Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 6. mai 1973.
Séð yfir Las Palmas á Kanarieyjum
. og þessar hamingju-
eyjar vilja sjálfstæði
vv
Ferðamannaparadisin Kanari-
eyjar er orðin kunn flestum Is-
lendingum af orðspori, og i sifellt
fleiri tilfellum vegna allnáinna
kynna, eða þeirra kynna, sem
ferðamönnum býðst af h\erjum
stað. lbúar þessara fögru eyja,
sem heyra undir Spán, eru glað-
lyndir og bjartsýnir og birðast
lifa fyrir iiðandi stund, alla vega i
augum utanaðkomandi fólks.
Hvað sem þeirri skoðun liður,
finnst þar innan um fólk, sem
hugsar ofurlitið meira en um dag-
inn i dag, ofurlítið meira en um
þjónustuna við ferðamenn og allt
það „yndi” ...
1 höfuðborg Kanarieyja, Las
Palmas, býr lögfræðingur að
nafni Antonio Cubillo. Hann er
leiðtogi hreyfingarinnar
MPAIAC, hreyfingar, er berst
fyrir sjálfstæði Kanarieyja og
hefur höfuðstöðvar i Alsir.
Takmark MPAIAC er að gera
eyjarnar að sjálfstæðu lýðveldi,
er lúti stjórn þjóðkjörins forseta
og þjóðþings. Hreyfingin hefur
nýlega gert stefnuskrá sina opin-
bera, og þar má m.a. finna þá
stefnu að takmarka erlenda fjár-
festingu á eyjunum og koma á
nokkurs konar fjárhagslegu lýð-
ræði.
Árið 1968 viðurkenndu Samein-
uðu þjóðirnar þessa frelsis-
hreyfingu á þeim forsendum, að
hún kæmi fram sem fulltrúi
mikils hluta ibúa Kanarieyja. En
S.þ. mun ekki láta sér vel lðca, að
hreyfingin beiti valdi til að koma
fram sinum málum. Hafa þær
hvatt hreyfinguna til að semja við
spönsku stjórnina um sjálfstjórn i
einhverri mynd.
En ekkert bendir til þess, að
stjórnin i Madrid hafi i hyggju að
viðurkenna hreyfinguna. Aftur á
móti ei; sagt, að hún hafi látið
koma upp allmörgum flugvöllum
fyrir herflugvélar á eyjunum,
sem gefur óneitanlega til kynna,
að hún hyggist senda herlið á
vettvang, ef óeirðir brjótast út.
TAKD
upp Thule
Kópavogi — Simar 41114 og 41090
Til Kanarieyja teljast alls sjö
eyjar úti fyrir strönd Marokkó.
Likur benda til þess, að Grikkir
hafi fyrst uppgötvað eyjarnar.
Griski sagnritarinn Herodot lýsir
þeim sem „hinum hamingjuriku
eyjum”, ef til vill vegna þess, að á
þeim rikir hið dýrðlegasta lofts-
lag, sem sjaldan sveiflast til
vegna kluda eða óveðra.
Fönikisku sæfararnir þekktu
einnig eyjarnar á sinum tima, en
um þá vitneskju létu þeir ekkert
upp.
Fyrstur til að ná varanlegri fót
festu á eyjunum var Fransmaður
að nafni Jean Bethencourt. f upp-
hafi 16. aldar hafði hann lagt
undir sig nokkrar af eyjunum en
þegar i lok þeirrar aldar voru þær
komnar undir stjórn kóngsins af
kastiliu (hásléttulandsvæði á
Spáni). Síðan hafa eyjarnar lotið
spænskri stjórn.
íbúar Kanarieyja eru yfirleitt
hærri vezti en Spánverjar al-
mennt, og margir þeirra eru ljós-
ir yfirlitum og með blá augu.
Margt bendir þvi til, að norrænt
blóð renni um æðar þeirra.
Um þessar mundir má segja,
að Kanarieyjar séu efnahagslega
séð i uppgangi. Kemur' þar helzt
til hinn miklu ferðamanna-
straumur til Eyjanna (alls 600
þúsund manns árið 1971), upp-
setning oliuhreinsunarstöðvar og
framþróun landbúnaðarins á
eyjunum. En almenningur merk-
ir litt þessa velferðarþróun.
Nefna má sem dæmi, að land-
búnaðarverkamaður hefur um
100 kr. isl. I kaup á dag.
Eflaust er það fyrst og fremst
hin efnahagslega þróun, er gerir
það að verkum, að Ibúar Kanari-
eyja óska þess nú að slita sam-
bandinu við hið fjarlæga og all-
nokkru fátækara land, Spán.
Frelsishreyfingar spretta upp út
um allan heim, er hafa ólik mál
að markmiði. Sumum þeirra
verður eitthvað ágengt, jafnvel
verulega, en öðrum miðar ekkert.
Aðstæðurnar I hverju landi eru og
misjafnar sem og þær stjórnir, er
við völd sitja. Hvort frelsis-
hreyfingu Kanarieyja, MPAIAC,
tekst að breyta hugsjónum sínum
i veruleika á næstu árum, er
harla vafasamt. Elkki mun hafa
dregið úr Ihaldsemi og
drottnunargirni Frankós karlsins
með árunum, frekar en I öðrum
hliðstæðum tilfellum.
Aðalspursmál ibúa Kanarieyja
mætti ætla að sé, hvernig eftir-
maður Frankós, Jan Carlos eða
hver sem það verður, muni taka á
málunum. Ef blóðhitinn kemst
upp I suðumark, fellur kannski
sú upplifun islenzkum ferða-
mönnum I skaut á næstu vik-
um/mánuðum/árum að verða
vitni að uppreisn I ferðamanna-
paradisinni, finna þefinn af
púðurreyk og berja spænskar
herflugvélar á heiðum himni aug-
um. En, — islenzkar konur og
karlar, hverra hugur stendur til
að fá annan hörundslit og dreypa
á ódýru víni i sumar og um ókom-
in ár, þurfa vart að kviða neinu.
Spænski rikiskassinn er ekki allt-
of fullur, og þvi má ætla, að
spænska stjórnin beiti öllum ráð-
um til að viðhala þokka og að-
dráttarafli „þessara hamingju-
riku eyja”.
—Stp
Þorlákshöfn
Til sölu er 110 ferm. einbýlishús i Þorláks-
höfn
Selst fokhelt. Upplýsingar gefur Geir Egilsson, sími
99-4290 Hveragerði
Stokkseyri
Til sölu er rúmgott einbýlishús á Stokks-
eyri
Bílskúr og ræktuð lóð. Upplýsingar gefur Geir Egilsson
sima 99-4290 Hveragerði
Skrifstofustúlka
Óskast nú þegar. Skriflegar umsóknir
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist fyrir 15. mai.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Keldnaholti.