Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 21
Sunnudagur 6. mai 1973.
TÍMINN
21
Jónas frá Hrafnagili hefur gefið
upp stærð kolagrafanna, að visu i
álnum, og sömuleiðis kúfinn, sem
upp úr stóð, áður en þakið var.
Samkvæmt þvi, hefur stærð
þeirra verið tiu til fjórtán
teningsmetrar, hver kolagröf,
sumar voru þó miklu stærri.
Hallormsstaðarskógur
hefði
enrt rúmlega eitt ár
— Er hægt að vita, hversu mik-
inn skóg þurfti til þess að fylla
eina slika gröf?
— Þegar að þessari spurningu
kom, fékk ég i lið með mér Snorra
Sigurðsson, skógfræðing, sem
komst að þeirri niðurstöðu, að
viðarmagn á einum hektara
skóglendis sé um sextán og hálfur
teningsmetri af um það bil fjög-
urra metra háum skógi. Hér má
bæta við árlegum viðarvexti, sem
Snorri reiknareýin teningsmetra,
og verða þá seytján og hálfur
teningsmetri af skógi á hvern
hektara.
Nú er það orðið einfalt reikn-
ingsdæmi að deila þessum
teningsmetrum af skógi i rúmmál
kolagrafanna. Þær hafa verið um
sex þúsund að tölu á landinu öllu,
eða þvi sem næst ein kolagröf á
býli til jafnaðar, eins og fyrr
segir, og rúmmál þeirra allra
samanlagt, hefur þvi verið nálægt
82þúsund teningsmetrar. Til þess
að fylla þær, hefur þurft að fella
skóg af um það bil 470 hekturum
lands. Það eru sem sagt tæpir
fimm hundruð hektarar skóg-
lendis, sem þurft hefur að fella á
hverju ári, — hvert einasta tré —
til þess að fullnægja kolaþörf
landsmanna, aðeins til ljáa-
dengslunarinnar. Til saman-
burðar má geta þess, að Vagla-
skógur er um þrjú hundruð
hektarar, en Hallormsstaðar
sógur 650 hektarar. Þannig hefði
allur Hallormsstaðarskógur ekki
enzt þjóðinni nema i rúmt ár til
kolagerðar.
— Er hægt að vita, hversu
margar aldir þetta gegndarlausa
skógarhögg hefur staðið?
— Fyrir þvi eru nokkuð öruggar
heimildir. Þessir búskaparhættir,
meðal annars kolaþörfin til þess
að dengja ljáina, — það hélzt allar
götur þangað til að Torfi i ólafs-
dal kom hingað með skozku ljáina
um 1870. Að visu hafði þörfin
verið mismunandi mikil, eftir
þvi, hve fjölmenn þjóðin var á
hverjum tima, en hún hafði verið
fyrir hendi, allt frá landnámstið.
Þvi má og bæta við, að ég er þess
fullviss, að sú tala, sem ég hef
lagt hér til grundvallar —■ það er
að segja aðeins sex þúsund
bændabýli á landinu öllu — hún er
algert lágmark, þegar verið er að
taka meðaltal, sem nær yfir
svona langan tima.
Þegar við svo ger.um okkur
grein fyrir heyskaparþörf lands-
manna og þeirri verktækni, sem
þeir bjuggu við, þá verður okkur
skiljanlegt, hvilik lifsnauðsyn
viðarkolin hafa verið þjóðinni
öldum saman. Og þá fyrst
skiljum við, hvað það táknar i
raun og veru að verða örkola —
kolalaus. Menn urðu örkola og
þar með úrskula vonar um
bjargræði. Þetta ér án alls efa
sama orðtakið. Orðið örkola hefur
að visu breytzt dálitið i munni
kynslóðanna, en það er ekki
mikill vandi að rekja samhengið.
Torfaljáirnir björguðu
seinustu skógunum
— Það hefur þá ekki verið nein
smáræðis hlifð fyrir skógana
þegar fóru að flytjast ljáir, sem
ekki þurfti að hita i smiðju i hvert
skipti, sem þeir voru dengdir?
— Það er alveg óhætt að slá þvi
föstu, að ljáirnir hans Torfa i
Ólafsdal, — Torfaljáirnir, sem
kallaðir voru —, þeir björguðu
þvi, sem þá var eftir af islenzku
skógunum. ÞaðerTorfa að þakka
og ljáunum, sem við hann eru
kenndir, að við eigum þá skóga,
sem nú eru i landinu.
Það er sjáanlegt af heimildum,
að stjórnvöld sáu það löngu fyrr,
að hér stefndi i algert óefni, hvað
snerti nýtingu skóganna. Þeir
fóru sifellt minnkandi og menn
gengu úr einum skóginum i annan
og gereyddu þeim. Stjórnvöld
reyndu að hamla gegn þessu, tak-
marka skógarhöggið og fá menn
til þessað vanda umgengni sina i
skógunum, sem var með afbrigð-
um slæm, og er þar skemmst að
minnast endurminninga Páls
Melsteðs, þar sem hann lýsir þvi,
hvernig farið var með skóginn á
Ketilsstöðum, og fleira mætti
telja.
Ólafur Ólafsson, lektor i Nor-
egi, sem ég minntist á hér að
framan, reyndi að fá Islendinga
til þess að draga ljáina i stað þess
að dengja þá, þvi að honum
blöskrar, hve mjög gengur á
skógana. Þetta bar þó litinn
árangur, enda hafa Islendingar
sjaldan verið fljótir að tileinka
sér hyggileg vinnubrögð.
Upplýsingar um nýja verktækni
hrukku af þeim, eins og þegar
vatni er stökkt á gæsir.
„Heldur en deyja...."
Ég hef nú fyrir skömmu rekizt
á merkileg skjöl, varðandi
afskipti yfirvalda af eyðingu
Skaftártunguskóga.
Það hafði verið klagað yfir þvi,
hvernig farið sé með skógana,
einkanlega af Rangvellingum,
sem komi þangað og eyði skógin-
um. Þegar þetta hafði verið kært
fyrir yfirvöidum, fóru þau auðvit-
að á stúfana, og létu i það skina,
að þau muni banna Rangæingum
þetta skógárhogg.
Þessi skjöl eru geymd hér á
Landsbókasafninu, en hafa verið
tekin saman i fyrsta árgangi
Blöndu og þaðan hef ég þessar
upplýsingar.
— Viltu lofa okkur að heyra
eitthvað úr þessu?
— Já, hvort það nú er. Yfirvöld-
in tilkynntu Eyfellingum, að
komið hafi i ljós, að 27 búendur
undir Eyjfjöllum allt vestur að
Markarfljóti, hafi þá undanfarið
eftirlits- og takmörkunarlitið sótt
við árlega austur i Skaftártungu
skóga, og sumir Eyjafjalla-
bændur hafi jafnvel viljað fá þar
tiu tunnur kola árlega. Magnús
Sigurðsson, hreppstjóri á Leirum,
var i fyrirsvari fyrir Eyfellinga.
Hann ritar Vigfúsi sýslumanni
Þórarinssyni 13. mái árið 1817 og
bað hann greiða málið fyrir
þeirra hönd hjá amtinu, ,,aður en
menn neyðast til að taka til
óleyfilegra ráða eða taka sér
sjálfum rétt, heldur en deyja”,
eins og segir orðrétt i bréfinu.
Með öðrum orðum: Að synja
þeim skógarins jafngilti þvi að
þeir yrðu að legga upp laupana
og deyja drottni sinum.
— Niðurstaðan af athugunum
þinum er þá sú, að skógarhöggið
hafi verið neyðarúrræði þjóðar,
sem að öðrum kosti hefði ekki
getað lifað i landi sinu?
— Já, það leyfi ég mér að full
yrða. Ef frásögn Ara fróða um
að landið hafi verið viði vaxið á
milli fjalls og fjöru, væri ekki
rétt, þá hefði þjóðin ekki lifað
aldalangt i landinu, hvað þá fram
á þennan dag.
— VS.
Frá Vaglaskógi. Séð undir Fnjóskárbrú