Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 36
36
TÍMINN
Sunnudagur 6. mai 1973.
Hver getur nú
hugsað sér París
án Effelturnsins?
Þegar hann var
reistur árið 1889,
var almenningur
fokvondur yfir að
þessi forljóta
ófreskja úr járni
skyldi fá leyfi til
að stórskemma
hina fögru borg
EFFELTURNINN
STÓRKOSTLEGI
i gamalli franskri skrítlu
er sagt frá virðulegum
herramanni/ sem á hverj-
um degi um hádegið kom
og boröaði í veitingastaðn-
um í Effelturninum. Hann
riaut matarinS/ vinsins og
vindilsins/ gaf þjónum
ríkulegt þjórfé er hann fór
og mælti aldrei orð frá vör-
um.
Dag nokkurn sagði veitinga-
stjórinn, sem gjarnan vildi vera
almennilegur við þennan góða
viðskiptavin: — bað gleður mig
að sjá yður koma hingað svo oft,
en hvers vegna einmitt hingað?”
— Af þvi þetta er eihí staðurinn
i Paris, þar sem ég get notið mat-
ar mins, án þess að hafa þennan
bölvaðan Effelturn fyrir augun-
um, svaraði gesturinn.
Sagan er dæmigerð fyrir Effel-
turninn. Vinsældir hans háta
gengið upp og niður eins og lyftur
hans, allt siðan hann var reistur
árið 1889.
Motmælaalda
Hugmyndin að turningum varö
til i nefnd þeirri, sem skipuleggja
átti heimssýninguna i Paris i til-
efni 100 ára afmælis frönsku bylt-
ingarinnar. Augum hafði verið
rennt til Bandarikjanna, þar sem
1885 hafði verið reist 170 metra há
súla i Washington — hæsta mann-
virki heims. bað var gert i tilefni
100 ára sjálfstæðislandsins.
Samkeppni var auglýst, 700 til-
lögur bárust og 18 voru teknar til
nánari athugunar. Loks var ein
valin — hinn 300 metra hái járn-
vefur verkfræðingsins Gustaf
Eiffels.
Eiffel var enginn byrjandi á
sviði listaverka úr járni. Hann
var fremsti brúarsmiður Frakka
og á einnig heiðurinn af innri
sköpun frelsisstyttunnar i New
York.
En tillögunni um að reisa 300
metra háa járngrind i miðri hinni
gömlu, fallegu borg, var mætt
með mótmælum alls staðar frá.
Jafnvel þótt fyrirbæri þetta ætti
aðeins að standa um tima — eins
konar sýningargripur, sem vekja
átti athygli á heimssýningunni og
yrði rifinn eftir nokkur ár — þá
vildi enginn vita af þvi.
Hópur af frægustu mönnum
landsins, sendi eftirfarandi mót-
mælabréf til rikisstjórnarinnar:
„Við undirritaðir rithöfundar,
listmálarar, myndhöggvarar og
aðrir unnendur óskertrar fegurð-
ar Parfsarborgar, viljum mót-
mæla af öllum kröftum okkar, i
nafni hins góða smekks Frakka,
listar landsins og sögu, þeirri
áæltun að reisa i miðri höfuð-
borg okkar hinn einskisnýta og
forljóta Eiffelturn, sem gárung-
arnir hafa þegar nefnt
Babelsturninn.
Effelturninn mun likjast risa
vöxnum, svörtum verksmiöju-
strompi, sem með stærð sinni ber
ofurliði Notre Dame. La Sainte-
Chapelle, Louvre, Sigurbogann
— öll okkar meistaraverk i bygg-
ingum...”
Gustav Eiffel svaraði:
„Vill nokkur halda þvi fram, aö
pýramidarnir, sem höföa svo
mjög til hugmyndaflugs manns-
ins, séu einungis frægir vegna
feguröar sinnar? Hvað eru þeir
annað en gervi-fjallstindar, þegar
allt kemur til alls? Er ekki ástæð-
an hin geysilega vinna og hin
mikla stærð þeirra. Turn minn
verður hæsta bygging heims,
hæsta bygging, sem mannkynið
hefur nokkru sinni reist. Er það
ekki lika stórkostlegt? Hvers
vegna skyldi það/ sem er aðdá-
unarvert i Egyptalandi, verða
hlægilegt i Paris?”
Einstök hönnun
Effelturninn reis, og það á
mettima — nákvæmlega 26 mán-
uðum. Meira en 5000 teikningar
voru i snatri gerðar á skrifstofum
Eiffels og hin 15 þúsund stykki,
sem fara áttu i grindina, voru
númeruð, flutt á staðinn og fest
saman með hálfri þriðju milljón
bolta af 19.941 verkamanni.
Flestir þeirra, sem störfuðu uppi
i sjálfum turninum, voru frá
fyrirtæki Eiffels, úrval manna,
sem hann hafði safnað saman
víða um heim. Við að setja upp
vinnupalla unnu fyrrverandi yfir-
menn á seglskipaflotanum og
meðhöndluðu þeir kaðla, taliur og
trissur jafn örugglega og væru
þeir inni á milli segla á risaskipi.
Svo nákvæmir voru allir út-
reikningar, að ekki ein einasta
breyting eða lagfæring var nauð-
synleg, ekki einu sinni á gati fyrir
bolta eða samskeytum. Svo sterk-
ur og traustur er turninn, að hann
mundi standa óhagganlegur i
stormi tiu sinnum meiri en sá
mesti, sem nokkru sinni hefur
mælzt. Samt sem áður er bygg-
ingin svo fingerð, að væri gerð
nákvæm eftirliking að stærð einn
þúsundasti, þ.e.a.s. 30 sm há,
mundi hún aðeins vega 7 grömm!
Ef allt járn sem i turninum er,
yrði tekið og búin til úr þvf plata,
sem þekja ætti flötinn milli fóta
turnsins, 125x125 metra, yrði hún
aöeins 6 sm. þykk. Væri búinn til
teningur úr járninu, yrði hann að-
eins tiu metrar á kant. Og ef mað-
ur imyndaði sér, að turninum
væri stungið inn I hólk, 300 metra