Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 6. mai 1973.
Allur liKaminn titraöi og skalí,
hún kveinaði og veinaði og beit
sig i hendina svo blóðið rann. Hún
settist upp og horfði á blóðuga
höndina.
— Ég vildi óska að hún væri
dauð, sagði hún hátt. — Ég vildi
óska að þau væru öll dauð. Ég er
sú eina, sem þykir vænt um Leu
og skil hana. Ef við Lea værum
aleinar mundi hún verða
hamingjusöm, þá gæti enginn
gert henni nokkuð illt....Ég vildi
óskað að Sherida væri dauð.
Hún spratt á fætur og hljóp
niður i garðinn, en þegar hún sá
garðhúsið snarstanzaði hún, og
gekk svo hliðargötu meðfram
ánni rétt við Höfðann. Niður i
fjörunni sá hún Sheridu, sem var
að kasta smásteinum út i sjóinn.
Kristin stóð sem negld niður og
starði á hana. Hún fór að skjálfa,
munnurinn var opinn, andar-
drátturinn mjög óreglulegur, og
án þess að vita það setti hún
tennurnar i hendina aftur.
— Ég vildi óska að hún væri
dauð_, sagði h,ún hátt og skerandi,
eins og hún vildi að Sherida
heyrði það, en hinn rólegi
báruniður lét aðeins hærra en hið
hatursfulla hróp Kristinar.
18.
Næstu þrjá daga var veðrið sér-
lega mollulegt, og allir fundu á
sér að þetta kyrrvirði mundi vera
undanfari storms. Á daginn var
loftið eins og kóngulóarvefur, á
kvöldin ógnuðu blýþung ský veg-
farendum, og um nætur var
þögnin svo djúp að Sherida átti
þess von að þrumuveður skylli á
innan stundar. Hafið var býgrátt
og þungt, og yfir bylgjunum, sem
letilega skoluðust uppá
ströndina, hvildi enginn
friskleiki, heldur urðu þær að
dauðri froðu þar sem þær voru
komnar.
— Það er eitthvað svo óhugnan-
lega tómlegt yfir Cornwall i svona
veðri, þögnin og kyrrðin er eins
og i skemmtigarði eftir lokun,
sagði Logan.
— Ertu orðin þreytt, Katrin?
Þau voru i gönguför uppi i
dalnum og horfðu út á sjóinn.
Ekkert einasta skip var sjáan-
legt. Einmana már flögraði
skrækjandi til lands. Katrin var
föl og hafði dökka hringi undir
augunum. Hún virtist þreytt og
utanvið sig.
— Nei, ég er ekki þreytt, og
hitinn veldur mér ekki
óþægindum. Ég fer til Lundúna
aftur innan fárra daga, Logan,
bætti hún við.
— Það verður erfitt ferðalag i
þessu veðri, þótt það taki kannski
ekki marga daga. Hvaða erindi
áttu til Lundúna? Ráðgerir þú
nýja sýningu, eða hefurðu verið
beðin um andlitsmyndir?
— Hvorugt, svaraði hún. — Ég
sagði heldur ekki að ég ætlaði að
vera að heiman aðeins i fáa daga,
þetta tekur lengri tima.
— Ég skil, sagði Logan hugsi. Nú
horfðu þau ekki hvort á annað,
það var eins og veggur væri
kominn á milli þeirra.
Ot við sjóndeildarhringinn sást
bátur þokast meðfram strönd-
inni. Hann var likastur skordýri,
sem mjakaði sér áfram á
mörgum fótum.
— En hvers vegna viltu fara
núna? Hvað er það, sem þig
langar til að segja, Katrin?
— Ég veit svo sem ekki, hún
andvarpaði. Bara að ég vissi það!
Hún var bæði likamlega og and-
lega alveg uppgefin. Það var ekki
mögulegt fyrir hana að einbeita
sér að þvi, sem hún vildi segja.
Það eina, sem hún gat. séð greini-
lega, var báturinn út við sjón-
deildarhringinn.
'— Hpyrðu mig Katrin. Logan
talaði stillilega og greinilega, eins
og að hann væri aö tala við barn.
eða útlending, sem ekki skildi
málið rétt vel.
— Það er ekkert sérlega mikið
um að vera á skrifstofunni núna,
og það er ekkert þvi til fyrirstöðu
að ég taki mér svo sem eins og
fjórtán daga fri. Við getum farið
til Lundúna saman og gift okkur i
rólegheitum, án þess að blanda
nokkrum öðrum i það.
Hún vissi auðvitaö, að
„nokkrum öðrum” var Lea. Það
var erfitt að einbeita hugsuninni
að Leu, en hún herti upp hugann.
— Ég held að það geti ekki
gengið, Logan, sagði hún eftir
langa þögn.
— Þá heldur fólk að ég hafi
óttazt eitthvað, og að ég hafi ekki
haft kjark til að mæta þvi ein. Þar
að auki mundi það særa Leu
djúpt, og það geturðu ekki verið
þekktur fyrir að gera. Þrátt fyrir
allt elskar hún þig, og varð
örkumla þegar hún bjargaði þér.
Hún vissi ekki hverskonar
hvatir lágu þvi til grundvallar að
segja þetta i vingjarnlegum og
hversdagslegum tón. Það var
eins og hún gerði þaíj viljandi að
ausýna honum grimmd. Logan
leit skarpt til hennar og settist á
lyngið.
— Það var ekki nauðsynlegt að
minna mig á þetta, sagði hann
stuttur i spuna. — Fyrst þú vilt
ekki giftast mér i kyrrþey i
Lundúnum, og ekki heldur með
dýrðlegri viðhöfn hér heima,
hvað er það þá, sem þú vilt
Katrin9
Hann sagði þetta svo napurlega
og hæðnislega, að hún skildi að nú
var taugum hans nóg boðið. Hún
reiddist ekki við hann, þvi hún
fann og vissi hve heimskulega og
þrjózkulega hún hafði komið
fram við hann. Samt sem áður
vissi hún að nú yrði hún að halda
áfram. Hún orkaði ekki lengur að
bera þessa þungu byrði ein.
— Eitt er það, sem ég verð að
biðja þig um, Logan, sagði hún
hægt og stillilega. — Viltu fara
fyrir mig á barnaheimilið,'sem ég
var á þegar Maitlands-hjónin
tóku mig i fóstur, og biðja um
upplýsingar. Eitthvað hljóta for-
ráðamanneskjur þar að vita um
uppruna minn.
— Ef svo væri, sagði Logan af
óvæntri þolinmæði, — mundu
Maitlands — hjónin hafa fengið
þessar upplýsingar ef til væru, og
gefið þér þær til kynna hvenær,
hnéin.
— Það er nú einmitt þetta, sem
kvelur mig, Logan. Ef legið hefði
fyrir, aö faðir minn hafi verið
hermaður i frii og átt vingott við
afgreiðslustúlku á drykkjukrá,
eða verzlunarmaður, sem barnað
hefði skrifstofustúlkuna, og hún
staðið uppi ráðalaus, þá hefði ég
látið mér þetta allt i léttu rúmi
liggja. Málið hefði þá verið
skiljanlegt og hreint. Maitlands-
hjónin segjast ekkert vita um
þetta, en þvi trúi ég ekki. Ef þú
heimsækir barnaheimilið, Logan,
og skýrir málið og segir, að þú
hafir rétt til þess að vita allt um
þetta, þá verða forráða-
manneskjur heimilisins að leggja
spilin á borðið.
— Gott og vel, ég hef rétt til
þess, og ég ætla mér að notfæra
mér hann. Ef þú ekki ferð til
Lundúna, skal ég gera það.
Hann tuggði gras-strá þar sem
hann sat, og hinar hraustlegu,
brúnu hendur héldu um hnén. f
fyrsta sinn eftir að samtalið tók
þessa stefnu, þorði Katrin að
horfa framan i hann.
Guð einn veit hvaðan ég fékk
þennan kjark, hugsaði hún, það
hlýtur að vera það sem kallað er
þor angistarinnar. Við getum
ekki haldið áfram að vera saman
uppá þessar spýtur, og það veit
Lea. A vissan hátt er ég henni
þakklát. Ég hefði aldrei vogað
mér að fara út i þetta nema fyrir
það að ég var klemmd upp i horn,
og ég hefði aldrei leyft mér að
giftast Logan fyrr en ég hefði
vitað vissu mina. Ein rag-
mennskan er annarri meiri,
hugsaði hún.
— Þá segjum við það, Katrin,
sagði hann. — Ef þú i raun og
veru óskar þess að ég fari þetta,
skal ég gera það. En fyrir mig er
það vita þýðingarlaust hvað faðir
þinn var, þó hann hefði verið
böðull, og þegar öllu er á botninn
hvolft er það min skoðun, sem á
að ráða i þessu máli. Eigum við
ekki að fara að halda heimleiðis?
Það litur út fyrir að hann fari að
rigna.
Hann rétti henni hendina og hún
reis á fætur og var hugarhægra.
Hún þrýsti honum að sér sem
snöggvast, og samtimis fann hún
hve óendanlega léttara það hefði
verið fyrir bæði, ef þau skildu nú
til fulls og alls. Ég hef mina ibúö i'
Lundúnum, framabraut sem
mundi gera hana frjálsa, og hann
mundi ná sér áður en langt uiri
liði.
Þetta var svo freistandi hreint
og beint, en allt i einu varð henni
ljóst hvað það var, sem hún var
að hugsa um og hún hopaði aftur
á bak. Það mundi verða hinn
stærsti sigur fyrir rag-
1395
Lárétt
1) Vegir,- 6) Happ,- 8) Mann.-
9) Væl.-10) Hár,-11) Málmur,-
12) Straumkasti.- 13) Kjaftur.-
15) Viðbrennda.-
Lóðrétt
2) Gamalmenna,- 3) Nes.- 4)
Táning.- 5) Frekja.- 7)
Straum.- 14) Greinir.-
Káðning á gátu No. 1394.
Lárétt
1) Aburð,- 6) Lúa,- 8) Oli.- 9)
Gil. - 10) Nón,- 11) Odd,- 12)
Alt.- 13) Urð.- 15) Króin.-
Lóðrétt
2) Blindur.- 3)
Ragnaði.- 5) Mólok.
14) Ró.-
UÚ,- 4)
7) Bloti,-
ll 11 llllÍlÍ |
SUNNUDAGUR
6. mai
8.00 Morgunandakt Séra
Sigurður Pálsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir
8.15 Létt morgunlög Lúðra-
sveit hersins i Suður-Afriku
leikur lög eftir Anderson,
Whitney, Waldteufel o.fl.
(hljóðr. frá útvarpinu i
Jóhannesarborg) og
„OriginaT’-pianókvartett-
inn leikur.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
fory stugreinum dag-
blaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir)
11.00 Messa i Frikirkjunni i
Hafnarfirði Prestur: Séra
Guðmundur Oskar
Ólafsson. Organleikari:
Reynir Jónasson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
14.00 Gatan min Jökull
Jakobsson gengur um aðal-
götuna i Vik i Mýrdal i fylgd
Páls Heiðars Jónssonar..
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
útvarpinu I Berlin.
Flytjendur:
Filharmóniusveit Berlinar
og Léon Spierer fiðluleikari
Stjórnandi: Hans Schmidt
. Isserstedt. a. Sinfónia nr. 86
i D-dúr op. ’52 eftir Joseph
Haydn. b. Fiðlukonsert nr. 2
i g moll op. 63 eftir Sergej
Prokofjeff. e. Sinfónia nr. 1 i
c-moll op. 68 eftir Johannes
Brahms.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Kötlugos 1823 Berg-
steinn Jónsson lektor les
fyrsta hluta frásagnar
Sveins Pálssonar læknis.
17.30 Sunnudagslögin
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskra
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
1935 Er ristilkrabbamein
menningarsjúkdómur, sem
hægt er að verjast? Bjarni
Bjarnason- læknir flytur
erindi.
20.00 Fantasia fyrir fiölu, lág-
fiðlu og hljómsveit eftir Art-
hur Benjamin. Jascha
Heifetz, William Primrose
og RCA-Victor hljómsveitin
leika, Izler Solomon stj.
20.20 „Ég held að hún Árný sé
nógu löt, þótt hún verði ekki
stúdent” Pétur Pétursson
talar við Árnýju Filiippus-
dóttur fyrrverandi sleóla-
stjóra á Hverabökkum i
Olfusi og viðar.
21.00 Kammerkórinn I Stokk-
hólmi syngur lög eftir
Rossini, Petrassi, Pizzetti
og Castiglioni. Stjórnandi:
Eric Ericson.
21.30 Lestur fornrita: Njáls
saga. Dr. Einar Ólafur
Sveinsson prófessor les (27)
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok
MÁNUDAGUR
7. maí
!;!;!;!;! 7.00 Morgunútvarp Veður-
111 fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
gg Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forystugr. landsm.bl.), 9.00
g;£ og 10.00. Morgunbæn kl.
7 45; séra Magnús Guðjóns-
Wá son flytur (a.v.d.v.)
?:$:•: Morgunleikfimi kl. 7.50:
Valdimar örnólfsson og
;!;:;•;•;! Magnús Pétursson pianó-
leikari (alla virka daga
!;j;j;j;j; vikunnar). Morgunstund
;!;!;!;!;• barnanna kl. 8.45: Edda
;!;!;!;!;!; Scheving byrar lestur á sög-
j!;!;!;!;: unni „Drengjunum minum”
;!;!;!;!;! eftir Gustaf af Geijerstam i
;!;!;!;!;! þýðingu Isaks Jónssonar.
;!;!;!;!;! Tilkynningar kl. 9.30, Létt
;!;!;!;!;! lög milli liða. Morgunpopp
;j;j;j;j;j ki. 10.25: Eiton John og
jjjjjjjjí hljómsveitin Yes syngja og
j;j;j;j;jj leika. Fréttir kl. 11.00.
;j;!;!;!;! Morguntónleikar: Koeck-
!j!j!j;j;j ert-kvartettinn leikur
j;j;j;j;j; Strengjakvartett i Es-dúr
!§;!;!•! op. 20 nr. 1 eftir Haydn. /