Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 37

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur 6. mai 1973. TÍMINN 37 Gustaf Eiffel, maðurinn sem hannaði hinn umdeiida Eiffelturn. háan og nógu viðan, til að fæturn- ir kæmust fyrir, væri loftið i hólknum þyngra en turninn. Þannig er meistaraverk Gustafs Eiffel hannað. Gullnáma Parisarborg, sem opinberlega á turninn, veitti Eiffel 1,5 milljón- ir franka til byggingarinnar.Þær 6,6 milljónir, sem eftir voru út- vegaði hann með lánum gegn um nýstofnað félag um turninn, sem fá átti hluta af tekjum af i turnin um næstu 20 árin. Allt fra upphafi varð turninn ó- hemju vinsæll. A fyrstu sex mán- uðum hans fóru nær tvær milljón- ir manna upþ i topp hans og hafði félagið af þvi 6,5 mil-jóna franka tekjur. Engin furða þótt turnfé- lagið hafi siðar barizt með öllum ráðum gegn þvi að turninn yrði rifinn. Hann er hreinasta gull- náma og nú orðið heimsækja hann um tvær milljónir manna árlega. Það eru ekki aðeins lyftumið- arnir, sem gefa tekjur, heldur einnig hin stóru veitingahús, sem eru á hæðum turnsins. Auk þess er minjagripasala og leigutekjur af útvarps- og sjónvarpsloftnet- um á toppinum. Þau loftnet hækkuðu turninn um 20,10 metra, þannig að hann er nú 320,75 metr- ar á hæð. Seldurí brotajárn Árið 1906 var efnt til kapp- hlaups upp tröppur turnsins, sem eru 1879 að tölu. 120 þátttakendur gáfu sig fram og það var feitlagin Parisarfrú, sem komst upp á fyrstu hæð á 8 minútum. Þjálfað- ur iþróttamaður sló metið með þvi að hlaupa á sama tima upp á aðra hæð með sementspoka á bakinu. Arið 1912 ætlaði Austurrikis- maðurinn Reichen að reyna vængi nokkra, sem hann hafði smiðað, með þvi að fljúga frá toppi turnsins. Ásamt nokkrum vinum og forvitnu fólki tók hann lyftuna upp, en féll allur ketill i eld, er hann leit niður. Fólkið vildi þó ekki láta undan honum að hætta og nokkrir segja, að honum hafi meira að segja verið hjálpað út fyrir handriðið. t dag er til mynd af holunni, sem veslings maðurinn myndaði i jörðina, er hann lenti. Tékkneskur svikahrappur, sem kallaði sig Lustig greifa, seldi Eiffelturninn árið 1925. Hann not- aði sér sögusagnir, sem gengu með vissu millibili um að nú ætti að fara að rifa turninn. Hann seldi manni nokkrum turninn til niður- rifs og fékk fyrirframgreiðslu að hluta. Yfirvöldin gátu þó komið i veg fyrir að „eigandinn” hefðist handa. Þegar turninn varð 75 ára árið 1964, var i fyrsta sinn litið á hann sem fjall. Fjórir franskir fjall- göngumenn lögðu af stað upp vesturhlið „fjallsins” með allar græjur og bundnir saman með nælonkaðli. Tveir sjónvarps- menn, vanir fjallgöngum, fylgdu i kjölfarið og allt Frakkland fylgd- ist með. Tveir atburðir gerðust á leiðinni.Sá fyrri, þegar mennirnir voru að komast upp á pallinn á fyrstu hæð, sem er 115 metra tbúð Eiffels í toppi turnsins uppi, en hann skagar dálitið út fyrir veggina. Hinn þegar menn- irnir voru komnir i 200 metra hæð. Skyndilega spratt ungversk- ur ferðamaður, klæddur jakka- fötum og blankskóm úr úr grind- inni. Hnn kilfraði rösklega upp á við og veifaði til sjónvarpsmann- anna um leið og hann fór fram úr þeim. Lögreglan náði þó Ungverjan- um, svo hinir gætu haldið áfram án samkeppni. Ferðin upp tók fimm klukkustundir og á toppn- um var reistur fáni sjónvarps- stöðvarinnar. Mikilvægtstarf Árið 1957 var sett rúmlega 20 metra hátt sjónvarpsloftnet á turninn./i en löngu áður höfðu þó verið þar mikilvæg útvarps- og sjónvarpstæki. t fyrra striði gegndi turninn hlutverki i hler- unartækni og njósnastarfsemi. Stjórn turnsins er hreykin af ■ honum, en er þó illa við að tala um eitt atriði I sögu hans, sem sé hversu margir hafa framið þar sjálfsmorð um dagana. Meðaltal- ið er fimm manns á ári og alls rúmlega 400 nú. „Hvers vegna stekkur fólk ekki i Signu i stað- inn?” spyr einn af starfsmönnum turnsins. „Það kostar ekkert og er miklu einfaldara”. Raddirþær sem heimta turninn rifinn, heyrast enn, en turninn stendur enn jafntraustur og þegar hann var byggður og virðist yfir allt hafinn. Sjöunda hvert ár er hann málaður og tekur það næst- um tvö ár i hvert sinn. Málningin, sem þarf, er hvorki meira né minna en 35 lestir. Um leið er far- ið yfir öll samskeyti og til þessa hefurekkiþurftaðskipta um einn einasta balta. Fátt bendir til þess, að Eiffelturninn hverfi i bráð, hann er orðinn allt of áhrifamikið vörumerki Parisar og jafnast á við frelsisstyttuna, Big Ben og Péturskirkjuna. Það sem ef til vill er þyngra á metunum, er að allir sjónvarpsnotendur i Paris fá myndina þaðan. Eftir þvi sem árin hafa liðið, hefur fólk vanizt „þessari við- bjóðslegu samannegldu járnó- freskju”, sem þrátt fyrir hárná- kvæma reisn sina og fagran stil er verðugt minnismerki liðinnar járnaldar —• aldarinnar þegar járnbrautir og stærstu brýr Evrópu úr járni urðu til. S.B. „BORÐIÐ ALDREI MEIRA EN ÞIÐ ÞURFIÐ if segir japanskur hjartasérfræðingur FYRIR skömmu dvaldist hér á landi Saichi Hosoda, japanskur sérfræðingur í hjartasjúkdómum og yfir- læknir gjörgæzludeildar hjartasjúkra á stóru sjúkrahúsi i Tókió. Hosoda hélt fyrirlestur á Landspita lanum fyrir lækna og stúdenta og ræddi um hugsanlegt samstarf Japana og islendinga í hjartavernd og lækningum á hjartasjúkdómum, en japanskir hjartalæknar hafa átt bréfaviðskipti við stjórn H jartaverndar undanfarið hálft ár. Enn er það samstarf á umræðu- stigi og fátt af því að segja, en blaðamanni Tímans gafst tækifæri tii að ræða við Hosoda um hjartasjúk- dóma í Japan, hugmyndir hans um ástand þeirra mála hér hjá okkur og fleira. — Það kom mér mjög á óvart að koma hingað, sagði Hosoda. — Landið var i minum huga tengt is og kulda, en svo reynist hér vera dásemdar veður og allt öðru visi umhorfs en ég hafði búizt við. Astandið hjá ykkur i hjarta- sjúkdómum er alvarlegt, eins og annars staðar á Norðurlöndum. Hjá okkur er það heldur betra en tiðni þeirra fer þó stöðugt vaxandi i Japan. Hún er 1/3 til helmingur þess sem gerist með Evrópuþjóðum, en var aðeins 1/5 fyrir 20 árum. Sumt er likt með Japan og fslandi. Löndin eru bæði litlar eyjar, tiltölulega einangraðar, og báöar þjóðirnar neyta mikils fisk- metis eða hafa a.m.k. gert það til þessa. Annað er hins vegar ólikt. Þið hafið gott, hreint loft, Reykjavik er kyrrlát borg og hér er mann- fjöldi miklu minni en hjá okkur. Viö Japanir búum aftur á móti við mikla mengun, og ys og þys eykur á streitu okkar. Kjötát — aukning hjartasjúkdóma Kjötát hefur aukizt mjög i Japan með aukinni velmegun, sömuleiðis neyzla korns og mjölvöru og hjartasjúkdómar einnig. Eflaust á mataræðið sinn þátt i aukinni tiðni þessara sjúk- dóma, en einnig breyttir lifnaðar- hættir og streita. Það er ekki aðeins hvað menn borða, sem veldur hjartasjúkdómum, heldur hve mikið, og aukin velmegun veldur ofneyzlu. Það er hollast að Framhald á bls 39 Frá Náttúruverndarráði um auglýsingar meðfram vegum Náttúruverndarráð vekur athygli á 19. grein náttúruverndarlaganna, en þar segir: „óheimilt er að setja upp auglýsingar meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis. Þó er heimilt að setja upp látlausar auglýsingar um at- vinnurekstur eða þjónustu eða vörur á eign, þar sem slik starfsemi eða fram- leiðsla fer fram. Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar. Spjöld með leiðbeiningum fyrir vegfar- endur, svo sem um leiðir, nöfn bæja, án- ingastaði, þjóðgarða og friðunarsvæði falla ekki undir ákvæði þessi”. Náttúruverndarráð úrskurðar vafaatriði. Náttúruverndarráð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.