Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 6. maí 1973. Hópur eldri nemenda var aö venju við skólaslitin, og af hálfu nemenda, er brautskráftust fyrir 10 árum, tók tii máls Jónas Gestsson útibús stjóri, Grundarfirði, og afhenti skólanum að gjöf sérstætt iistaverk eftir Jón Benediktsson, er ber nafnið KERFIÐ. Nem- endur í vetur voru 85 talsins skólans, Vigdis Pálsdóttir, Félagsstyttuna, verðlaunagrip, sem veittur er sem viðurkenning þeim nemenda, sem bezt hefur unnið að félagsmálum. Styttuna hlaut aö þessu sinni Jörundur Hilmar Ragnarsson frá Kópa- vogi. Skóladúxinn, Erna Sigurósk Snorradóttir, fékk sérstök verö- laun fyrir frábæran náms- árangur. Hópur eldri nemenda var að venju við skólaslitin. Af hálfu nemenda, er brautskráðust fyrir lOárum, tók til máls Jónas Gests- son, útibústjóri, Grundarfiröi, og afhenti skólanum að gjöf sérstætt listaverk eftir Jón Benediktsson, er ber nafnið Kerfið. SAMVINNUSKOLANUM BIFRÖST SLITIÐ SAMVINNUSKÓLANUM Bifröst var slitið þriðjudaginn 1. mai sið- ast liðinn. Skólaslitaathöfnin fór fram i hátíðasal skólans aö viö- stöddu fjölmenni. Athöfnin hófst með yfirlitsræöu skólastjórans, sira Guðmundar Sveinssonar. Nemendur skólans voru vetur- inn 1972-1973 85 talsins, 4(> I l.bekk og 39 I 2. bekk. Hafa nemendur aldrei verið svo margir. Á föstu starfsliði skólans varð sú ein breyting á skólaárinu, að ráðsmaður staðarins, Sigurður Ólafsson frá Litla-Skarði, lét af starfi, en við þvi tók Benedikt Jónasson, smiöur, frá Reykjavik, og hafði Benedikt áður verið ráðsmaður Bifrastar. — Óvenju- lega margir aukakennarar störf- uðu við skólann. Verulegar breytingar urðu bæði á námsefni og kennsluaöferðum, kennslu- tækni. Voru meðal annars felld sjálfstæð námskeið inn i kennsl- una, svo sem i tölvufræðum og áætlanagerð. Þá var tekin upp hópkennsla i mörgum greinum, samhliða hefðbundinni kennslu. — Nemandi i framhaldsnámi á vegum samvinnusamtakanna, Guðbjartur össurarson, annaðist kennslu að hluta um sex mánaða skeið, jafnframt þvi, sem hann stundaði viðamikið bóknám. Námsárangur var mjög góður. 1 1. bekk hlutu tveir nemendur ágætiseinkunn: Kristin Einars- dóttir, Reykjavik, 9,06, og Gisli Haraldsson, frá Hafnarfirði, 9,00. 1. einkunn hlutu 43 nemendur, þar af fengu 28 einkunnin 8.00 og þar yfir. 2. einkunn fékk einn nemandi og enginn lægri. Allir nemendur 2. bekkjar, 39 að tölu, luku burtfararprófi. Arangur varö einn sá allra bezti, sem nokkru sinni hefur náðst i skólanum: Agætiseinkunn hlutu sex nemendur, þessir: Erna Sigurósk Snorradóttir, frá Hvammstanga, 9,27, Viðar Guð- mundur Elisson, frá Reykjavik, 9,24, Guðný Sigriður Þorsteins- dóttir, frá Laxárdal i Hrútafirði, 9,18, Agnes Ingvarsdóttir, frá Höfn i Hornafirði, 9,01, Jón Eð- vald Friðriksson, frá Sauðár- króki, 9,01, og Páll Snorrason frá Hvammi i Hrafnagilshreppi, 9,00. — 1. einkunn hlutu 30 nemendur, þar af fengu 18 einkunnina 8.00 og þar yfir. 2. einkunn hlutu 3 nemendur og enginn lægri eink- unn. Aö yfirlitsræðu lokinni las skólastjóri að venju meðaltals- einkunnir allra nemenda skólans. Þá voru hinum brautskráðu nemendum afhent prófsklrteini sln. Næst voru verðlaun veitt. Umsjónarmenn skólans hlutu viðurkenningu fyrir störf sin, Björn Gunnarsson, umsjónar- maður i 1. bekk og Ágúst Már Grétarsson, umsjónarmaður 2. bekkjar og skólans alls. Bók- færsiubikarinn hlaut að þessu sinni Ingvar Ólafsson frá Reykja- vik. Verðlaun Verzlunarmanna- félags Reykjavikur fyrir beztan árangur i vélritun fékk Óskar Steingrimsson frá Akureyri, en skólinn veitti öðrum brautskráð- um nemanda samsvarandi verð- laun, Viðari Guðmundi Elissyni frá Reykjavik, þar sem árangur þeirra beggja var svo jafn og óvenjulegur. Viðurkenningu frá danska sendiráðinu fyrir mikla hæfni I dönsku hlutu tveir nemendur, Erna Sigurósk Snorradóttir 9,5 og Guðný Sigriður Þorsteinsdóttir, 9,1. Viðurkenningu frá þýzka sendi- ráðinu fyrir kunnáttu i þýzku hlutu fjórir nemendur: Erna Sigurósk Snorradóttir 9,8: Guðný Sigriður Þorsteinsdóttir 9,7: Jensina Hjálmtýsdóttir frá Reykjavik 9,7: og Inga Jóna Sturludóttir frá Sturlu-Reykjum 9,5. Samvinnustyttuna fyrir kunn- áttu i samvinnusögu fékk Högni Gunnarsson, Hjarðarfelli. — Þá afhenti formaður Nemendasambands Samvinnu- Við skólaslitin fluttu, sem tiðkast hefur, nokkrir heima- manna stuttar ræður. Fulltrúi 1. bekkjar var Halldór Ingimar Halldórsson frá Hnifsdal, 2. bekkjar var Jóhann Jónsson frá Akranesi, en af hálfu kennara mætti Hrafn Magnússon. Undir lok skólaslitanna ávarp- aði skólastjóri hina brautskráðu nemendur, flutti þeim heilla- og árnaðaróskir, en ræddi sérstak- lega kenningar og fræði franska fræðimannsins Jacques Lacans og gerði nokkur skil hugmyndum hans um eðli og þróun þekkingar- innar. Við skólaslitin lék Gunnar Egilsson á klarinett við pianó- undirleik Halldórs Haraldssonar. Setti það sérstakan svip á hátiða- höldin, svo og söngur nemenda- kórs Samvinnuskólans. Kórinn söng undir stjórn Guðjóns Páls- sonar, söngstjóra frá Borgarnesi. Aður en heim var haldið, þágu viðstaddir veitingar. 39 luku brott- fararprófi y Hér má sjá þá, sem útskrifuðust frá Samvinnuskóianum nú i vor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 103. Tölublað (06.05.1973)
https://timarit.is/issue/264698

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

103. Tölublað (06.05.1973)

Aðgerðir: