Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 6. mai 1973. TÍMINN 17 Nýkjörin stjórn Félags Islenzkra iðnrekenda. Taiiö frá vinstri, Pétur Pétursson, Björn Þorláksson,1 Haukur Eggertsson, Gunnar J. Fríðriks son, formaöur, Davið Sch. Thorsteinsson, Kristinn Guðjónsson, og Björn Guömundsson. Ársþing iðnrekenda: Hafizt verði handa um uppbyggingu og endurnýjun íslenzks iðnaðar A NÝAFSTÖÐNU ársþingi iðn- rekenda var lýst stjórnarkjöri i Félagi islenzkra iðnrekenda, fyrir næsta ár. Stjórnina skipa nú Gunnar J. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri i Frigg, sem er for- maður. Fyrsti varaformaður er Davið Sch. Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri i Smjörliki hf., og annar varaformaður Kristinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri i Stdlumbúðum. Gjaldkeri er Björn borláksson, framkvæmdastjóri i Sanitas, og ritari Haukur Eggertsson, framkvæmdastjóri Plastprents. Úr stjórn áttu að ganga Kristinn Guðjónsson og Haukur Eggertsson, en voru báðir endur- kjörnir. Þá er formaður kosinn árlega. Varamenn í stjórn voru endurkjörnir þeir Björn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri i Sportver, og Pétur Péturs- son, framkvæmdastjóri I Hydrol. Stjórnin hefur þegar haldið sinn fyrsta fund, þar sem fyrrnefnd verkaskipting var ákveðin. Félag islenzkra iðnrekenda gerði eftirfarandi ályktun um skatta- mál, tollamál og verðlagsmál: Arsþing Félags islenzkra iðnrekenda ályktar, að þegar i stað verði að hefja mikla upp- byggingu og endurnýjun i islenzkum iðnaði, t'il að tryggja næga atvinnu og batnandi lifskjör I landinu. Iðnaðurinn veitir nú fleiri mönnum atvinnu en nokkur önnur atvinnugrein. Afkoma þjóðarinnar er þvi háð þvi i framtiðinni, að islenzkur iðnaður fái að vaxa og þróast á eðlilegan hátt. Um næstu áramót er þýðingar- mesti hluti aðlögunartimans að EFTA liðinn. Iðnaðurinn hefur ekki fengið að njóta þessa aðlögunartima eins og lofað var, þegar samtök iðnaðarins sam- þykktu aðild að EFTA. Nú er rúmt hálft ár þar til tollar lækka næst á innfluttum iðnaðarvörum. Samkeppni við erlenda aðila verður þvi miklu erfiðari á næstunni. bað er algert skilyrði þess að islenzkur iðnaður geti staðizt erlenda samkeppni, að hann fái að starfa við sömu aðstæður og erlendir keppi- nautar. Tryggja verður að Islenzkir framleiðendur njóti jafnréttis i skattlagningu við erlenda keppi- nauta sina. Nauðsynlegt er, að þegar verði hætt mismunun inn- lendra atvinnugreina eins og til dæmis kemur fram j greiðslu launaskatts. Þá er nauðsynlegt að taka til alvarlegrar ihugunar hvort hér skuli tekinn upp virðis- aukaskattur i stað söluskatts sem i öðrum V-Evrópulöndum. Félla þarf niður, nú þegar, tolla og söluskatt af fjárfestingar- vörum og tolla á efnivörum til iðnaðar. Verðlag á iðnaðarvörum verði gefið frálst nú þegar. Islenzkur iðnaður hefur jafnan haldið niðri verðlagi i landinu. Langvarandi takmarkanir á eðlilegri verð- lagningu innlendrar framleiðslu geta hindrað uppbyggingu islenzkra iðnfyrirtækja þannig að þau muni ekki standast sam- keppni á tollfrjálsum markaði sem mun m.a. valda auknum inn- flutningi og stórhækkuðu verðlagi hér á landi og þar með lakari lifs- kjörum i framtiðinni. Ályktun um iðnfræðslumái. Islenzkt athafnalif er i ört vaxandi mæli að færast frá frum- vinnslugreinum landbúnaðar og sjávarútvegs i tækniþróaðan iðnað. A sama tima mætir iðnaðurinn harðnandi samkeppni frá grónum, háþróuðum iðnaðarrikjum og er honum þvi nauðsyn að vera sem bezt búinn tæknilega sem þekkingarlega. Tæknimenntun Islendinga hefur til skamms tima fyrst og fremst miðast við handverk hinna lög- giltu iðngreina, að frátalinni verkfræði- og tæknifræði- menntun, en ekki við sérþjálfuð störf verksmiðjuiðnaðarins. A þessu þarf að verða breyting, og leggur ársþingið rika áherzlu á, að hafin verði hið fyrsta upp- bygging sérstaks fræðslukerfis á sem viðtækustu sviði, jafnt fyrir almennt iðnverkafólk sem fólk þjálfað til sérhæfðra starfa, svo og leiðbeinendur og stjórnendur iðnfyrirtækja. Þá verði fagkennsla iðnskólanna meira sveigð að þörfum verksmiðju- iðnaðarins. Fró Skákfélagi Hafnar- fjarðar Hrað- skákmót fer fram í dag NÝLOKIÐ er skákmóti, sem hið nýstofnaða Skákfélag Hafnar- fjarðar gekkst fyrir. Sigurvegari varð Sigurður Herlufsen. Hann hlaut 8 vinninga. í öðru og þriðja sæti urðu þeir Garðar Astvalds- son og Grimur Arsælsson með 7 vinn. hvor. Helgi Elentinusson hlaut 6 vinninga, Jón Jóhannsson 5 l/2,"Bjarni Linnet og Július Karlsson 5 vinninga hvor. Haraldur Magnússon, Jóhann Jónsson og Arsælll Gunnarsson hlutu 4 1/2 vinn. hvor. Þátttakendur voru 20 og tefldar voru 9 umferðir eftir svonefndu Monrad-kerfi. Hraðskákmót á vegum ; skák- félagsins fer fram i dag' i sal Iðnaðarmannafélags Hafnar- fjarðar við Linnetsstig og hefst kl. 14.00. öllum er heimil þátttaka. Auglýsingasímar Tímans eru Útboð Sveitasjóður Borgarness óskar eftir til- boðum i að steypa upp iþróttahús og sund- laug i Borgarnesi. Útboðsgögn verða afhént á skrifstofum vorum frá mið- vikudegi 9. mai gegn 5000,- kr. skilatryggingu. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen. Armúla 4, Rvik. og Kjartansgötu 13, Borgarnesi. Barnaheimilið Nýtt barnaheimili að Sogni i ölfusi tekur til starfa á vegum Náttúrulækningafélags Islands þann fyrsta júli i sumar, og starfar til 1. september. Þeir, sem hefðu hug á að koma börnum sinum til dvalar i heimili þessu gjöri svo vel, að hringja á timabilinu til 11. mai (alla virka daga) i sima: 83603 frá 9 til 12 f.h. og 34310 frá eitt til fjögur e.h. Talið við forstöðukonuna, Sigurborgu Kristbjörnsdóttur. Stjórn NLFI Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit Sýning Skálatúns verður i Norræna húsinu i dag, 6. mai, kl. 2-10. Verið velkomin. Ábíla sýningunni 1973 kynnum við8gerðir nýrra General Molors bíla VAUXHALL BEDFORD & □PEL GM Chevrolel Vega Ghevrolel Laguna Chevrolel Blazer Chevrolel Nova Vauxhall Viva Bedford sendibíll Opel Rekord Komið og skoðið sýningar- deild okkar. Við munum veita yður allar þær upplýsingar, sem þér óskið eftir. EINKAUMBOÐ FYRIR GENERAL MOTORS Á ÍSLANDI BÍLA SYNING 1973 * SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA $ Véladeild ÁDMl'll A O DCVV lAl/ÍLi' oíaiii oonnrt ARMULA 3 REYKJAVIK, SÍMI 38900

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 103. Tölublað (06.05.1973)
https://timarit.is/issue/264698

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

103. Tölublað (06.05.1973)

Aðgerðir: