Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 6. mai 1973. Einu fötin betlarans Fólk vorkenndi aumingja betl- aranum, sem sat á tröppum kirkju einnar i Rómaborg. Honum voru gefnir peningar og matur, og sumir voru meira að segja svo rausnarlegir að bjóða honum föt að gjöf. En betlarinn, Giacomo Carita að nafni, vildi aldreiþiggja fötin, þótt hann tæki annars yfirleitt við öllu, sem að honum var rétt! Hann sagðist vera i ágætum fötum og þyrfti þvi ekki önnur. Agæti fata hans kom lika berlega i ljós við and- lát aumingja betlarans, þvi andvirði einnar og hálfrar is- lenzkrar milljónar i seðlum fannst saumað innan á fata- görmunum hans. Merkilegt Þátttakandi nokkur i sjónvarps- keppni, er gekk út á það, hver gæti munað flesta af 100 hlutum, sem þátttakendur fengu aö virða fyrir sér i 10 sekúndur, stóð sig með afbrigð- um vel. Hann gat taliö upp 81 af hlutunum. Stjórnandi þáttarins tilkynnti þá þessum greinda manni að hann væri boöinn i samkvæmi að útsendingu lokinni og honum væri velkomið að taka konuna með. Otto, en svo hét þátttakandinn sagöi þá: ,,Ég verð þá að hringja i kon- una mina til að athuga hvort hún kemst með” Stjórnandinn teygði sig þá i nálægan sima og sagði „Gjörðu svo vel og hringdu.” Eftir nokkra bið neyddist Otto til að viðurkenna, að hann gæti ekki hringt, vegna þess að hann gæti ómögulega komiö fyrir sig hvert sima- númerið sitt væri. £?• " Hægðarauki A skipulagningardeild flug- harnarinnar i Frankfurt/Main hefur nýlega verið gerð ágætis farangurskerra. Agæti hennar liggur i þvi, að hún getur farið upp og niður rennistiga og hún kemur sér sjálfkrafa yfir á þrepi rennistigans án þess að hallast. Þetta er að sjálfsögðu til mikilla þæginda fyrir flug- hafnargesti. Vanalegar farangurskerrur, sem tæpast er hægt að flytja á rennistigum, verða látnar vikja sem fyrst fyrir þessu nývirki og það ekki einungis i Frankfurt, þar sem þegar eru 500 stk. af þessum nýju kerrum. Þetta rennistiga- flutningatæki verður boðið örðum flughöfnum og um- ferðarstöðvum. Umhverfisbætur í Grúsíu í sovétlýðveldinu Grúsiu er nú i undirbúningi umfangsmikil áætlun um umhverfisum- bætur, sem hafa það markmið að vega upp á móti óheppilegri þróun i sambandi við fólks- fiölgun og iðnþróun næstu 15-20 árin. 1 höfuðborg iýðveldisins Tbilsi, og hinni stóru járn- og stáliðjuborg Rustavi, verða gerðir 300 þúsund hektarar grænna svæða og búinn verður til 30 þúsund hektara þjóðgarður. Skógræktarskólar rikisins munu árlega láta i té átta milljónir nýrra trjáa til gróðursetningar á skógarsvæð- um. 1 áætluninni eru einnig ströng ákvæði varðandi hreinsun á úrgangsvatni frá iðnfyrirtækjum og á útblæstri i andrúmsloftið, og settar verða reglur um meðferð og nýtingu úrgangsefna bæði frá iðnfyrir- tækjum og heimilum. Drykkjuskapur í dönskum og sænskum skólum Danskir og sænskir kennarar kvarta nú i auknum mæli yfir, að nemendur þeirra mæti drukknir i skólann — og þá alls ófærir um að fylgjast með kennslunni. Kennarar vita ekki, til hvaða bragðs skal taka til að sporna við þessari öfugþróun Danskur skólanemi, 16 ára gamall, hlaut lifstiðarörkuml, þar eð hann stórslasaðist, er lest ók á hann. Hann hafði i ölvimu lagzt á járnbrautarteinana. Yfirlæknir Afengisvarnar- stöðvarinnar i Kaupmannahöfn, Egil Jensen, álitur, að drykkju- skapur meðal æskufólks hafi leyst fikniefnavandamálið af hólmi. A hverjum degi dynja yfir hann spurningar frá örvæntingarfullum kennurum, sem standa frammi fyrir hópi drukkinna nemenda og vita ekki til hvaða ráðs skal gripa. E. Jensen segir: „Hér eru 15-16 ára unglingar, sem eru orðnir drykkjusjúklingar. Margir þeirra hófu áfengisneyzlu u.þ.b. 12 ára gamlir. Margir skólar hafa afnumið skóladansleiki vegna ótta við áfengisneyzlu nemendanna, og ekki er sjald- gæft, að nemendur skjótist I búð i frimínútunum til að kaupa sér bjór.” — Þér drekkið áreiðanlega of mikið — Hann segir stöðugt grófar sögur — en þær eru allar eld- gamlar. DENNI DÆMALAUSI Ég verö að fá súrar agúrkur, svo sultan renni ekki út af brauðsneiðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 103. Tölublað (06.05.1973)
https://timarit.is/issue/264698

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

103. Tölublað (06.05.1973)

Aðgerðir: