Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 6. mai 1973. Greinargerð Finnboga Rúts Valdimarssonar Einar Agústsson. utanrikisráðherra skyrir frá viðræðunum viö Breta um landhelgismáliö, á fundi með blaðamönnum á föstudag. Ofbeldi Breta Finnbogi Valdimarsson, sem er fulltrúi Samtaka frjálsiyndra og vinstri manna, hefur lagt frám i landheJgisnefndinni itarlega greinargerð um málflutning i landhelgismáli islendinga á vett- vangi Alþjóðadómstólsins. Greinargerð þessi er miðuð við það, að samkvæmt ákvörðun dómstólsins háfa Br'etar frest tii að skiia sókn tif 1. ágúst 1973, en Islendingar til að skila vörn til 15. janúar Í974. I upphafi greinargerðar sinnar segir Finnbogi m.a. á þessa leið: „Hér verður gengið út frá þvi sem gefnu, að frásagnir Breta af stáðreyndum í landhelgismálum Islendinga verði með þeim hætti, að Isiendingar hljóti að hafnaein- hverjum þeirra, og telja sér nauðsynlegt aö greina frá öörum staðreyndum. Hér verður gengið út frá þvi, að með varnarskjali sinu, sem skilað verði 15. jan. 1974, gefist lslend- ingum tilefni til þess að snúa vörn í sókn, rekja staðreyndir land- helgismálsins og ákæra Breta frammi fyrir öllum hinum sið- menntaða heimi, sem mun veita þessum málaferlum fyrir dóm- stólnum óvenjuiega athygli, þ.á.m. allar hinar sameinuðu þjóðir og aðrar þjóðir, sem aðild eiga að dómstólnum, fyrir ós.lit- inn yfirgang og ofbeldi i öllum myndum, viðskiptalcgs, pólitisks og hernaðarlegs eðlis frá 1952 til þessa dags og sanna það ofbeldi með óhrekjandi skjallegum gögn- um. Þetta ofbeldi hafa Brctar einir allra þjóða í heiniihaft i frammi vegna útfærslu fiskveiðilögsögu, þótt tugir þjóða hafi fært út land- helgi sina óg/eða fiskveiðilögsögu af sömu nauðsyn og Islendingar og með sama rétti og þeir. betta ofbeldi hafa Bretar aðeins haft i frammi við íslendinga, vopnlausa og varnarlausa smáþjóð”. I framhaldi greinargerðarinnar gerir Finnbogi itarlega grein fyr- ir þessu ofbeldi Breta, einkum i sambandi við samninginn frá 1961, og verður það nánara rakið hér á eftir. Lögsagan Aður en lengra er haldið, þykir rétt að benda á, að áður en menn taka afstöðu til þess, hvernig málflutningi verður hagað i Haag af hálfu tslands, verður að taka afstööu til þess, ...hvort Islend- ingar ætla að ganga undir lögsögu dómsins eða ekki, eða m.ö.o. hvort breyta eigi úrskurði þjóöar- innar I kosningunum 13. júni 1971 og einróma ályktun Alþingis 15. febrúar 1972. Núverandi stjórnar- flokkar gengu til þingkosning- anna 13. júni 1971 með sameigin- lega stefnu i landhelgismálinu, og var eitt aðal-atriði þeirra, að landhelgissamningunum frá 1961 skyldi sagt upp, en þetta hafði þann eina tilgang, að losa Island undan lögsögu Alþjóðadómstóls- ins. Flokkarnir fengu meirihluta i kosningunum og hefur þjóðin þvi raunverulega ákveðið, að tsland skuli ekki ganga undir lögsögu Alþjóðadómstólsins. Flokkarnir fengu meirihluta i kosningunum oghefur þjóðin þvi raunverulega ákveðið, að Island skuli ekki ganga undir lögsögu Alþjóðadóm- stólsins. Þetta hefur Alþingi sam- hljóöa staðfest með ályktun sinni, 15. febrúar 1972. Með heiðarlegum hætti verður þessari ákvörðun ekki breytt, nema i kosningum eða þjóðaratkvæða- greiðslu. Málflutningurinn Meðan sú ákvörðun þjóðarinn- ar og þingsins helEt óbreytt, að Is- land skuli ekki hlita lögsögn Alþjóöadómstólsins, væri það ákaflega óeðlilegt og stórlega móðgandi fyrir dómstólinn að halda uppi venjulegum málflutn- ingi i máli, þar sem þvi er fyrir- fram yfirlýst, að ekki veröi farið eftir úrskurði dómstólsins, ef hann verður óhagstæður. Annað getur ekki talizt rökrétt en að ganga undir lögsögu dómstólsins, ef halda á uppi venjulegum mál- flutningi fyrir honum. Það, sem virðist einkum vaka fyrir Finnboga R. Valdimarssyni, er að koma fram röksemdum Is- lands bæði á vettvangi dómstóls- ins og til annarra þeirra aðila, sem með landhelgismálinu fylgj- ast. Þetta er ákaflega auðvelt, án þess að halda uppi venjulegum munnlegum málflutningi. Að sjálfsögðu er það nauðsynleg kurteisi við dómstólinn að til- kynna honum fyrir 15. janúar 1974, að Islands telji hann ekki eiga lögsögu i málinu og sé þvi ekki bundið af úrskurði hans, en að gefnu tilefni og vegna atriða i kæru Breta, þyki rétt, bæði vegna dómstólsins og annarra, að vekja athygli á vissum atriðum, og væri þá hægt að telja upp öll þau rök, sem Islendingar telja styrkja málstað sinn. Þar væri hægt að koma á framfæri öllum þeim rök- um, sem Finnbogi færir fyrir þvi, að samningurinn frá 1961 hafi verið nauöungarsamningur. Þar væri hægt að láta fylgja skrá yfir öll þau riki sem hafa fært fisk- veiðilögsögu sina út fyrir 12 milur og vitna i lög þeirra eða reglu- gerðir um þessi efni. Þar væri hægt að láta fylgja yfirlit um : .ummæli eða yfirlýsingar allra þeirra rikja, sem hafa lýst yfir þvi i hafsbotnsnefndinni, að þau séu fylgjandi stærri efnahagslög- sögu en 12 milum. bannig er auð- velt að koma á framfæri við dóm- stólinn öllum rökum íslands, án þess að ganga undir lögsögu hans, eða halda uppi venjulegum mál- flutningi. Óþörf vantrú Þeirri röksemd er hampað af ýmsum, að Island eigi að hefja munnlegan málflutning við dóm- stólinn i þeim tilgangi að tefja fyrir þvi að dómurinn kveði upp úrskurð. Islendingar eigi að gera þetta með þvi að biðja stöðugt um nýja og nýja fresti. 1 þessu felst fordæmanleg vantrú á málstað íslands. ÍJrskurður dómstólsins er ekki endanlegur, þegar annar aðilinn hefur mótmælt lögsögu hans og neitar þvi, að hlita úr- skurðinum, ef hann gengur á móti honum. Það er þá öryggisráðsins að ákveða það endanlega, hvort úrskurðurinn skuli koma til fram- kvæmda eða ekki. Úrskurði öryggisráðsins þurfa Islendingar ekki að kviða. Þar myndu þau rök Finnboga R. Valdimarssonar, að samningurinn við Breta 1961 hafi verið nauöungarsamningur, reynast þung á metunum og miklu þyngri en hjá Alþjóðadóm- stólnum. Vitnisburður Gylfa baö hljóta allir aö viðurkenna, sem lesa greinargerð Finnboga, að hann færir sterk rök fyrir þvi, að samningurinn við Breta 1961 hafi veriö nauðungarsamningur. I greinargerð Finnboga segir m.a.: „En andstæðingar samningsins á Alþingi 1961, höfðu lika heyrt skýringar þáverandi ráðherra á þvi, hversvegna samningurinn við Breta hefði vérið gerður. Einn þeirra, þáverandi menntamálaráðherra Gylfi-Þ. Gislason, orðar það á þessa leið i þingræðu fyrir skemmstu, skv. Mgbl. 18. april .1973: „Það var margtekið fram af is- lenzkum ráðherrum, að samning- arnir voru gerðir til þess að koma i veg fyrir vopnaða ihlutun, eins og gerðist hér á árunum 1958 og 1961 og lauk ekki fyrr en með samningunum”. Vitnisburður Gunnars 1 greinargerð Finnboga segir ennfremur: „En annar ráðherra 1961, 'Gunnar Thoroddsen, þá fjár- málaráðherra sagði þá i umræð- um um samninginn: „Það eru tvær leiðir, sem Al- þingi og islenzka þjóðin þurfa nú að velja á milli. önnur er leið stjórnarandstöð- unnar um óbreytt ástand og sú leið felur m.a. i sér eftirfarandi atriði: Deilan við Breta heldur áfram. Brezkir togarar hefja aftur veið- ar innan 12 milna — allt að 3 mil- um —sem er sú eina landhelgi, sem Bretar hafa hingað til viður- kennt. Brezku togararnir munu biðja um herskipavernd —ef til vill fá hana — Gifurleg hætta verður á árekstrum á islandsmiðum. Lifi og limum islenzkra sjómanna og varðskipsmanna verður stefnt I voða. Löndunarbannið heldur áfram". Um löndunarbannið, sem Gunnar Thoroddsen taldi vist aö héldi áfram, ef samningurinn væri ekki gerður, sagði Guðm. I. Guðmundsson utanrikisráðherra i þingræðu 25. nóv. 1960: „Bretar vildu ekki fallast á úf- færslu fiskveiðilögsögunnar 1952. Þegar á árinu 1952 settu þeir löndunarbann á fisk úr islenzkum skipum, er til Bretlands sigldu. Brezki isfiskmarkaðurinn hafði verið stór liður i fiskútflutningi þjóðarinnar. Auk þess horföi um þessar mundir illa um sölu á fiski til annarra landa. Löndunarbannið var þvi gert I þvi skyni, að kúga islendinga til undanhalds I landhelgismálinu”. Hótanir Sir Alecs Finnbogi R. Valdimarsson bendir á I greinargerð sinni, að stjórnarandstæðingum á þingi 1961 var neitaö um aðgang að öll- um skjölum varðandi aödrag- anda samningsins. Um þetta seg- ir hann siðar: „Af skjölum, sem nú liggja fyr- ir, er þetta orðið ljóst og óvé- fengjanlegt: I. Hinn 10. desember 1960 höfðu samningaumleitanir milli rikis- stjórna tslands og Bretlands strandað, en þær höfðu staðið yfir mánuðum saman. Þær höfðu strandað á þvi I fyrsta lagi, að is- lenzka rikisstjórnin neitaði að samþykkja Bretum til handa ein- hliða málskotsrétt til alþjóða- dómstólsins. Hún krafðist þess, að samþykki beggja aðila þyrfti til þess. Og i öðru lagi.að islenzka rikisstjórnin neitaði, að nótu- skiptin yrðu skráð hjá Sameinuðu þjóðunum skv. 102. grein sátt- mála þeirra, sem vitna mætti til hjá stofnunum sameinuðu þjóð-. anna, svo sem alþjóðadómstcJln- um. II. Þegar svo var málum komið, tók utanrikisráðherra Breta. Sir Alec Douglas Home, til sinna ráða. 1. Hinn 14. desember 1960 skrifaði hann utanrikisráðherra tslands Guðmundi 1. Guðmundssyni, per- sónulegt bréf, þar sem hann tjáði honum, að afstaða rikisstjórnar Islands, eins og hún kom fram i orðsendingu frá 10. desember, hefði orðið brezku rikisstjórninni „alvarlegt áfall og vonbrigði”. Bréfi sinu lauk hann með þess- um orðum: „5. Ég er viss um að þér gerið yður eins og ég grein fyrir þeim alvarlegu afleiðingum (serious consequences), sem af hlytust, ef við næðum ekki samkomulagi, og þá sérstaklega það tjón, sem brezk-islenzkri sambúð yrði unn- ið. Þess vegna vænti ég þess ein- læglega, að rikisstjórn yðar verði reiðubúin til að endurskoða af- stöðu sina. 2. Hinn 21. desember 1960 herti hann enn á „brýningum” sinum, með enn öðru persónulegu bréfi til Guðmundar I. Guðmundsson- ar, sem hann lauk með þessum orðum: „Ég flyt þessa tillögu i þeirri einlægu von, að hún muni gera okkur kleift að ná samkomulagf i deilu, sem gæti haft háskalegar afleiðingar (dangerous consequ- ences) fyrir okkur alla, ef hún héldi áfram. Ég vonast mjög til þess að rfkisstjórn yðar geti fall- izt á tillöguna”. Yðar einlægur, (sign. Home). Stjórnin gugnar I áframhaldandi greinargerð Finnboga segir: „3. Og meö bréfi dags. 27. jan. 1961 var enn hert á og nú sett timamörk með þriðju persónu- legu orðsendingunni frá Home til Guðmundar I. Guðmundssonar, sem sendiherra Breta var látinn afhenda honum. Þar sagði i niðurlagi bréfsins: „Stárfsfélagar minir og ég höf- um alvarlegar áhyggjur af likleg- um afleiðingum þess, að lausn náist ekki i mjög háinni framtið. Ég er viss um, að ef við getum ekki sagt sjávarútvegi okkar, innan hálfs mánaðar, að sjá megi fram á sanngjarnt samkomulag, muni viðsjárvert og hættulegt ástand skapast (a critical and dangerous situation will arise)”. Ekki virðist fjarri lagi, að utanrikisráðherra Islands hafi litið á þessa siðustu persónulegu orðsendingu brezka utanrikisráð- herrans sem úrslitakosti, þvi að heita má réttum hálfum mánuði siðar, hinn 13. febrúar 1961, til- kynnti utanrikisráðherra Islands sendiherra Breta I Reykjavik, að rikisstjórn hans samþykkti drög- in, sem Bretland lagði fram hinn 21. desember 1960, að tvennum „skilyrðum” til skildum og viss- um „skilmálum”. Drögin frá 21. desember, sem hér ræðir um, höfðu inni að halda: 1. Einhliða málskotsrétt Breta til alþjóðadómstólsins. 2. Skráningu samningsins hjá Sameinuðu þjóðunum, skv. 102. gr. Það er.að segja samþykkt þeirra 2 atriða, sem islenzka rikisstjórnin hafði hafnað 10. desember, og samningar strand- að á þeirri neitun”. Þessu til viðbótar mætti vitna i endurminningar Macmillans, þar sem segir frá samningagerðinni. Af einhverjum ástæðum hefur Mbl. enn ekki viljað birta þessa frásögn hans. Bezti samningurinn Vissulega er rökstuðningurinn, sem Finnbogi færir fyrir þvi, að samningurinn frá 1961 hafi verið nauðungarsamningur, mjög sterkur. En hjá þvi verður ekki komizt að benda á, að eitt gæti veikt hann á vettvangi Alþjóðadómstólsins, en miklu siður hjá Oryggisráðinu. Það eru stöðugar fullyrðingar ýmissa leiðtoga fyrrv. stjórnarflokka um, að samningurinn við Breta frá 1961 hafi verið bezti og hag- stæðasti samningurinn, sem Is- land hefur gert! — Jafnvel Mbl. var að hampa þessu fyrir skömmu. Vafalaust myndu Bret- ar nota sér þetta óspart i mál- flutningi, ef til kæmi. Úrskurður- inn, sem Alþjóðadómurinn felldi um lögsöguna i vetur, bendir til, að meirihluti dómaranna, hafi látið glepjast af slikum fullyrð- ingum. Oryggisráðið er hins veg- ar óliklegt til að gera þaö, þvi að það hefur reynslu af þvi, að slik- ar yfirlýsingar er oftast litið að marka. Þetta er algeng afsökun þeirra, sem fallast á nauðungar- samninga, og verður að metast i ljósi þess. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 103. Tölublað (06.05.1973)
https://timarit.is/issue/264698

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

103. Tölublað (06.05.1973)

Aðgerðir: