Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 34

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Sunnudagur 6. mai 1973. lega, að láta Lúks lifa og það leit næstum út fyrir, að bænirnar ætluðu að hrífa, því að hirðirinn lét byssuna falla niðúr og hugsaði sig um stundarkorn, en það var ekki vegna konunnar, sem hikið kom á hann. Fyrst og fremst var það af því að hendur hans skulfu helzt til mikið, í öðru lagi af því að hann varhelzt til góð skytta til þess, að hann færi að skjóta dýr, sem sat alveg hreyfingarlaust á mjöl- tunnunni og í þriðja lagi var hann hræddur við að hann mundi skjóta litla barnið þeirra, sem lá í vöggu jáar rétt hjá. Því næst rak hann fótinn í mjöltunnuna, svo dýrið færi burt, því fengi hann það út fyrir dyrnar gat hann skotið það hiklaust. En apínn var að hugsa um allt annað. Hann þurfti aðfá eitthvað að éta og þar sem grautur litla barnsins var þar rétt hjá þá stakk hann hendinni niður í grautinn og tók nú ósleiti- lega til matar síns. Hirðir- inn varð í fyrstu svo þrumu lostinn af skelfingu, að hann gat ekki hrært legg eða lið, en þegar hann sá að apinn hellti mjólkinni niður yfir barnið, tók hann aftur að átta sig. Hann þrífur nú aftur byssuna og þar sem apinn sneri baki að dyrun- um, þá miðaði hann beint í hjarta hans og hleypti af. Á næsta augnabliki hefði ap- inn áttað vera steindauður, en í stað þess hafði hann stokkið upp á borð og hermdi nú eftir skyttunni. Hirðirinn hafði ekki misst marks, en það var í fyrsta sinn á ævi hans, sem byssan hafði hlaupið í baklás og skotið ekki hlaupið af. Hirðirinn, sem hafði verið allhræddur áður, varð nú enn sannfærðari um, að ap- inn hlyti að vera einhver ó- vættur. ,,Það er ekki heldur hægt að skjóta hann", tautaði hann fyrir munni sér, „ekki hægt að hengja hann, ekki hægt að drekkja honum, ég hef reynt það fyrsta, nú ætla ég að reyna það næsta". Og þar sem hirð- irínn var allt of hjátrúar- fullur til þess, að hann þyrði að skjóta í annað sinn þá fór hann út til að hengja apann, en nú var ekki til eitt einasta gálgatré á allri eyjunni. Hirðirinn var allan næsta dag að leita að stað til aftökunnar. Á nóttunni lá hann tímum saman og hugsaði um, hvar hann ætti að hengja apann, en fyrst . undir morgun datt honum gott ráð í hug, að hann skyldi hengja hann í brunn- vindunni. Svo klifraði hann varlega upp og festi vind- una eins ofarlega í brunn- stöngina og hann gat, svo það leit út eins og gálgi og batt svo reipi utan um vinduna. Því næst narraði hann apann upp á brunninn, batt reipinu um háls honum og allt var þannig ágætlega undirbúið. Hirðirinn hafði ávallt heyrt, að þegar menn væru hengdir, þá yrði hálsinn að brotna af snöggri byltu, en þegar hann gat ekki komið því þannig fyrir, þá afréð hann að gera það á annan hátt. Hann hleypti í sig miklum fitonsanda og réðst að apanum og sló hann svo hart högg, og af svo mikl- um krafti, að Lúks kastað- ist langt út í loftið. Þið get- ið kannski hugsað ykkur hvað gerðist. Reipið, sem hafði verið fúið, það slitn- aði! Lúksféll til jarðar, en kom fyrir sig fótum og stóð nú og gretti sig framan í böðul sinn og var eins og Apinn ódrepandi hann vildi segja honum, að hann vildi fá aðra loft- sveiflu til. Allan næsta dag urðu ærnar og lömbin að gæta sín sjál f. Hirðirinn sat úti á engi mjög önnum kafinn að flétta. Allt í kring um hann á jörðunni lágu hrúguraf sefi, nokkuð af því var á víð og dreif, en sumt í múgum, en hann notaði ekki nema hundrað- asta hvert strá, því að flest þóttu honum of veik. Á meðan hann sat þarna og fléttaði sem óðast, brá ým- ist fyrir í augum hans eins konar gleðibjarma, eða á enni hans komu hrukkur. Næsta morgun í dögun fór hirðirinn aftur með apann niðurað hinum fyrrnefnda brunni. Nýja reipið, sem hann hafði fléttað, var gilt sem slanga og svo sterkt, að það hefði getað haldið fíl uppi. Hann varði heilum klukkutíma til að laga gálgann og búa sig undir athöfnina. Loksins var komið að hinni þýðíngar- miklu stund. Með enn þá meira afli, en í fyrra sinnið, sló hann nú til apans, svo hann hentíst langt út í loft- ið. Nú hélt reipið, en böðullinn hafði ekki athug- að allt. Reipið og höggið var eins og það átti að vera, en gálginn var ekki örugg- ur, því að þegar höggið dundi á apann brotnaði stöngin sundur í miðju eins og eldspýta og hin gamla mosavaxna vatnsdælu- stöng slitnaði upp og féll í mörgum pörtum niður á jörðina. Flísarnar úr spýt- unum rákust upp í fætur hans og stungu hann, en það sem honum sveið sár- ast af öllu, varað sjá apann stökkva sem fætur toguðu á burt. Hann hljóp allt hvað af tók niður eftir hæðinni til kindanna. Brunnstöngin hékk ennþá við háls honum og hávaðinn, sem hlauzt af því, þegar hann dró hana yfir stokka og steina, varð nógur til að styggja kind- urnar, svo að þær hlupu út í sjó af hræðslu. Fjárhirðir- inn var viss um, að af öllu þessu mundi hljótast mikil óhamingja, en hann var svo utan við sig, að hann hafði ekki rænu á að aftra henni. Hann varallt of illa út leikinntil að geta hlaupið á eftir apanum, hann hrað- aði sér þess vegna heim til að segja konu sinn frá hrakförum sínum og græða sár sín. (framh.) pr i vio iunaum y viö veröum að flýta oki farkost ykkar ur, þvi hrunið hefur sundurskotinn, . komið af stað og vorum i þanrTf sknðuföllum ' íaíðskjf fí ■veginnaðafskrifáÍT^ ^arJVoruþað' — .... - peir, sem . ..($?ollu þessufVÓ, ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.