brettaiðkuninni eru strák- ar í miklum meirihluta en móts- haldarar hvetja stelpur eindregið til að vera með. Dómnefndina skipa gamalreyndir hjólabrettakappar og Brim lofar glæsilegum vinning- um svo sem hjólabrettum, fötum og fleiru. Mótið hefst klukkan 14 og stendur fram eftir degi en tvær erlendar hljómsveitir troða upp á torginu, pönkararnir í Out Cold og harðhausarnir í Labrat. Sjónvarps- stöðin PoppTíví fylgist með en einnig fara fram upptökur á nýrri íslenskri hjólabrettamynd. Fimm ár eru liðin frá því að síð- ast var haldin keppni í brettaíþrótt á Ingólfstorgi. ■ HJÓLABRETTI BRETTAMÓT BRIMS ■ fer fram á Ingólfstorgi í dag. FRÉTTIR AF FÓLKI Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is ÞRIÐJUDAGUR Söngleikurinn Harlem Sophist-icate var frumsýndur í gærkvöld í Loftkastalanum við góðar undirtektir. Meðal þeirra sem taka þátt í sýning- unni eru nokkrar vel þéttar söngkon- ur. Heyrst hefur að af þeim sökum hafi þurft að styrkja sviðið í leik- húsinu sérstaklega því samanlagð- ur kílóafjöldi þ e i r r a þriggja sé hátt í fjögur hundruð. STÓRMÓT Fimm ár eru liðin síð- an hjólabrettamót var haldið á Ing- ólfstorgi og búist er við fjölmenni. Sem er? Tilvalin fyrir þá hundaeig- endur sem er enn illa við hundakúk- inn. Skóflan hefur það fram yfir plast- pokana að hundavinurinn þarf ekki að vera í neinni beinni snertingu við kúkinn. Það er ógeðslegt að mati margra að grípa utan um hægðir hundanna jafnvel þó plastfilma sé þar á milli og kúkaskóflan er því tilvalin fyrir klígjugjarna en hreinláta gælu- dýraeigendur. Skóflan er tiltölulega auðveld í notkun auk þess sem grein- argóðar skýringarmyndir eru á hlið pokans. Brjóta má pokann saman í nokkuð þægilegt brot sem hægt er að smeygja í jakkavasann en pokinn sjálfur er úr þunnum pappír og við op hans eru tvö hörð spjöld með hald- föngum sem grípa utan um kúkinn. Það verður einnig að teljast kostur að kúkaskóflan er framleidd úr endur- unnum pappír og er því umhverfis- væn. Saga? Það er ekki langt síðan að kúkaskóflan sást fyrst hér á landi en hönnuður hennar hefur þegar fengið einkaleyfi á hugmyndinni í Bandaríkj- unum. Fáanlegt? Hún fæst á öllum dýra- læknastofum á höfuðborgarsvæðinu, Trítlu, Furðufuglum og fylgifiskum, Fjarðarkaupum, Melabúðinni og Kjöt- borg Mitchell. Kostar? 10 skóflur í pakka kosta 360 krónur. | DÓTAKASSINN | Dótið? Kúkaskófla Brettaiðkendur á Ingólfstorg!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.