Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 6
TÍMINN Sunnudagur 6. mal 1973. 6 Þarna má sjá milluna f Bankastræti (A milii Dómkirkjunnar og menntaskólans) „Þér hafið breytt húsi föð ur míns í ræningjabæli" UM SIÐUSTU helgi voru mennirnir með kúluna uppi i Bankastræti og þungbyggðar vélarnar tættu i sundur á ör- skammri stund, gamalt,virðulegt hús, Bankastræti 7, þvi að Samvinnubankinn ætlar að reisa yfir sig viðbótarhúsnæði til að losna úr bagalegum þrengslum. Með þungu braki brustu viðirnir, unz húsið lá i braki og þá fengu sumir ofurlitinn sting i hjartað. Aldrei mun þetta gamla, kofótta hús bera við augun framar, en það var ekki við þvi að gjöra, þetta hús var ekki hægt að flytja, þar sem það stóð hálfgrópað inn i ein tvö nýrri, Hús Sam- vinnubankans og hús Málarans. Þarna var af- greiðsla Timans i mörg ár og þvi er það liklega blaðinu skyldast, að minnast i fáeinum orð- um, hins gamla og virðulega húss. Bergur Thorberg flytur til Reykjavikur Hinn 4. mai 1872 kom konungsúrskurður um, að stift- amtmannsembættið skyldi lagt niður, en i hans stað skyldi koma Landshöfðingi, og skyldi hann hafa meiri völd en stiftamt- maðurinn hafði haft fram til þessa. Var jafnframt skipaður sérstakur landshöfðingjaritari, og amtmannsembættin i Suður- og Vesturamti voru sameinuð. Hilmar Finsen var þá skipaður landshöfðingi, sem vakti mikinn úlfaþyt, en Bergur Thorberg var skipaður amtmaður Sunnan og Vestan. Hann hafði áður verið amtmaður i Vesturamtinu og búiö i Stykkishólmi. Hann fluttist nú til Reykjavikur, þvi að ákvæði voru um að hinn nýi amtmaður skyldi búsettur i Reykjavik. Kom hann til Reykjavikur, 25. marz árið 1873 og settist fyrst að i Glasgow, hjá Agli Egilssyni en danska stjórnin veitti honum siðar 2000 rikisdala styrk úr landssjóöi Islands til þess að flytja ibúðarhús sitt frá Stykkis- hólmi til Reykjavikur. Það hús var reist á „Arnarhólslóð” og er sama húsið og nú hefur verið rifið að Bankastræti 7. Amtmannshúsið þótti mjög glæsilegt og mun vera annað tveggja húsa sem flutt voru sam- timis til landsins og reist i Stykkishólmi og mun hitt húsið standa þar enn, að þvi er sagt hefur veriö. Bergur amtmaður bjó i húsinu til dauðadags og stundaði stórbúskap i nábýli við landshöfðingjann, en húsin stóðu allfjarri þeim byggðakjarna, er þá var i .miðbæjarkvosinni. Þegar Hilmar Finsen lét af landshöfðingjaembættinu hafði hann aflað sér mikilla vinsælda, þvert ofan I spár manna. Var Bergur Thorberg nú skipaður landshöfðingi, en Finsen var gerður að yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar og siðar innan rikisráðherra. Hann varð ekki gamall tnaður, en hann andaðist 15. janúar 1886. Sex dögum siðar andaðist Bergur Thorberg i Reykjavik og vildi þvi svo ein- kennilega til, aö tveir fyrstu landshöfðingjarnir á Islandi lágu samtimis á llkbörunum. Nýir eigendur Eftir daga Bergs Thorbergs, eignaðist Helgi Hálfdanarson, prestaskólakennari húsið og'bjó I þvi ásamt konu sinni, Þórhildi Tómasd., Sæmundssonar. Þau voru foreldrar Jóns Helgasonar, biskups, er einnig átti heima I húsinu, unz hann byggði Tjarnar- götu 26, þar sem Framsóknar- flokkurinn varð siðar til húsa. Það hús byggði Guðmundur Jakobsson, faðir Þórarins Guð- mundssonar, fiðluleikara og Eggerts heitins Gilfer organ- leikara og Skákmeistara. Eignað ist Guðmundur Bankastræti 7, sem hluta byggingakostnaðar fyrir Tjarnargötu 26, eða i þeim viðskiptum. Kringum árið 1908 kaupir Helgi Magnússon, járnsmiður og kaupmaður (Helgi Magnússon & co) húsið fyrir 28.000 krónur, sem þótti mikið verð. Helgi reyndi að fá þá Knud Ziemsen og Kjartan Gunnlaugsson, viðskiptafélaga sina til að vera með I kaupunum, en þeir töldu kaupin hreint brjálæði og voru þvi ekki með. Helgiog erfingjar hans áttu siðan húsiö til ársins 1960,er eignin var seld Samvinnutryggingum. Þegar Helgi Magnússon hafði eignazt húsið, breytti hann þvi i verzlunarhús, eða sölubúð. Ekki likaði öllum það vel og segir sagan, að eitt sinn hafi Helgi mætt Jóni Helgasyni biskupi á götu, og á þá Jón að hafa sagt-' —„Þér hafið breytt húsi föður mins i ræningjabæli,” en ;.hvort biskupinn hefur meint þetta, eða verið að spauga, skal ósagt látið. Verzlanir I Bankastræti 7 Margar verzlanir hafa siðan verið i Bankastræti 7. Þar var upphaflega elzta og fyrsta raf- Bergur Thorberg Jón Helgason biskup Gamalt hús rifið í Bankastræti 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 103. Tölublað (06.05.1973)
https://timarit.is/issue/264698

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

103. Tölublað (06.05.1973)

Aðgerðir: