Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 25
Sunnudagur 6. mai 1973.
TÍMINN
25
Julius Katchen leikur á
pianó verk eftir Brahms.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siödegissagan: „Sól
dauðans” eftir Pandelis
Prevelakis Þýöandinn Sig-
urður A. Magnússon les (3)
15.00 Miödegistónleikar: Fou
Ts’ong leikur á pianó Svitu
nr. 14 i G-dúr eftir Handel og
Capriccio i B dúr eftir Bach.
Ida Haendel leikur á fiölu
Sónötu i G%dúr eftir
Tartani, Prelúdia og Alle-
gro eftir Pugnani / Kreisler,
Scherzo-Tarantellu op. 16
eftir Wieniawski og Til-
brigöi á g-streng eftir
Paganini.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
16.25 Popphorniö
17.10 Tónleikar.
18.00 Eyjapistill. Bænarorö.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Dagiegt mál Helgi J.
Halldorsson cand. mag.
flytur þáttinn.
19.25 Strjálbýli — þéttbýli
Þáttur i umsjá Vilhelms G.
Kristinssonar fréttamanns.
19.40 Um daginn og veginn
Vésteinn Ólason lektor
talar.
20.00 Islenzk tónlista. Consert
fyrir Kammerhljómsveit
eftir Jón Nordal. Sinfóniu-
hljómsveit Islands leikur,
Bohdan Wodizko stj. b.
Canto elegiaco eftir Jón
Nordal Einar Vigfússon
sellóleikari og Sinfóniu-
hljómsveit Islands leika,
Bphdan Wodizko stj.
20.30 David Livingstone, —
100. ártiö Ólafur Ólafsson
kristniboði talar.
20.55 ÓÓMyndir úr þorpi”
(Dorfszenen) eftir Béla
Bartók Irmgard Seefried
syngur. Eric Werba leikur á /
pianó.
21.10 tsienzkt mál Endur-
tekinn siðasti þáttur dr.
Jakobs Benediktssonar.
21.30 Útvarpssagan: „Músin,
sem læöist” eftir Guöberg
Bergsson Nina Björk Árna-
dóttir byrjar lesturinn.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Búnaöar-
þáttur Guðmundur Jósa-
fatsson frá Brandsstöðum
talar um fóðrun og afuröir.
22.35 Hljómplötusafniö i
umsjá Gunnars Guðmunds-
sonar.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrarlok.
Sunnudagur
6. maí 1973
17.00 Endurtekið efni. A reg-
infjölium. Siöari hluti kvik-
myndar frá ferö sjónvarps-
manna norður um hálendi
Islands. Meðal annars er
staldrað við I öskju,
Dyngjufjöllum og Herðu-
breiðarlindum. Umsjónar-
maður Magnús Bjarnfreðs-
son. Aður á dagskrá 28. mai
1972.
17.25 Frá hafi til hafs.Banda-
risk fræðslumynd um
möguleika á gerð nýs skipa-
skurðar gegnum Panama-
eiðiö og áhrif þau, sem slik-
ur fiskgengur skurður gæti
haft á jafnvægi lifsins i höf-
unum báðum megin Ame-
riku. Þýðandi og þulur Jón
O. Edwald. Áður á dagskrá
10. marz sl.
18.00 Stundin okkar. Sólskins-
kórinn syngur og þrjár
stúlkur dansa „katta-
tangó.” Haldiö verður
áfram spurningakeppninni
og sýndur þáttur úr leikrit-
inu um galdrakarlinn i Oz
og mynd um Magga nær-
sýna. Einnig koma Baldur
og Konni og páfagaukurinn
Máni fram i þættinum. Um-
sjónarmenn Sigriður Mar-
grét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefáns-
son.
Ályktun flokksstjórnarfund-
ar SVF 28. og 29. apríl 1973
18.55 Enska knattspyrnan
19.50 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Undir Jökli. Kvikmynd,
sem Sjónvarpið hefur gert
um þjóösagnafjallið Snæ-
fellsjökul og ibúa byggð-
anna undir Jökli. Rætt er
við fólk og fjallað um áhrif
Jökulsins á mannlif og
menningu. Meðal þeirra,
sem koma fram i myndinni
eru Jakobina Þorvaröar-
dóttir, Þórður Halldórsson
og Zophonias Pétursson.
Tónlist Anton Bruckner.
Klipping Erlendur Sveins-
son. Hljóösetning Marinó
Ólafsson. Umsjón og kvik-
myndun Sigurður Sv. Páls-
son.
21.05 Þættir úr hjónabandi.
Nýtt framhaldsleikrit eftir
Ingmar Bergman. Aðalhlut-
verk Liv Ullmann og Erland
Josephson. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir. Hjónin
Marianna og Jóhann, aöal-
persónur leikritsins, eru vel
menntað fólk á miðjum fer-
tugsaldri. Þau búa við efna-
hagslegt öryggi og eiga tvær
stálpaðar dætur. Þó vaknar
einn góöan veðurdag spurn-
ingin um það á hvaða grunni
hjónaband þeirra sé reist,
og hvort hjónabönd yfirleitt
séu ekki fyrst og fremst
þjóðfélagslegur ávani.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
21.55 Horfinn heimur. Banda-
risk fræðslumynd um rann-
sóknir á fornum mannvist-
arleifum i Noröur- og Suður-
Ameriku. Þýðandi og þulur
Gylfi Pálsson.
22.40 Aö kvöldi dags. Sr.
Bjarni Sigurðsson á Mosfelli
flytur hugvekju.
22.50 Dagskráriok.
Mánudagur
7. maí 1973
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Galdur. Fyrri hluti.
Upptaka frá keppni þriggja
sjónhverfingamanna i Osló.
(Nordvision — Norska sjón-
varpiö) Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
20.55 Ramminn. Sjónvarps-
leikrit eftir finnska leik-
skáldið Lauri Leskinen.
Leikstjóri Eila Arjomaa.
Aðalhlutverk Toivo V. Pent-
tinen og Bertta Korpi. Þýð-
andi Guðrún Hettinen. Aöal-
persónurnar eru miðaldra
bændahjón i fremur af-
skekktri og viðburðasnauöri
byggð. Þótt þau séu ekki
beinlinis ung, eru þau ný-
gengin i hjónabandið, og
dag nokkurn ákveða þau að
létta sér upp frá hversdags-
amstri við búið og bregða
sér til bæjarins til að kaupa
ramma utan um brúökaups-
myndina. (Nordvision —
Finnska sjónvarpið)
21.55 Hirósima. Hollenzk
kvikmynd úr myndaflokki
um þróun nokkurra borga
frá striðslokum. Þessi mynd
er tekin i Hirósima i Japan
árið 1970, þegar aldarfjórð-
ungur var liðinn frá þvi
kjarnorkusprengju var
varpað á borgina. Þýðandi
Þrándur Thoroddsen.
22.35 Dagskrárlok.
BARNALEIKTÆKI
*
ÍÞRÓTTATÆKI
Vélavork*t»ði
BERNHARDS HANNESS.,
SuSurlaodtbraut 12.
Simi 35810.
FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR
SFV telur, að leita þurfi allra til-
tækra ráða til þess að tryggja
raunverulegt gildi útfærslu land-
helginnar i 50 sjómilur. Skýrslur
um aflamagn brezkra togara hér
við land sýna svo ekki verður um
villzt, að þær aðgeröir, sem beitt
hefur veriö, hafa ekki megnað að
draga úr veiðimagni svo sem til
var ætlazt. Telur fundurinn, að
kanna beri til hlitar hvort tiltæki-
legt kunni að vera að ná sam-
komulagi við Breta og Vest-
ur-Þjóðverja. Náist ekki slikt
bráðabirgðasamkomulag, sem
gildi fram til þess tima, er niður-
staða hafréttarráöstefnu Samein-
uðu þjóðanna liggur fyrir, og
verulega dragi úr sókn þessara
þjóða i fiskistofnana hér við land
og árlegu aflamagni, verði að-
gerðir gegn landhelgisbrjótum
auknar eftir föngum.
Flokksstjórnarfundurinn fagn-
ar þvi, að allar horfur eru nú á þvi
að hafréttarráðstefna Sameinuðu
þjóðanna taki til starfa snemma á
næsta ári og að hún muni setja
gildandi þjóðarréttarreglur um
viöáttu fiskveiðilögsögu strand-
rikja, sem tslendingar geti við
unað, þ.á.m. um viöurkenningu á
yfirráðum og eignarrétti þjóða á
lifandi auölindum i hafinu yfir
landgrunninu. Fundurinn telur
þvi rétt og sjálfsagt, að utanrikis-
ráðherra komi á framfæri við
Alþjóðadómstólinn (ekki siöar en
15. janúar 1974) tilmælum af ts-
lands hálfu um, að dómstóllinn
fresti dómsúrskurði i málum
Breta og Þjóðverja gegn rikis-
stjórn tslands, þangað til niður-
stöður hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna liggja fyrir,
þannig að tryggt verði, að úr-
skurður dómstólsins verði i sam-
ræmi við þær niðurstöður. Telur
fundurinn þetta nauðsynlegt bæði
vegna hagsmuna tslands og hinna
fjölmörgu þjóða, sem hafa sömu
hagsmuna að gæta og tslendingar
vegna þess að þær hafa af sömu
nauðsyn og Islendingar og með
skirskotun til sama réttarskiln-
ings og þeir fært út fiskveiðilög-
sögu sina i allt að 200 sjómilur.
Fundurinn telur, að grandskoða
beri, hvort rétt sé að tslendingar
taki upp málsvörn i Haag eða
ekki, en hvetur til þess, að afstaða
til þess máls verði ekki tekin fyrr
en að þaulhugsuðu máli. Hins ve-
gar leggur fundurinn áherzlu á
nauðsyn öflugs kynningarstarfs i
landhelgismálinu og telur sjálf-
sagt, að sýnt verði fram á með
miklu itarlegri hætti á alþjóða-
vettvangi en gert hefur verið til
þessa, að það sjónarmið var rétt,
sem andstæðingar samnings-
gerðarinnar lýstu yfir á Alþingi
1961, að landhelgissamningurinn
við Breta þá væri hreinn
nauðungarsamningur, gerður af
ótta við áframhaldandi ofbeldis-
aðgerðir af hálfu Breta, sem hót-
anir voru beinlinis hafðar um,
eins og nýjar upplýsingar i mál-
sóknárskjali Breta um lögsögu
dómstólsins bera ótvirætt vitni
um. 1 þessu sambandi telur fund-
urinn eðlilegt, að allar ofbeldisaö-
gerðir Breta gegn tslendingum,
þar á meðal frá löndunarbanninu
eftir útfærsluna 1952 og á árunum
1958-1960, verði rækilega raktar
með tiltækum gögnum og þeim
m.a. komið á framfæri við dóm-
stólinn á þann hátt sem rikis-
stjórnin ákveður.
Flokksstjórnarfundurinn vænt-
ir þess fastlega, að rikisstjórnin
muni hér eftir sem hingað til ná
samstöðu um að móta stefnu i
landhelgismálinu, sem þjóðarein-
ing geti tekizt um.
Fundurinn minnir á, að jafn-
hliða þvi, sem við Islendingar
reynum að verja fiskistofnana við
landið gegn ofveiði af hálfu út-
lendinga, ber okkur skylda til og
nauðsyn að setja skynsamlegar
reglur um okkar eigin nýtingu á
fiskimiðum. Harmar fundurinn
að siðasta Alþingi skyldi ekki lög-
festa slikar reglur.
Fundurinn fagnar þeim
árangri, sem náðst hefur I tið nú-
verandi rikisstjórnar i margs
konar félagslegum umbótum og
öðrum hagsmunamálum
launþega um leið og hann heitir á
landsmenn að standa vörð um
áframhaldandi uppbyggingu og
efndir á fyrirheitum.
Flokksstjórnarfundurinn fagn-
ar gegnishækkun islenzku krón-
unnar um leið og hann lýsir
stuðningi sinum við áframhald-
andi aðgerðir til að draga úr
veröbólgu. Heitir fundurinn á rik-
isstjórn og launþegasamtök að
vinna sameiginlega að slikum aö-
gerðum.
Fundurinn telur ákvörðun rik-
isstjórnarinnar um gengishækk-
un nú staðfestingu á réttmæti
þeirrar stefnu SFV við lausn
efnahagsvandans i desember sl.
að taka upp sveiganlega skrán-
ingu gengis.
INNLENT LAN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1973 1.FL
ÚTBOÐ AOG B
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Fjármálaráðherra hefur á grundvelli laga
nr. 8 frá 25. apríl 1973 (lántökuheimilolir
vegna framkvæmdaáætlunar 1973) ákveðið
útgáfu og sölu verðtryggðra spariskírteina
að fjárhæð allt að 175 millj. króna. Hefst
salan um 28. maí n.k.
Geta kaupendur nú í fyrsta sinn valið á
milli tveggja skírteina, A-skírteina, með
sömu kjörum og verið hefur og nýrra B-
skírteina, sem endurgreiðast með jöfnum
árgreiðslum auk verðbóta.
Bæði A- og B-skírteini eru verðbætt i hlut-
falli við breytingar í byggingarvísitölu og
þau eru skatt- og framtalsfrjáls, eins og
verið hefur.
A SKÍRTEINI
eru til 14 ára, innleysanleg eftir fimm ár,
þegar eigandi óskar, meðaltalsvextir 5%
á ári.
B SKÍRTEINl
eru til 15 ára, en innleysanleg með jöfnum
árlegum greiðslum afborgana og vaxta,
5% á ári (annuitets lán), auk verðbóta.
Eiganda er í sjálfsvald sett, hvort hann notar
árlegan innlausnarrétt eða ekki. Hann get-
ur því dregið árlega innlausn fram yfir
gjalddaga árgreiðslumiða og fengið hann
innleystan seinna með verðbótum.
Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá venjulegum söluaðilum,
sem taka á móti áskriftum á skírteini frá og með fimmtudeginum 10. maí n.k.
Reykjavík, 4.mai1973
SEÐLABANKI ISLANDS