Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 6. mai 1973. Lögreglu- hundar eiga að veita fólki vernd og öryggi, en ekki ógna því Hér er Þorsteinn Steingrlmsson meö unghundana tvo, sem hann er aö ala upp og þjálfa. Þeir heita Púki og Skuggi, og þarf vist ekki aö útskýra hvor er hvor. Hér eru þeir Púki og Skuggi úti I náttúrunni, þar sem þeir kunna vel viö sig. Maöur er nefndur Þorsteinn Steingrimsson. Lögreglumaöur er hann aö atvinnu og hefur yfir- umsjón meö hasshundinum fræga — eina lögregluhundinum á ts- landi, sem viöurkenndur er sem slikur. Þorsteinn er dýravinur mikill og hefur næmari skilning á þörf- um þeirra en titt er um bæjarbúa. Hann er nú að þjálfa tvo nýja lög- regluhunda i viðbót til hassleitar og annarra nauðsynjastarfa. En dvalarstað þeirra þriggja hunda, sem Þorsteinn hefur umsjón með, er ekki hægt að gefa upp hér, af þeirri einföldu ástæðu, að blaðinu er algerlega ókunnugt um hann. Læröi meðferð hundsins í Englandi Við hittum Þorstein að máli ekki alls fyrir löngu og fengum leyfi til þess að leggja fyrir hann nokkrar spurningar. Það var byrjað á byrjuninni og spurt: — Hvenær kom það i þinn hlut, Þorsteinn, að annast hasshund- inn? — Haustið 1971 fór ég til Eng- lands til þess að læra meðferð lögregluhunda, þar sem ég stund- aði nám i einum fremsta skóla Bretlands i þeim fræðum. Ég kom svo heim strax að námskeiðinu loknu byrjaði að starfa með hund- inn að vissu marki, en þjálfunar- timinn þarna úti var svo stuttur, að ég varð að halda þvi verki áfram eftir að hingað var komið. — Er námstiminn skorinn við nögl? — Nemendafjöldinn er svo geysilegur, að ekki er um annað að ræða en að hafa námskeiðin fremur stutt. En þeir leggja mikla áherzlu á að nemendur séu gæddir þeim hæfileikum og áhuga, að honum sé treystandi til þess að halda áfram að þjálfa hundinn, án þess að hann biði neinn skaða af þvi, eftir að kennd hafa verið viss undirstöðuatriði. — Beinist þjálfun og lærdómur þessa hunds eingöngu að þvi að leita uppi hass? — Já, i rauninni er það svo. Þó má segja, að orðið hass sé ekki tæmandi, þvi að hér er um að ræða kannabisefnin, svo sem marijuana og hassis; Og svo hrá- ópium. — Er mjög sterk lykt af þess- um efnum? — Já, og þó er hún einkum sér- kennileg. Lyktin er súr-sæt, einna áþekkust lykt úr votheysgryfjum. — Fyrst menn finna lyktina auðveldlega, hvað er þá unnið við að nota hundinn? — Ot af fyrir sig gerir hundur- inn ekki nein kraftaverk, en hann styttir leitartimann geysilega mikið. Hann getur á tuttugu sek- úndum fundið pakka með hassi, sem margir menn hefðu verið I marga klukkutima að finna. Björgunarhundar — Nú er hægt að láta hunda leita að mörgu öðru en eiturefn- um. — Já, vissulega. Hundar eru hinar mestu þarfaskepnur til dæmis við að leita týndra manna og muna. Það væri ákaflega nauðsynlegt fyrir lögregluna hér i Reykjavik að fá almennan lög- regluhund eða hunda til þess að leita að týndum mönnum, og kæmi þá helzt til greina spor- hundur. Það sem hér er um að ræða, eru þá svokallaðir björgun- arhundar, en ekki hundar sem taka menn eða stöðva þá á flótta. Þeir gætu lika verið til aðstoðar rannsóknarlögreglu á innbrots- og afbrotastað. Danir kalla þetta kriminalhunda, og er þá um að ræða hunda, sem gæddir eru óvenjuglöggri lyktarskynjun, enda eru þeir mjög mikið notaðir i öllum löndum Evrópu, svo og i Bandarikjunum. — Er hægt að nota sama hund- inn i hassleitina og hina almennu leit? — 1 meginatriðum krefst þetta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.